Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 36

Egils saga Skalla-Grímssonar 36 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 36)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
353637

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Haraldur konungur hafði löngum aðsetu sína á Hörðalandi eða
Rogalandi að stórbúum þeim, er hann átti að Útsteini eða
Ögvaldsnesi eða á Fitjum, á Álreksstöðum eða á Lygru, á
Sæheimi; en þann vetur, er nú var frá sagt, var konungur
norður í landi. En er þeir Björn og Þórólfur höfðu verið einn
vetur í Noregi og vor kom, þá bjuggu þeir skip og öfluðu
manna til, fóru um sumarið í víking í austurveg, en fóru heim
að hausti og höfðu aflað fjár mikils. En er þeir komu heim,
þá spurðu þeir, að Haraldur konungur var þá á Rogalandi og
myndi þar sitja um veturinn. Þá tók Haraldur konungur að
eldast mjög, en synir hans voru þá mjög á legg komnir margir.



Eiríkur, son Haralds konungs, er kallaður var blóðöx, var þá
á ungum aldri; hann var á fóstri með Þóri hersi Hróaldssyni;
konungur unni Eiríki mest sona sinna; Þórir var þá í hinum
mestu kærleikum við konung.



Björn og þeir Þórólfur fóru fyrst á Aurland, er þeir komu
heim, en síðan byrjuðu þeir ferð sína norður í Fjörðu að
sækja heim Þóri hersi. Þeir höfðu karfa þann, er reru á borð
tólf menn eða þrettán, og höfðu nær þrjá tigu manna; skip það
höfðu þeir fengið um sumarið í víking; það var steint mjög
fyrir ofan sjó og var hið fegursta. En er þeir komu til
Þóris, fengu þeir þar góðar viðtökur og dvöldust þar nokkura
hríð, en skipið flaut tjaldað fyrir bænum.



Það var einn dag, er þeir Þórólfur og Björn gengu ofan til
skipsins; þeir sáu, að Eiríkur konungsson var þar, gekk
stundum á skipið út, en stundum á land upp, stóð þá og horfði
á skipið.



Þá mælti Björn til Þórólfs: "Mjög undrast konungsson skipið,
og bjóð þú honum að þiggja að þér, því að eg veit, að okkur
verður það að liðsemd mikilli við konung, ef Eiríkur er
flutningsmaður okkar. Hefi eg heyrt það sagt, að konungur
hafði þungan hug á þér af sökum föður þíns."



Þórólfur sagði, að það myndi vera gott ráð. Gengu þeir síðan
ofan til skipsins, og mælti Þórólfur: "Vandlega hyggur þú að
skipinu, konungsson; hversu líst þér á?"



"Vel," segir hann; "hið fegursta er skipið," segir hann.



"Þá vil eg gefa þér," sagði Þórólfur, "skipið, ef þú vilt
þiggja."



"Þiggja vil eg," segir Eiríkur, "en þér munu lítil þykja
launin, þótt eg heiti þér vináttu minni, en það stendur þó
til vonar, ef eg held lífi."



Þórólfur segir, að þau laun þótti honum miklu meira verð en
skipið. Skildust þá síðan, en þaðan af var konungsson
allkátur við þá Þórólf.



Þeir Björn og Þórólfur koma á ræðu við Þóri, hvað hann ætlar,
hvort það sé með sannindum, að konungur hafi þungan hug á
Þórólfi. Þórir dylur þess ekki, að hann hefði það heyrt.



"Þá vildi eg það," sagði Björn, "að þú færir á fund konungs
og flyttir mál Þórólfs fyrir hon um, því að eitt skal ganga
yfir okkur Þórólf báða; gerði hann svo við mig, þá er eg var
á Íslandi."



Svo kom, að Þórir hét ferðinni til konungs og bað þá freista,
ef Eiríkur konungsson vildi fara með honum; en er þeir
Þórólfur og Björn komu á þessar ræður fyrir Eirík, þá hét
hann sinni umsýslu við föður sinn.



Síðan fóru þeir Þórólfur og Björn leið sína í Sogn, en Þórir
og Eiríkur konungsson skipuðu karfa þann hinn nýgefna og fóru
suður á fund konungs og hittu hann á Hörðalandi; tók hann
feginsamlega við þeim. Dvöldust þeir þar um hríð og leituðu
þess dagráðs að hitta konung, að hann var í góðu skapi; báru
þá upp þetta mál fyrir konung, sögðu, að sá maður var þar
kominn, er Þórólfur hét, son Skalla-Gríms; vildum vér þess
biðja, konungur, að þú minntist þess, er frændur hans hafa
vel til þín gert, en létir hann eigi gjalda þess, er faðir
hans gerði, þótt hann hefndi bróður síns."



Talaði Þórir um það mjúklega, en konungur svaraði heldur
stutt, sagði, að þeim hafði ótili mikill staðið af Kveld-
Úlfi og sonum hans, og lét þess von, að sjá Þórólfur myndi
enn vera skaplíkur frændum sínum; "eru þeir allir," sagði
hann, "ofsamenn miklir, svo að þeir hafa ekki hóf við og
hirða eigi, við hverja þeir eiga að skipta."



Síðan tók Eiríkur til máls, sagði, að Þórólfur hefði vingast
við hann og gefið honum ágætan grip, skip það, er þeir höfðu
þar. "Hefi eg heitið honum vináttu minni fullkominni; munu
fáir til verða að vingast við mig, ef þessum skal ekki tjóa.
Muntu eigi það vera láta, faðir, um þann mann, er til þess
hefir fyrstur orðið að gefa mér dýrgripi."



Svo kom, að konungur hét þeim því, áður létti, að Þórólfur
skyldi í friði vera fyrir honum; "en ekki vil eg," kvað hann,
"að hann komi á minn fund; en gera máttu, Eiríkur, hann svo
kæran þér sem þú vilt eða fleiri þá frændur, en vera mun
annaðhvort, að þeir munu þér verða mjúkari en mér hafa þeir
orðið, eða þú munt þessar bænar iðrast og svo þess, ef þú
lætur þá lengi með þér vera."



Síðan fór Eiríkur blóðöx og þeir Þórir heim í Fjörðu; sendu
síðan orð og létu segja Þórólfi, hvert þeirra erindi var
orðið til konungs.



Þeir Þórólfur og Björn voru þann vetur með Brynjólfi; en mörg
sumur lágu þeir í víking, en um vetrum voru þeir með
Brynjólfi, en stundum með Þóri.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.