Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 34

Eyrbyggja saga 34 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 34)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
333435

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eftir dauða Þórólfs bægifóts þótti mörgum mönnum verra úti
þegar er sólina lægði. En er á leið sumarið urðu menn þess
varir að Þórólfur lá eigi kyrr. Máttu menn þá aldrei í friði
úti vera þegar er sól settist. Það var og með að yxn þeir er
Þórólfur var ekinn á urðu tröllriða, og allt fé það er nær
kom dys Þórólfs ærðist og æpti til bana. Smalamaður í Hvammi
kom svo oft heim að Þórólfur hafði eltan hann.Sá atburður varð um haustið í Hvammi að hvorki kom heim
smalamaður né féið og um morguninn var leita farið og fannst
smalamaður dauður skammt frá dys Þórólfs. Var hann allur
kolblár og lamið í hvert bein. Var hann dysjaður hjá Þórólfi
en fénaður allur, sá er verið hafði í dalnum, fannst sumur
dauður en sumur hljóp á fjöll og fannst aldrei. En ef fuglar
settust á dys Þórólfs féllu þeir niður dauðir.Svo gerðist mikill gangur að þessu að engi maður þorði að
beita upp í dalinn. Oft heyrðu menn úti dunur miklar um nætur
í Hvammi. Urðu menn og þess varir að oft var riðið skálanum.
Og er vetur kom sýndist Þórólfur oft heima á bænum og sótti
mest að húsfreyju. Varð og mörgum manni að þessu mein en
henni sjálfri hélt við vitfirring. Svo lauk þessu að
húsfreyja lést af þessum sökum. Var hún og færð upp í
Þórsárdal og var dysjuð hjá Þórólfi.Eftir þetta stukku menn burt af bænum. Tók Þórólfur nú að
ganga svo víða um dalinn að hann eyddi alla bæi í dalnum. Svo
var og mikill gangur að afturgöngum hans að hann deyddi suma
menn en sumir stukku undan. En allir menn þeir er létust voru
sénir í ferð með Þórólfi.Kærðu menn nú þetta vandkvæði mjög. Þótti mönnum Arnkell eiga
að ráða bætur á. Arnkell bauð þeim öllum til sín er það þótti
vildara en vera annars staðar. En hvar sem Arnkell var
staddur varð aldrei þar mein að Þórólfi og sveitungum hans.
Svo voru allir menn hræddir við afturgöngur Þórólfs að engir
menn þorðu að fara ferða sinna, þó að erindi ættu, um
veturinn.En er af leið veturinn voraði vel. Og er þeli var úr jörðu
sendi Arnkell mann inn á Kársstaði eftir Þorbrandssonum og
bað þá fara til með sér að færa Þórólf brott úr Þórsárdal og
leita annars legstaðar. Jafnskylt var öllum mönnum í lögum
þeirra að færa dauða menn til graftrar sem nú ef þeir eru
kvaddir.En er Þorbrandssynir heyrðu þetta kváðu þeir sér enga nauðsyn
til bera að leysa vandkvæði Arnkels eða manna hans.Þá svarar Þorbrandur karl: "Það er nauðsyn," segir hann, "að
fara ferðir þær allar er mönnum eru lögskuldir til og eruð
þér nú þess beiddir er þér eigið eigi að synja."Þá mælti Þóroddur við sendimanninn: "Far þú og seg Arnkatli
að eg mun fara ferð þessa fyrir oss bræður og kem eg til
Úlfarsfells og finnumst þar."Nú fór sendimaðurinn og sagði Arnkatli. Bjó hann nú ferð sína
og voru þeir tólf saman. Höfðu þeir með sér eyki og graftól.
Fóru þeir fyrst til Úlfarsfells og fundu þar Þórodd
Þorbrandsson og voru þeir þrír saman.Þeir fóru upp yfir hálsinn og komu í Þórsárdal og til dysjar
Þórólfs, brjóta dysina og finna Þórólf þar ófúinn og var hann
nú hinn illilegasti. Þeir tóku hann upp úr gröfinni og lögðu
hann í sleða og beittu fyrir tvo sterka yxn og drógu hann upp
á Úlfarsfellsháls og voru þá þrotnir yxnirnir og teknir aðrir
og drógu hann inn á hálsinn. Ætlaði Arnkell að færa hann inn
á Vaðilshöfða og jarða hann þar. En er þeir komu inn á
hálsbrúnina þá ærðust yxnirnir og urðu þegar lausir og hljópu
þegar af hálsinum fram og stefndu út með hlíðinni fyrir ofan
garð að Úlfarsfelli og þar út til sævar og voru þá sprungnir
báðir. En Þórólfur var þá svo þungur að þeir fengu hvergi
komið honum talsvert. Færðu þeir hann þá á einn lítinn höfða
er þar var hjá þeim og jörðuðu hann þar og heitir þar síðan
Bægifótshöfði.Lét Arnkell síðan leggja garð um þveran höfðann fyrir ofan
dysina svo hávan að eigi komst yfir nema fugl fljúgandi og
sér enn þess merki. Lá Þórólfur þar kyrr alla stund meðan
Arnkell lifði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.