Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eir ch. 7

Eiríks saga rauða 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eir ch. 7)

Anonymous íslendingasögurEiríks saga rauða
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Maður hét Þorfinnur karlsefni, son Þórðar hesthöfða, er bjó
norður í Reyninesi í Skagafirði er nú er kallað. Karlsefni
var ættgóður maður og auðigur að fé. Þórunn hét móðir hans.
Hann var í kaupferðum og þótti fardrengur góður.



Eitt sumar býr Karlsefni skip sitt og ætlaði til Grænlands.
Réðst til ferðar með honum Snorri Þorbrandsson úr Álftafirði
og voru fjórir tigir manna með þeim.



Maður hét Bjarni Grímólfsson, breiðfirskur maður. Annar hét
Þórhallur Gamlason, austfirskur maður. Þeir bjuggu skip sitt
samsumars sem Karlsefni og ætluðu til Grænlands. Þeir voru á
skipi fjórir tigir manna.



Láta þeir í haf fram tvennum skipum þegar þeir eru búnir.
Eigi var um það getið hversu langa útivist þeir höfðu, en frá
því er að segja að bæði þessi skip komu í Eríksfjörð um
haustið.



Eiríkur reið til skips og aðrir landsmenn og tókst með þeim
greiðleg kaupstefna. Buðu stýrimenn Eiríki að hafa slíkt af
varninginum sem hann vildi. En Eiríkur sýni mikla stórmennsku
af sér í móti því að hann bauð þessum skipverjunum báðum heim
til sín til veturvistar í Brattahlíð. Þetta þágu kaupmenn og
fóru með Eiríki. Síðan var fluttur heim varningur þeirra í
Brattahlíð. Skorti þar eigi góð og stór útibúr að varðveita
í. Líkaði kaupmönnum vel með Eiríki um veturinn.



En er dró að jólum tók Eiríkur að verða óglaðari en hann átti
vanda til.



Eitt sinn kom Karlsefni að máli við Eirík og mælti: "Er þér
þungt Eiríkur? Eg þykist finna að þú ert nokkuru fálátari en
verið hefir, og þú veitir oss með mikilli rausn og erum vér
skyldir að launa þér eftir því sem vér höfum föng á. Nú segðu
hvað ógleði þinni veldur."



Eiríkur svarar: "Þér þiggið vel og góðmannlega. Nú leikur mér
það eigi í hug að á yður hallist um vor viðskipti. Hitt er
heldur að mér þykir illt ef að er spurt að þér hafið engi jól
verri haft en þessi er nú koma í hönd."



Karlsefni svarar: "Það mun ekki á þá leið. Vér höfum á skipum
vorum malt og mjöl og korn og er yður heimilt að hafa af
slíkt sem þér viljið og gerið veislu slíka sem stórmennsku ber
til."



Og það þiggur hann. Var þá búið til jólaveislu og varð hún
svo sköruleg að menn þóttust trautt slíka rausnarveislu séð
hafa.



Og eftir jólin vekur Karlsefni við Eirík um ráðahag við
Guðríði er honum leist sem það mundi á hans forræði en honum
leist kona fríð og vel kunnandi. Eiríkur svarar, kveðst vel
mundu undir taka hans mál en kvað hana góðs gjaforð verða "er
það og líklegt að hún fylgi sínum forlögum" þó að hún væri
honum gefin og kvað góða frétt af honum koma.



Nú er vakið mál við hana og lét hún það sitt ráð sem Eiríkur
vildi fyrir sjá. Og er nú ekki að lengja um það að þessi ráð
tókust og var þá veisla aukin og gert brullaup.



Gleði mikið var í Brattahlíð um veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.