Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 33

Eyrbyggja saga 33 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 33)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
323334

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Snorri goði lét nú vinna Krákunesskóg og mikið að gera um
skógarhöggið. Þórólfi bægifót þótti spillast skógurinn. Reið
Þórólfur þá út til Helgafells og beiddi Snorra að fá sér
aftur skóginn og kveðst hafa léð honum en eigi gefið. Snorri
kvað það skyldu skýrra vera þá er þeir bera um er við
handsalið voru, kvaðst og eigi skyldu skóginn láta nema þeir
bæru af honum. Þórólfur reið þá í brott og var í allillu
skapi. Hann reið þá inn á Bólstað að finna Arnkel son sinn.
Arnkell fagnar vel föður sínum og spyr að erindum hans.



Þórólfur svarar: "Það er erindi mitt hingað að eg sé missmíði
á að fæð er með okkur. Vildi eg að nú legðum við það niður og
tækjum upp frændsemi okkra því að það er óskaplegt að við
séum ósáttir því að mér þætti sem við mundum miklir verða hér
í héraði við harðfengi þína en ráðagerðir mínar."



"Því betur þætti mér," segir Arnkell, "er fleira væri með
okkur."



"Það vil eg," sagði Þórólfur, "að við höfum upphaf að
sættargerð okkarri og vináttu að við heimtum Krákunesskóg að
Snorra goða því að mér þykir það verst er hann skal sitja
yfir hlut okkrum en hann vill nú eigi lausan láta skóginn
fyrir mér og kallar að eg hafi gefið honum en það er lygð,"
segir hann.



Arnkell svarar: "Eigi gerðir þú það til vináttu við mig er þú
fékkst Snorra skóginn og mun eg eigi gera það fyrir róg þitt
að deila við Snorra um skóginn. En veit eg að hann hefir eigi
réttar heimildir á skóginum. En eigi vil eg að þú hafir það
fyrir illgirni þína að gleðjast af deilu okkarri."



"Það hygg eg," segir Þórólfur, "að meir komi þar til
lítilmennska en þú sparir að eg hendi gaman að deilu
ykkarri."



"Haf þú það fyrir satt sem þú vilt þar um," segir Arnkell,
"en eigi mun eg svo búið deila um skóginn við Snorra."



Við þetta skildu þeir feðgar. Fór Þórólfur heim og unir
stórilla sínum hlut og þykist nú eigi sinni ár fyrir borð
koma.



Þórólfur bægifótur kom heim um kveldið og mælti við engan
mann. Hann settist niður í öndvegi sitt og mataðist eigi um
kveldið. Sat hann þar eftir er menn fóru að sofa. En um
morguninn, er menn stóðu upp, sat Þórólfur þar enn og var
dauður.



Þá sendi húsfreyja mann til Arnkels og bað segja honum andlát
Þórólfs. Reið þá Arnkell upp í Hvamm og nokkurir heimamenn
hans. Og er þeir komu í Hvamm varð Arnkell þess vís að faðir
hans var dauður og sat í hásæti en fólk allt var óttafullt
því að öllum þótti óþokki á andláti hans. Gekk Arnkell nú inn
í eldaskálann og svo inn eftir setinu á bak Þórólfi. Hann bað
hvern að varast að ganga framan að honum meðan honum voru
eigi nábjargir veittar. Tók Arnkell þá í herðar Þórólfi og
varð hann að kenn aflsmunar áður hann kæmi honum undir. Síðan
sveipaði hann klæðum að höfði Þórólfi og bjó um hann eftir
siðvenju. Eftir það lét hann brjóta vegginn á bak honum og
draga hann þar út. Síðan voru yxn fyrir sleða beittir. Var
Þórólfur þar í lagður og óku honum upp í Þórsárdal og var það
eigi þrautarlaust áður hann kom í þann stað sem hann skyldi
vera. Dysjuðu þeir Þórólf þar rammlega.



Eftir það reið Arnkell heim í Hvamm og kastaði sinni eign á
fé það allt er þar stóð saman og faðir hans hafði átt. Var
Arnkell þar þrjár nætur og var þessa stund tíðindalaust. Fór
hann síðan heim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.