Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eir ch. 3

Eiríks saga rauða 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eir ch. 3)

Anonymous íslendingasögurEiríks saga rauða
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þorgeir Vífilsson kvongaðist og fékk Arnóru dóttur Einars
frá Laugarbrekku, Sigmundarsonar, Ketilssonar þistils er
numið hafði Þistilsfjörð.Önnur dóttir Einars hét Hallveig. Hennar fékk Þorbjörn
Vífilsson og tók með land á Laugarbrekku á Hellisvöllum.
Réðst Þorbjörn þangað byggðum og gerðist göfugmenni mikið.
Hann var goðorðsmaður og hafði rausnarbú. Guðríður hét dóttir
Þorbjarnar. Hún var kvenna vænst og hinn mesti skörungur í
öllu athæfi sínu.Maður hét Ormur er bjó að Arnarstapa. Hann átti konu þá er
Halldís hét. Ormur var góður bóndi og vinur Þorbjarnar
mikill. Var Guðríður þar löngum að fóstri með honum.Maður hét Þorgeir er bjó að Þorgeirsfelli. Hann var
vellauðigur að fé og hafði verið leysingi. Hann átti son er
Einar hét. Hann var vænn maður og vel mannaður og skartsmaður
mikill. Einar var í siglingu landa í milli og tókst honum það
vel. Var hann jafnan sinn vetur hvort á Íslandi eða í Noregi.Nú er frá því að segja eitt haust er Einar var út hér að hann
fór með varning sinn út eftir Snæfellsnesi og skyldi selja.
Hann kemur til Arnarstapa. Ormur býður honum þar að vera og
það þiggur Einar því að þar var vinátta við kjörin.
Varningurinn Einars var borinn í eitthvert útibúr. Einar
brýtur upp varninginn og sýndi Ormi og heimamönnum og bauð
Ormi slíkt af að taka sem hann vildi. Ormur þá þetta og taldi
Einar vera góðan fardreng og auðnumann mikinn. En er þeir
héldu á varninginum gekk kona fyrir útibúrsdyrin.Einar spurði Orm hver sú hin fagra kona væri er þar gekk
fyrir dyrnar "eg hefi hana eigi hér fyrr séð."Ormur segir: "Það er Guðríður fóstra mín, dóttir Þorbjarnar
bónda frá Laugarbrekku."Einar mælti: "Hún mun vera góður kostur. Eða hafa nokkurir
menn til komið að biðja hennar?"Ormur svarar: "Beðið hefir hennar víst verið vinur og liggur
eigi laust fyrir. Finnur það á að hún mun bæði vera mannvönd
og faðir hennar.""Svo fyrir það," kvað Einar, "að hún er sú kona er eg ætla
mér að biðja og vildi eg að þessi mál kæmir þú fyrir mig við
föður hennar og legðir á alendu að flytja því að eg skal þér
fullkomna vináttu fyrir gjalda. Má Þorbjörn bóndi á líta að
okkur væru vel hentar tengdir því hann er sómamaður mikill og
á staðfestu góða en lausafé hans er mér sagt að mjög sé á
förum. En mig skortir hvorki land né lausafé og okkur feðga
og mundi Þorbirni verða að því hinn mesti styrkur ef þessi
ráð tækjust."Ormur svarar: "Víst þykist eg vin þinn vera en þó er eg ekki
fús að bera þessi mál upp því að Þorbjörn er skapstór og þó
metnaðarmaður mikill."Einar kveðst ekki vilja annað en upp væri borið bónorðið.
Ormur kvað hann ráða skyldu. Einar fór suður aftur uns hann
kemur heim.Nokkuru síðar hafði Þorbjörn haustboð sem hann átti vanda til
því að hann var stórmenni mikið. Kom þar Ormur frá Arnarstapa
og margir aðrir vinir Þorbjarnar.Ormur kemur að máli við Þorbjörn og segir að Einar var þar
skömmu, frá Þorgeirsfelli, og gerðist efnilegur maður. Hefur
Ormur nú upp bónorðið fyrir hönd Einars og sagði að það væri
vel hent fyrir sumra manna sakir að hluta "má þér bóndi að
því verða styrkur mikill fyrir fjárkosta sakir."Þorbjörn svarar: "Eigi varði mig slíkra orða af þér að eg
mundi þrælssyni gifta dóttur mína. Og það finnið þér nú að fé
mitt þverr er slík ráð gefið mér. Og eigi skal hún fara með
því ef þér þótti hún svo lítils gjaforðs verð."Síðan fór Ormur heim og hver boðsmanna til sinna heimkynna.
Guðríður var eftir með föður sínum og var heima þann vetur.
En að vori hafði Þorbjörn vinaboð og var veisla góð búin og
kom þar margt manna og var veislan hin besta.Og að veislunni kvaddi Þorbjörn sér hljóðs og mælti: "Hér
hefi eg búið langa ævi. Hefi eg reynt góðvilja manna við mig
og ástúð. Kalla eg vel vor skipti farið hafa. En nú tekur
fjárhagur minn að óhægjast fyrir lausafjár sakir en hefir
kallað verið hingað til heldur virðingarráð. Nú vil eg fyrr
búi mínu bregða en sæmd minni týna, fyrr af landi fara en ætt
mína svívirða. Ætla eg nú að vitja um mál Eiríks rauða vinar
míns er hann hafði þá er við skildum á Breiðafirði. Ætla eg
nú að fara til Grænlands í sumar ef svo fer sem eg vildi."Mönnum þótti mikil tíðindi um þessa ráðagerð því að Þorbjörn
hafði lengi vinsæll verið en þóttust vita að Þorbjörn mundi
þetta hafa svo framt upp kveðið að hann mundi ekki stoða að
letja. Gaf Þorbjörn mönnum gjafir og var veislu brugðið eftir
þetta og fóru menn heim til heimkynna sinna.Þorbjörn selur lendur sínar og kaupir skip er stóð uppi í
Hraunhafnarósi. Réðust til ferðar með honum þrír tigir manna.
Var þar Ormur frá Arnarstapa og kona hans og þeir vinir
Þorbjarnar er eigi vildu við hann skilja.Síðan létu þeir í haf. Þá er þeir höfðu út látið var veður
hagstætt en er þeir komu í haf tók af byri og fengu þeir
mikil veður og fórst þeim ógreitt um sumarið. Því næst kom
sótt í lið þeirra og andaðist Ormur og Halldís kona hans og
helmingur þeirra. Sjó tók að stæra og fengu þeir vos mikið og
vesöld á marga vega og tóku þó Herjólfsnes á Grænlandi við
veturnætur sjálfar.Sá maður bjó á Herjólfsnesi er Þorkell hét. Hann var
nytjumaður og hinn besti bóndi. Hann tók við Þorbirni og
öllum skipverjum hans um veturinn. Þorkell veitti þeim
skörulega. Líkaði Þorbirni vel og öllum skipverjum hans.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.