Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eir ch. 6

Eiríks saga rauða 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eir ch. 6)

Anonymous íslendingasögurEiríks saga rauða
567

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er frá því að segja að Þorsteinn Eiríksson vakti bónorð
við Guðríði Þorbjarnardóttur. Var því máli vel svarað bæði af
henni og svo af föður hennar og er þetta að ráðum gert að
Þorsteinn gekk að eiga Guðríði og var brúðkaupið í Brattahlíð
um haustið. Fór sú veisla vel fram og var mjög fjölmenn.



Þorsteinn átti bú í Vestribyggð á bæ þeim er í Lýsufirði
heitir. Sá maður átti þar helming í búi er Þorsteinn hét.
Sigríður hét kona hans. Fóru þau Þorsteinn heim í Lýsufjörð
og Guðríður bæði. Var þar vel við þeim tekið. Voru þau þar um
veturinn.



Það gerðist þar til tíðinda að sótt kom í bæ þeirra er lítið
var af vetri. Garði hét þar verkstjóri. Hann var óvinsæll
maður. Hann tók fyrst sótt og andaðist. Síðan var skammt að
bíða að hver tók sótt að öðrum og önduðust.



Þá tók sótt Þorsteinn Eiríksson og Sigríður kona Þorsteins.
Og eitt kveld fýsist hún að ganga til garðs þess er stóð í
gegnt útidyrum.



Guðríður fylgdi og sóttu þær í mót dyrunum. Þá kvað Sigríður:
"Ó."



Guðríður mælti: "Við höfum farið óhyggilega og áttu öngvan
stað við að kalt veður komi á og förum inn sem skjótast."



Sigríður svarar: "Eigi fer eg að svo búnu. Hér er liðið allt
hið dauða fyrir dyrunum og þar í sveit kenni eg Þorstein
bónda þinn og kenni eg mig og er slíkt hörmung að sjá."



Og er þetta leið af mælti hún: "Förum við nú Guðríður. Nú sé
eg eigi liðið."



Var þá og verkstjórinn horfinn er henni þótti áður hafa svipu
í hendi og vilja berja liðið.



Síðan gengu þær inn og áður morgunn kæmi var hún önduð og var
ger kista að líkinu.



Og þann sama dag ætluðu menn út að róa og leiddi Þorsteinn þá
til vara og í annan lit fór hann að sjá um veiðiskap þeirra.
Þá sendi Þorsteinn Eiríksson nafna sínum orð að hann kæmi til
hans og sagði svo að þar var varla kyrrt og húsfreyja vildi
færast á fætur og vildi undir klæðin hjá honum. Og er hann
kom inn var hún komin á rekkjustokkinn hjá honum. Hann tók
hana höndum og lagði bolöxi fyrir brjóstið.



Þorsteinn Eiríksson andaðist nær dagsetri. Þorsteinn bað
Guðríði leggjast niður og sofa en hann kveðst vaka mundu um
nóttina yfir líkunum. Hún gerir svo.



Guðríður sofnar brátt og er skammt leið á nóttina reistist
hann upp Þorsteinn og kveðst vilja að Guðríður væri þangað
kölluð og kveðst vilja mæla við hana: "Guð vill að þessi
stund sé mér gefin til leyfis og umbóta míns ráðs."



Þorsteinn gengur á fund Guðríðar og vakti hana og bað hana
signa sig og biðja sér guð hjálpa "Þorsteinn Eiríksson hefur
mælt við mig að hann vill finna þig. Sjá þú nú ráð fyrir,
hvorgis kann eg fýsa."



Hún svarar: "Vera kann að þetta sé ætlað til nokkurra hluta
þeirra sem síðan eru í minni hafðir, þessi hinn undarlegi
hlutur, en eg vænti að guðs gæsla mun yfir mér standa. Mun eg
á hætta með guðs miskunn að mæla við hann því að eg má nú
ekki forðast mein til mín. Vil eg síður að hann gangi víðara.
En mig grunar að það sé að öðrum kosti."



Nú fór Guðríður og hitti Þorstein og sýndist henni sem hann
felldi tár og mælti í eyra henni nokkur orð hljótt svo að hún
ein vissi og sagði að þeir menn væru sælir er trúna héldu vel
og henni fylgdi miskunn og hjálp og sagði þó að margir héldu
hana illa "er það engi háttur sem hér hefir verið á Grænlandi
síðan kristni var hér að setja menn niður í óvígða mold við
litla yfirsöngva. Vil eg mig láta flytja til kirkju og aðra
þá menn sem hér hafa andast en Garða vil eg láta brenna á
báli sem skjótast því að hann veldur öllum afturgöngum sem
hér hafa orðið í vetur.



Hann sagði henni og um sína hagi og kvað hennar forlög mikil
mundu verða en hann bað hana varast að giftast grænlenskum
manni. Bað hann og að hún legði fé þeirra til kirkju eða gefa
það fátækum mönnum. Og þá hneig hann aftur í öðru.



Sá hafði háttur verið á Grænlandi síðan kristni kom út þangað
að menn voru grafnir þar á bæjum, er menn önduðust, í óvígðri
moldu. Skyldi setja staur upp af brjósti en síðan er
kennimenn komu til þá skyldi kippa upp staurnum og hella þar
í vígðu vatni og veita þar yfirsöngva þótt það væri miklu
síðar.



Líkin voru færð til kirkju í Eiríksfjörð og veittir
yfirsöngvar af kennimönnum.



Eftir það andaðist Þorbjörn. Bar þá féið allt undir Guðríði.
Tók Eiríkur við henni og sá vel um kost hennar.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.