Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 15

Eyrbyggja saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 15)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Snorri Þorgrímsson gerði bú að Helgafelli og var móðir hans
fyrir innan stokk. Már Hallvarðsson, föðurbróðir Snorra,
réðst þangað með mart búfé og tók forráð fyrir búi Snorra.
Hafði hann þá hið mesta rausnarbú og fjölmennt.Snorri var meðalmaður á hæð og heldur grannlegur, fríður
sýnum, réttleitur og ljóslitaður, bleikhár og rauðskeggjaður.
Hann var hógvær hversdaglega. Fann lítt á honum hvort honum
þótti vel eða illa. Hann var vitur maður og forspár um marga
hluti, langrækur og heiftúðigur, heilráður vinum sínum en
óvinir hans þóttust heldur kulda af kenna ráðum hans. Hann
varðveitti þá hof. Var hann þá kallaður Snorri goði. Hann
gerðist þá höfðingi mikill en ríki hans var mjög öfundsamt
því að þeir voru margir er eigi þóttust til minna um komnir
fyrir ættar sakir en áttu meira undir sér fyrir afls sakir og
prófaðrar harðfengi.Börkur digri og Þórdís Súrsdóttir áttu þá dóttur er Þuríður
hét og var hún þá gift Þorbirni digra er bjó á Fróðá. Hann
var sonur Orms hins mjóva er þar hafði búið og numið
Fróðárland. Þuríði, dóttur Ásbrands frá Kambi úr Breiðavík,
hafði hann áður átta. Hún var systir Bjarnar
Breiðvíkingakappa, er enn kemur síðar við þessa sögu, og
Arnbjarnar hins sterka. Synir þeirra Þorbjarnar voru þeir
Ketill kappi og Gunnlaugur og Hallsteinn. Þorbjörn var mikill
fyrir sér og ósvífur við sér minni menn.Þá bjó í Mávahlíð Geirríður, dóttir Þórólfs bægifótar, og
Þórarinn svarti sonur hennar. Hann var mikill maður og
sterkur, ljótur og hljóðlyndur, vel stilltur hversdaglega.
Hann var kallaður mannasættir. Hann var eigi fémikill og
hafði þó bú gagnsamt. Svo var hann maður óhlutdeilinn að
óvinir hans mæltu að hann hefði eigi síður kvenna skap en
karla. Hann var kvongaður maður og hét Auður kona hans. Guðný
var systir hans er átti Vermundur mjóvi.Í Holti út frá Mávahlíð bjó ekkja sú er Katla hét. Hún var
fríð kona sýnum en eigi var hún við alþýðuskap. Oddur hét
sonur hennar. Hann var mikill maður og knár, hávaðamaður
mikill og málugur, slysinn og rógsamur.Gunnlaugur sonur Þorbjarnar digra var námgjarn. Hann var oft
í Mávahlíð og nam kunnáttu að Geirríði Þórólfsdóttur því að
hún var margkunnig.Það var einn dag er Gunnlaugur fór í Mávahlíð að hann kom í
Holt og talaði mart við Kötlu en hún spurði hvort hann ætlar
þá enn í Mávahlíð "og klappa um kerlingarnárann?"Gunnlaugur kvað eigi það sitt erindi "en svo að eins ertu
ung, Katla, að eigi þarftu að bregða Geirríði elli."Katla svarar: "Eigi hugði eg að það mundi líkt vera en engu
skiptir það," segir hún. "Engi þykir yður nú kona nema
Geirríður ein en fleiri konur kunna sér enn nokkuð en hún
ein."Oddur Kötluson fór oft með Gunnlaugi í Mávahlíð. En er þeim
varð síð aftur farið bauð Katla Gunnlaugi oft þar að vera en
hann fór jafnan heim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.