Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 31

Eyrbyggja saga 31 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 31)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
303132

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þenna vetur um jól hafði Þórólfur drykkju mikla og veitti
kappsamlega þrælum sínum. En er þeir voru drukknir eggjar
hann þá að fara inn til Úlfarsfells og brenna Úlfar inni og
hét að gefa þeim þar til frelsi. Þrælarnir sögðust þetta
mundu vinna til frelsis sér ef hann efndi orð sín. Síðan fóru
þeir sex saman inn til Úlfarsfells. Tóku þeir viðköst og
drógu að bænum og slógu eldi í.



Í þenna tíma sátu þeir Arnkell við drykkju á Bólstað. Og er
þeir gengu til svefns sáu þeir eld til Úlfarsfells, fóru þá
þegar til og tóku þrælana en slökktu eldinn. Voru þá enn lítt
brennd húsin.



Um morguninn eftir lét Arnkell flytja þrælana inn í
Vaðilshöfða og voru þeir þar hengdir allir. Eftir það
handsalaði Úlfar Arnkatli fé sitt allt og gerðist hann þá
varnaðarmaður Úlfars.



Þetta handsal líkaði illa Þorbrandssonum því að þeir þóttust
eiga allt fé eftir Úlfar, leysingja sinn, og tókst af þessu
fæð mikil með þeim Arnkatli og Þorbrandssonum og máttu þeir
þaðan af eigi leika saman eiga. En áður höfðu þeir leikist
við og var Arnkell þó sterkastur að leikum. En sá maður tók
best í móti honum og var annar sterkastur er hét Freysteinn
bófi og var fóstri Þorbrands og kenningarson því að það var
flestra manna sögn að hann væri hans son en ambátt var móðir
hans. Hann var dregilegur maður og mikill fyrir sér.



Þórólfi bægifót líkaði stórilla við Arnkel er þrælarnir voru
drepnir og beiddi bóta fyrir en Arnkell synjaði þverlega að
gjalda fyrir þá nokkurn pening. Líkaði Þórólfi nú verr en
áður.



Það var einn dag að Þórólfur reið út til Helgafells að finna
Snorra goða og bauð Snorri honum þar að vera en Þórólfur
kvaðst eigi þurfa að eta mat hans "er eg því hér kominn að eg
vil að þú réttir hlut minn því að eg kalla þig héraðshöfðinja
og skyldan að rétta þeirra manna hlut er áður eru vanhluta."



"Fyrir hverjum liggur hlutur þinn undir, bóndi?" sagði
Snorri.



"Fyrir Arnkatli syni mínum," segir Þórólfur.



Snorri mælti: "Það skaltu eigi kæra því að þér á svo hver
hlutur að þykja sem honum því að hann er betri maður en þú."



"Þann veg er eigi," segir hann, "því að hann veitir mér nú
mestan ágang. Vil eg nú gerast vinur þinn fullkominn, Snorri,
en þú tak við eftirmálum um þræla mína er Arnkell hefir drepa
látið og mun eg eigi mæla mér allar bæturnar."



Snorri svarar: "Eigi vil eg ganga í deilu með ykkur feðgum."



Þórólfur svarar: "Engi ertu vinur Arnkels. En það kann vera
að þér þyki eg féglöggur en nú skal eigi það. Eg veit," sagði
hann, "að þú vilt eiga Krákunes og skóginn með er mest
gersemi er hér í sveit. Nú mun eg þetta allt handsala þér en
þú mæl eftir þræla mína og fylg því svo skörulega að þú vaxir
af en þeir þykist ofgert hafa er mig svívirtu. Vil eg og
engum manni hlífa láta þeim er hér hafa hlut í átt hvort sem
hann er meiri eða minni minn vandamaður."



Snorri þóttist mjög þurfa skóginn. Og er svo sagt að hann tók
handsölum á landinu og tók við eftirmáli þrælanna. Reið
Þórólfur síðan heim og undi vel við en þetta mæltist lítt
fyrir af öðrum mönnum.



Um vorið lét Snorri búa mál til Þórsnessþings á hendur
Arnkatli um þræladrápið. Fjölmenntu þeir báðir til þingsins
og hélt Snorri fram málum.



Og er mál koma í dóm kvaddi Arnkell sér bjargkviðar og færði
það til varna að þrælarnir voru teknir með kveiktum eldi til
bæjarbrennu.



Þá færði Snorri það fram að þrælarnir voru óhelgir á þeim
vettvangi "en það að þér færðuð þá inn í Vaðilshöfða og
drápuð þá þar, það hygg eg að þeir væru þar eigi óhelgir."



Hélt þá Snorri fram málinu og eyddi bjargkviðnum Arnkels.
Eftir það áttu menn hlut í að sætta þá og var sættum á komið.
Skyldu þeir bræður gera um málið, Styr og Vermundur. Þeir
dæmdu fyrir þrælana tólf aura fyrir hvern, gjaldist féið
þegar á þinginu. Og er féið var goldið fékk Snorri Þórólfi
sjóðinn.



Hann tók við og mælti: "Eigi ætlaði eg til þess þá er eg fékk
þér land mitt að þú mundir þessu svo lítilmannlega fylgja og
það veit eg að eigi mundi Arnkell þessa hafa varnað mér að eg
hefði slíkar bætur fyrir þræla mína ef eg hefði undir hann
lagið."



Snorri svarar: "Það kalla eg að þú sért skammlaus af þessu en
eigi vil eg veðsetja virðing mína til móts við illgirni þína
og ranglæti."



Þórólfur svarar: "Það er og mest von að eg sæki þig eigi
oftar að málum og sofi yður þó eigi öll vá héraðsmönnum."



Eftir þetta fóru menn af þinginu og undu þeir Arnkell og
Snorri illa við þessar málalyktir en Þórólfur þó verst.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.