Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eir ch. 1

Eiríks saga rauða 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eir ch. 1)

Anonymous íslendingasögurEiríks saga rauða
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Óleifur hét herkonungur er kallaður var Óleifur hvíti. Hann
var son Ingjalds konungs Helgasonar, Ólafssonar,
Guðröðarsonar, Hálfdanarsonar hvítbeins Upplendingakonungs.



Óleifur herjaði í vesturvíking og vann Dyflinni á Írlandi og
Dyflinnarskíri og gerðist konungur yfir. Hann fékk Auðar
djúpúðgu dóttur Ketils Flatnefs Bjarnarsonar bunu, ágæts
manns úr Noregi. Þorsteinn rauður hét son þeirra.



Óleifur féll á Írlandi í orustu en Auður og Þorsteinn fóru þá
í Suðureyjar. Þar fékk Þorsteinn Þuríðar dóttur Eyvindar
austmanns, systur Helga hins magra. Þau áttu mörg börn.



Þorsteinn gerðist herkonungur. Hann réðst til lags með
Sigurði jarli hinum ríka syni Eysteins glumru. Þeir unnu
Katanes og Suðurland, Ross og Meræfi og meir en hálft
Skotland. Gerðist Þorsteinn þar konungur yfir áður Skotar
sviku hann og féll hann þar í orustu.



Auður var þá á Katanesi er hún spurði fall Þorsteins. Hún lét
þá gera knörr í skógi á laun en er hún var búin hélt hún út í
Orkneyjar. Þar gifti hún Gró dóttur Þorsteins rauðs. Hún var
móðir Grélaðar er Þorfinnur jarl hausakljúfur átti.



Eftir það fór Auður að leita Íslands. Hún hafði á skipi
tuttugu karla frjálsa. Auður kom til Íslands og var hinn
fyrsta vetur í Bjarnarhöfn með Birni bróður sínum. Síðan nam
Auður öll Dalalönd milli Dögurðarár og Skraumuhlaupsár og bjó
í Hvammi. Hún hafði bænahald í Krosshólum. Þar lét hún reisa
krossa því að hún var skírð og vel trúuð. Með henni komu út
margir göfgir menn þeir er herteknir höfðu verið í
vesturvíking og voru kallaðir ánauðgir.



Einn af þeim hét Vífill. Hann var ættstór maður og hafði
verið hertekinn fyrir vestan haf og var kallaður ánauðigur
áður Auður leysti hann. Og er Auður gaf bústað skipverjum
sínum þá spurði Vífill hví Auður gæfi honum öngvan bústað sem
öðrum mönnum. Auður kvað eigi mundu skipta, kvað hann þar
göfgan mundu þykja sem hann væri. Honum gaf Auður Vífilsdal
og bjó hann þar. Hann átti konu. Þeirra synir voru þeir
Þorgeir og Þorbjörn. Þeir voru efnilegir menn og óxu upp með
föður sínum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.