Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eir ch. 5

Eiríks saga rauða 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eir ch. 5)

Anonymous íslendingasögurEiríks saga rauða
456

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Eiríkur átti þá konu er Þjóðhildur hét og við henni tvo
sonu. Hét annar Þorsteinn en annar Leifur. Þeir voru báðir
efnilegir menn. Var Þorsteinn heima með föður sínum og var
eigi þá sá maður á Grænlandi er jafn mannvænn þótti sem hann.
Leifur hafði siglt til Noregs. Var hann þar með Ólafi konungi
Tryggvasyni.



En er Leifur sigldi af Grænlandi um sumarið urðu þeir sæhafa
til Suðureyja. Þaðan byrjaði þeim seint og dvöldust þar lengi
um sumarið.



Leifur lagði hug á konu þá er Þórgunna hét. Hún var kona
ættstór. Það sá Leifur að hún mundi kunna fleira en fátt
eitt.



En er Leifur sigldi á brott beiddist Þórgunna að fara með
honum. Leifur spurði hvort það væri nokkuð vilji frænda
hennar. Hún kveðst ekki að því fara.



Leifur kveðst eigi kunna að gera hertekna svo stórættaða konu
í ókunnu landi "en vér liðfáir."



Þórgunna mælti: "Eigi er víst að þér þyki því betur ráðið."



"Á það mun eg hætta," sagði Leifur.



"Þá segi eg þér," sagði Þórgunna, "að eg fer eigi ein saman
og mun eg vera með barni og segi eg það af þínum völdum. Þess
get eg og að eg muni svein fæða þá er þar kemur til. En þóttú
viljir öngvan gaum að gefa þá mun eg upp fæða sveininn og þér
senda til Grænlands þegar fara má með öðrum mönnum. En eg get
að þér verði að þvílíkum nytjum sonareignin við mér sem nú
verður skilnaður okkar til. En koma ætla eg mér til Grænlands
áður en lýkur."



Hann gaf henni fingurgull og möttul grænlenskan og tannbelti.
Þessi sveinn kom til Grænlands og nefndist Þorgils. Leifur
tók við honum að faðerni. Og er það sumra manna sögn að þessi
Þorgils kæmi til Íslands fyrir Fróðárundur um sumarið. En sjá
Þorgils var síðan á Grænlandi og þótti enn eigi kynjalaust um
verða áður lauk.



Þeir Leifur sigldu í brott úr Suðureyjum og tóku Noreg um
haustið. Réðst Leifur til hirðar Ólafs konungs Tryggvasonar
og lagði konungur á hann góða virðing og þóttist sjá að
Leifur mundi vera vel menntur maður.



Eitt sinn kom konungur að máli við Leif og spyr hann: "Ætlar
þú til Grænlands í sumar að sigla?"



Leifur svarar: "Það ætla eg ef sá er yðvar vilji."



Konungur svarar: "Eg get að svo muni vel vera. Skaltu fara
með erindum mínum að boða kristni á Grænlandi."



Leifur kvað hann ráða mundu en kveðst hyggja að það erindi
mundi torflutt á Grænlandi en konungur kveðst eigi þann mann
sjá er betur væri til þess fallinn en hann "og muntu giftu
til bera."



"Það mun því að eins," kvað Leifur, "að eg njóti yðvar við."



Leifur lét í haf þegar hann var búinn. Leif velkti lengi úti
og hitti hann á lönd þau er hann vissi áður öngva von í. Voru
þar hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn. Þar voru og
þau tré er mösur hétu og höfðu þeir af öllu þessu nokkur
merki, sum tré svo mikil að í hús voru lögð.



Leifur fann menn á skipflaki og flutti heim með sér og fékk
öllum vist um veturinn. Sýndi hann svo mikla stórmennsku og
gæsku af sér. Hann kom kristni á landið og hann bjargaði
mönnunum. Var hann kallaður Leifur hinn heppni.



Leifur tók land í Eiríksfirði og fer heim í Brattahlíð. Tóku
menn vel við honum. Hann boðaði brátt kristni um landið og
almennilega trú og sýndi mönnum orðsendingar Ólafs konungs
Tryggvasonar og sagði hversu mörg ágæti og mikil dýrð þessum
sið fylgdi.



Eiríkur tók því máli seint að láta sið sinn en Þjóðhildur
gekk skjótt undir og lét gera kirkju eigi allnær húsunum. Var
það hús kallað Þjóðhildarkirkja. hafði hún þar fram bænir
sínar og þeir menn sem við kristni tóku en þeir voru margir.
Þjóðhildur vildi ekki halda samfarar við Eirík síðan er hún
tók trú en honum var það mjög í móti skapi.



Af þessu gerðist orð mikið að menn mundu leita lands þess er
Leifur hafði fundið. Var þar formaður Þorsteinn Eiríksson,
góður maður og fróður og vinsæll. Eiríkur var og til beðinn
og trúðu menn því að hans gæfa mundi framast vera og forsjá.
Hann var þá fyrir en kvað eigi nei við er vinir hans fýstu
hann til. Bjuggu þeir skip það síðan er Þorbjörn hafði út
haft og voru til ráðnir tuttugu menn. Höfðu þeir fé lítið en
meir vopn og vistir.



Þann morgun er Eiríkur fór heiman tók hann kistil og var þar í
gull og silfur. Fal hann það fé og fór síðan leiðar sinnar.
Og er hann var skammt á leið kominn féll hann af baki og
braut rif sín og lesti öxl sína og kvað við: "Ái, ái."



Af þessum atburð sendi hann konu sinni orð, að hún tæki féið
á brott það er hann hafði fólgið, lét þess hafa að goldið er
hann hafði féið fólgið.



Síðan sigldu þeir út úr Eiríksfirði með gleði og þótti vænt
um sitt ráð. Þá velkti lengi úti í hafi og komu ekki á þær
slóðir sem þeir vildu. Þeir komu í sýn við Ísland og svo
höfðu þeir fugl af Írlandi. Reiddi þá skip þeirra um haf
innan, fóru aftur um haustið og voru mæddir og mjög þrekaðir
og komu við vetur sjálfan á Eiríksfjörð.



Þá mælti Eiríkur: "Kátari voruð þér í sumar er þér fóruð út
úr firðinum en nú erum vér og eru nú þó mörg góð að."



Þorsteinn mælti: "Það er nú höfðinglegt bragð að sjá nokkuð
ráð fyrir þeim mönnum sem nú eru ráðlausir og fá þeim
vistir."



Eiríkur svarar: "Skal þín orð um þetta fara."



Fóru nú allir þeir er eigi höfðu áður vistir með þeim feðgum.
Síðan tóku þeir land og fóru heim.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.