Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 28

Eyrbyggja saga 28 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 28)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
272829

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú gerðist það næst til tíðinda, sem fyrr er ritað, að
berserkir voru með Styr. Og er þeir höfðu þar verið um hríð
slóst Halli á tal við Ásdísi dóttur Styrs. Hún var ung kona
og sköruleg, ofláti mikill og heldur skapstór.



En er Styr fann tal þeirra þá bað hann Halla eigi gera sér
svívirðing eða skapraun í því að glepja dóttur hans.



Halli svarar: "Það er þér engi svívirðing þó að eg tali við
dóttur þína. Vil eg það og eigi gera til vanvirðu við þig. Er
þér það skjótt af að segja að eg hefi svo mikinn ástarhug til
hennar fellt að eg fæ það eigi úr hug mér gert. Nú vil eg,"
segir Halli, "leita eftir staðfastri vináttu við þig og biðja
að þú giftir mér Ásdísi dóttur þína en þar í mót vil eg
leggja mína vináttu og trúlega fylgd og svo mikinn styrk með
krafti Leiknis bróður míns að á Íslandi skal eigi fást
jafnmikil frægð í tveggja manna fylgd sem við skulum þér
veita. Skal og okkur framkvæmd meir styrkja þinn höfðingskap
en þó að þú giftir dóttur þína þeim bónda er mestur er í
Breiðafirði. Skal það þar í mót koma að við erum eigi
fésterkir. En ef þú vilt hér engan kost á gera þá mun það
skilja vora vináttu. Munu þá og hvorir verða að fara með sínu
máli sem líkar. Mun þá og raunlítið tjóa að vanda um tal
okkart Ásdísar."



En er hann hafði þetta mælt þá þagnaði Styr og þótti nokkur
vandi á svörum og mælti er stund leið: "Hvort er þessa leitað
með alhuga eða er þetta orðaframkast og málaleitan?"



"Svo skaltu svara," segir Halli, "sem þetta sé eigi hégómatal
og mun hér öll vor vinátta undir felast hversu þessu máli
verður svarað."



Styr mælti: "Þá vil eg þetta mál tala við vini mína og taka
ráð af þeim hversu þessu skal svara."



Halli mælti: "Þetta mál skaltu tala við þá menn er þér líkar,
innan þriggja nátta. Vil eg eigi þessi svör láta draga fyrir
mér lengur því að eg vil eigi vera vonbiðill þessa ráðs."



Og eftir þetta skildu þeir.



Um morguninn eftir reið Styr inn til Helgafells. Og er hann
kom þar bauð Snorri honum þar að vera en Styr kvaðst tala
vilja við hann og ríða síðan. Snorri spurði ef hann hefði
nokkur vandamál að tala.



"Svo þykir mér," sagði Styr.



Snorri svarar: "Þá skulum við ganga upp á Helgafell. Þau ráð
hafa síst að engu orðið er þar hafa ráðin verið."



"Þér skuluð slíku ráða," sagði Styr.



Síðan gengu þeir á fjallið upp og sátu þar á tali allt til
kvelds. Vissi það engi maður hvað þeir töluðu. Síðan reið
Styr heim.



Um morguninn eftir gengu þeir Halli á tal. Spyr Halli Styr
hvern stað eiga skal hans mál.



Styr svarar: "Það er mál manna að þú þykir heldur félítill
eða hvað skaltu til þessa vinna með því að þú hefir eigi fé
fram að leggja?"



Halli svarar: "Til mun eg vinna það er eg má en eigi tek eg
þar fé er eigi er til."



Styr svarar: "Sé eg," sagði hann, "að það mun þér mislíka ef
eg gifti þér eigi dóttur mína. Nú mun eg gera sem fornir menn
að eg mun láta þig vinna til ráðahags þessa þrautir
nokkurar."



"Hverjar eru þær?" segir Halli.



"Þú skalt ryðja," segir Styr, "götu yfir hraunið út til
Bjarnarhafnar og leggja hagagarð yfir hraunið mill landa
vorra og gera byrgi hér fyrir innan hraunið. En að þessum
hlutum fram komnum mun eg gifta þér Ásdísi dóttur mína."



Halli svarar: "Eigi er eg vanur til vinnu en þó mun eg undir
þetta játtast ef eg skal þá auðveldlega komast að
ráðahagnum."



Styr kvað þá þessu kaupa mundu.



Eftir þetta tóku þeir að ryðja götuna og er það hið mesta
mannvirki. Þeir lögðu og garðinn sem enn sér merki. Og eftir
það gerðu þeir byrgið.



En meðan þeir voru að þessu verki lét Styr gera baðstofu
heima undir Hrauni og var grafin í jörð niður og var gluggur
yfir ofninum, svo að utan mátti á gefa, og var það hús
ákaflega heitt.



Og er lokið var mjög hvorutveggja verkinu, var það hinn
síðasta dag er þeir voru að byrginu, þá gekk Ásdís
Styrsdóttir hjá þeim en það var nær bænum. Hún hafði tekið
sinn besta búnað. En er þeir Halli mæltu við hana svarar hún
engu.



Þá kvað Halli vísu þessa:



Hvert hafið, Gerðr, of görva,

gangfögr liðar hanga,

ljúg vætr að mér, leygjar,

línbundin, för þína,

því að í vetr, hin vitra,

vangs, sákat þig ganga,

hirðidís, frá húsi,

húns, skrautlegar búna.


Þá kvað Leiknir:



Sólgrund Siggjar linda

sjaldan hefr of faldið

jafnhátt, öglis stéttar

elds nú er skart á þellu.

Hoddgrund, hvað býr undir,

Hlín, oflæti þínu,

hýrmælt, hóti fleira,

hvítings, en vér lítum?


Eftir þetta skildi með þeim. Berserkirnir gengu heim um
kveldið og voru móðir mjög sem háttur er þeirra manna sem
eigi eru einhama að þeir verða máttlausir mjög er af þeim
gengur berserksgangurinn.



Styr gekk þá í mót þeim og þakkaði þeim verk og bað þá fara í
bað og hvíla sig eftir það. Þeir gerðu svo. Og er þeir komu í
baðið lét Styr byrgja baðstofuna og bera grjót á hlemminn er
var yfir forstofunni en hann lét breiða niður nautshúð
hráblauta hjá uppganginum. Síðan lét hann gefa utan á baðið í
glugg þann er yfir var ofninum. Var þá baðið svo heitt að
berserkirnir þoldu eigi í baðinu og hljópu á hurðirnar. Fékk
Halli brotið hlemminn og komst upp og féll á húðinni. Veitti
Styr honum á banasár. En er Leiknir vildi hlaupa upp úr
dyrunum lagði Styr í gegnum hann og féll hann inn í
baðstofuna og lést þar. Síða lét Styr veita umbúnað líkum
þeirra. Voru þeir færðir út í hraunið og kasaðir í dal þeim
er þar er í hrauninu er svo djúpur að engan hlut sér úr nema
himin yfir sig. Það er við sjálfa götuna. Yfir grefti
berserkjanna kvað Styr vísu:



Sýndist mér sem myndi

móteflandar spjóta

Ála ekki dælir

Él-herðöndum verða.

Uggi eg eigi seggja

ofrgang of mig strangan.

Nú hefr bilgrönduðr brandi

berserkjum stað merktan.


En er Snorri goði spyr þetta reið hann út undir Hraun og sátu
þeir Snorri og Styr enn allan dag. En af tali þeirra kom það
upp að Styr fastnaði Snorra goða Ásdísi dóttur sína og tókust
þessi ráð um haustið eftir og var það mál manna að
hvortveggja þótti vaxa af þessum tengdum. Var Snorri goði
ráðagerðarmaður meiri og vitrari en Styr atgöngumeiri. Báðir
voru þeir frændmargir og fjölmennir innan héraðs.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.