Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eir ch. 12

Eiríks saga rauða 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eir ch. 12)

Anonymous íslendingasögurEiríks saga rauða
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Það var einn morgun er þeir Karlsefni sáu fyrir ofan
rjóðrið flekk nokkurn sem glitraði við þeim og æptu þeir á
það. Það hrærðist og var það einfætingur og skaust ofan á
þann árbakkann sem þeir lágu við. Þorvaldur Eiríksson rauða
sat við stýri.



Þá mælti Þorvaldur: "Gott land höfum vér fengið."



Þá hleypur einfætingurinn á brott og norður aftur og skaut
áður í smáþarma á Þorvald. Hann dró út örina.



Þá mælti Þorvaldur: "Feitt er um ístruna."



Þeir hljópu eftir einfætingi og sáu hann stundum og þótti sem
hann leitaði undan. Hljóp hann út á vog einn. Þá hurfu þeir
aftur. Þá kvað einn maður kviðling þenna:



Eltu seggir,

allsatt var það,

einn einfæting

ofan til strandar

en kynlegr maðr

kostaði rásar

hart of stopir,

heyrðu, Karlsefni.


Þeir fóru þá í brott og norður aftur og þóttust sjá
Einfætingaland. Vildu þeir þá eigi lengur hætta liði sínu.
Þeir ætluðu öll ein fjöll, þau er í Hópi voru og þessi er nú
fundu þeir, og það stæðist mjög svo á og væri jafnlangt úr
Straumsfirði beggja vegna.



Fóru þeir aftur og voru í Straumsfirði hinn þriðja vetur.
Gengu menn þá mjög sleitum. Sóttu þeir er kvonlausir voru í
hendur þeim er kvongaðir voru. Þar kom til hið fyrsta haust
Snorri son Karlsefnis og var hann þá þrívetur er þeir fóru á
brott.



Höfðu þeir sunnanveður og hittu Markland og fundu Skrælingja
fimm. Var einn skeggjaður og tvær konur, börn tvö. Tóku þeir
Karlsefni til sveinanna en hitt komst undan og sukku í jörð
niður. En sveinana höfðu þeir með sér og kenndu þeim mál og
voru skírðir. Þeir nefndu móður sína Vethildi og föður Óvægi.
Þeir sögðu að konungar stjórnuðu Skrælingjalandi. Hét annar
þeirra Avaldamon en annar hét Valdidida. Þeir kváðu þar engi
hús og lágu menn í hellum eða holum. Þeir sögðu land þar
öðrumegin gagnvart sínu landi og gengu menn þar í hvítum
klæðum og æptu hátt og báru stangir og fóru með flíkur. Það
ætla menn Hvítramannaland. Nú komu þeir til Grænlands og eru
með Eiríki rauða um veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.