Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 8

Egils saga Skalla-Grímssonar 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 8)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Haraldur konungur hafði það sumar sent orð ríkismönnum þeim,
er voru á Hálogalandi, og stefndi til sín þeim, er áður höfðu
eigi verið á fund hans. Var Brynjólfur ráðinn til þeirrar
ferðar og með honum Bárður, sonur hans. Fóru þeir um haustið
suður til Þrándheims og hittu þar konung. Tók hann við þeim
allfeginsamlega. Gerðist þá Brynjólfur lendur maður konungs.
Fékk konungur honum veislur miklar, aðrar en áður hafði hann
haft; hann fékk honum og finnferð, konungssýslu á fjalli og
finnkaup. Síðan fór Brynjólfur á brott og heim til búa sinna,
en Bárður var eftir og gerðist konungs hirðmaður.Af öllum hirðmönnum virti konungur mest skáld sín; þeir
skipuðu annað öndvegi. Þeirra sat innst Auðunn illskælda;
hann var elstur þeirra, og hann hafði verið skáld Hálfdanar
svarta, föður Haralds konungs. Þar næst sat Þorbjörn
hornklofi, en þar næst sat Ölvir hnúfa, en honum hið næsta
var skipað Bárði; hann var þar kallaður Bárður hvíti eða
Bárður sterki. Hann virtist þar vel hverjum manni; með þeim
Ölvi hnúfu var félagsskapur mikill.Það sama haust komu til Haralds konungs þeir Þórólfur
Kveld-Úlfsson og Eyvindur lambi, sonur Berðlu-Kára. Fengu
þeir þar góðar viðtökur; þeir höfðu þangað snekkju,
tvítugsessu, vel skipaða, er þeir höfðu áður haft í víking;
þeim var skipað í gestaskála með sveit sína.Þá er þeir höfðu þar dvalist, til þess er þeim þótti tími til
að ganga á fund konungs, gekk þar með þeim Berðlu-Kári og
Ölvir hnúfa. Þeir kveðja konung.Þá segir Ölvir hnúfa, að þar er kominn sonur Kveld-Úlfs -
"sem eg sagði yður í sumar, að Kveld-Úlfur myndi senda til
yðvar; munu yður heit hans öll föst; megið þér nú sjá sannar
jartegnir, að hann vill vera vinur yðvar fullkominn, er hann
hefir sent son sinn hingað til þjónustu við yður, svo
skörulegan mann sem þér megið nú sjá. Er sú bæn Kveld-Úlfs og
allra vor, að þú takir við Þórólfi vegsamlega og gerir hann
mikinn mann með yður."Konungur svarar vel máli hans og kveðst svo gera skyldu - "ef
mér reynist Þórólfur jafnvel mannaður sem hann er sýnum
fulldrengilegur."Síðan gerðist Þórólfur handgenginn konungi og gekk þar í
hirðlög, en Berðlu-Kári og Eyvindur lambi, sonur hans, fóru
suður með skip það, er Þórólfur hafði norður haft. Fór þá
Kári heim til búa sinna og þeir Eyvindur báðir. Þórólfur var
með konungi, og vísaði konungur honum til sætis milli þeirra
Ölvis hnúfu og Bárðar, og gerðist með þeim öllum hinn mesti
félagsskapur.Það var mál manna um Þórólf og Bárð, að þeir væru jafnir að
fríðleik og á vöxt og afl og alla atgervi. Nú er Þórólfur þar
í allmiklum kærleikum af konungi og báðir þeir Bárður.En er veturinn leið af og sumar kom, þá bað Bárður sér orlofs
konung að fara að vitja ráðs þess, er honum hafði heitið
verið hið fyrra sumar. En er konungur vissi, að Bárður átti
skylt erindi, þá lofaði hann honum heimferð. En er hann fékk
orlof, þá bað hann Þórólf fara með sér norður þangað; sagði
hann, sem satt var, að hann myndi þar mega hitta marga
frændur sína göfga, þá er hann myndi eigi fyrr séð hafa eða
við kannast. Þórólfi þótti það fýsilegt, og fá þeir til þess
orlof af konungi, búast síðan, höfðu skip gott og föruneyti,
fóru þá leið sína, er þeir voru búnir. En er þeir koma í
Torgar, þá senda þeir Sigurði menn og láta segja honum, að
Bárður mun þá vitja ráða þeirra, er þeir höfðu bundið með sér
hið fyrra sumar. Sigurður segir, að hann vill það allt halda,
sem þeir höfðu mælt; gera þá ákveðið um brullaupsstefnu, og
skulu þeir Bárður sækja norður þangað á Sandnes.En er að þeirri stefnu kom, þá fara þeir Brynjólfur og Bárður
og höfðu með sér margt stórmenni, frændur sína og tengdamenn.
Var það sem Bárður hafði sagt, að Þórólfur hitti þar marga
frændur sína, þá er hann hafði ekki áður við kannast. Þeir
fóru, til þess er þeir komu á Sandnes, og var þar hin
prúðlegasta veisla. En er lokið var veislunni, fór Bárður
heim með konu sína og dvaldist heima um sumarið og þeir
Þórólfur báðir. En um haustið koma þeir suður til konungs og
voru með honum vetur annan.Á þeim vetri andaðist Brynjólfur. En er það spyr Bárður, að
honum hafði þar arfur tæmst, þá bað hann sér heimfararleyfis,
en konungur veitti honum það; og áður þeir skildust, gerðist
Bárður lendur maður, sem faðir hans hafði verið, og hafði af
konungi veislur allar, þvílíkar sem Brynjólfur hafði haft.
Bárður fór heim til búa sinna og gerðist brátt höfðingi
mikill; en Hildiríðarsynir fengu ekki af arfinum þá

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.