Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 16

Eyrbyggja saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 16)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn dag öndverðan vetur þann er Snorri gerði fyrst
bú að Helgafelli að Gunnlaugur Þorbjarnarson fór í Mávahlíð
og Oddur Kötluson með honum. Þau Gunnlaugur og Geirríður
töluðu þá löngum um daginn.



Og er mjög leið á kveldið mælti Geirríður við Gunnlaug: "Það
vildi eg að þú færir eigi heim í kveld því að margir eru
marlíðendur. Eru og oft flögð í fögru skinni en mér líst nú
eigi sem hamingjusamlegast á þig."



Gunnlaugur svarar: "Eigi mun mig saka," segir hann, "er við
erum tveir saman."



Hún svarar: "Ekki gagn mun þér að Oddi verða enda muntu
sjálfur gjalda einræðis þíns."



Síðan gengu þeir út, Gunnlaugur og Oddur, og fóru þar til er
þeir komu í Holt. Katla var þá komin í rekkju sína. Hún bað
Odd bjóða Gunnlaugi þar að vera.



Hann sagðist það gert hafa "og vill hann heim fara," segir
hann.



"Fari hann þá sem hann hefir fyrir sér gert," segir hún.



Gunnlaugur kom eigi heim um kveldið og var um rætt að hans
skyldi leita fara en eigi varð af.



Um nóttina er Þorbjörn sá út fann hann Gunnlaug son sinn
fyrir dyrum. Lá hann þar og var vitlaus. Þá var hann borinn
inn og dregin af honum klæði. Hann var allur blóðrisa um
herðarnar en hlaupið holdið af beinunum. Lá hann allan
veturinn í sárum og var margrætt um hans vanheilsu. Flutti
það Oddur Kötluson að Geirríður mun hafa riðið honum, segir
að þau hefðu skilið í stuttleikum um kveldið og það hugðu
flestir menn að svo væri.



Þetta vor um stefnudaga reið Þorbjörn í Mávahlíð og stefndi
Geirríði um það að hún væri kveldriða og hún hefði valdið
meini Gunnlaugs. Málið fór til Þórsnessþings og veitti Snorri
goði Þorbirni mági sínum en Arnkell goði varði málið fyrir
Geirríði systur sína. Tylftarkviður átti um að skilja en
hvorgi þeirra Snorra né Arnkels þótti bera mega kviðinn fyrir
hleyta sakir við sækjanda og varnaraðilja. Var þá Helgi
Hofgarðagoði kvaddur tylftarkviðar, faðir Bjarnar, föður
Gests, föður Skáld-Refs.



Arnkell goði gekk að dómi og vann eið að stallahring að því
að Geirríður hafði eigi valdið meini Gunnlaugs. Þórarinn vann
eið með honum og tíu menn aðrir. En eftir það bar Helgi af
kviðinn og ónýttist málið fyrir þeim Snorra og Þorbirni og
fengu þeir af þessu óvirðing.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.