Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 33

Egils saga Skalla-Grímssonar 33 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 33)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
323334

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Litlu fyrir vetur kom skip til Hjaltlands sunnan úr
Orkneyjum; sögðu þeir þau tíðindi, að langskip hafði komið um
haustið til eyjanna; voru það sendimenn Haralds konungs með
þeim erindum til Sigurðar jarls, að konungur vildi drepa láta
Björn Brynjólfsson, hvar sem hann yrði áhendur, og slíkar
orðsendingar gerði hann til Suðureyja, allt til Dyflinnar.
Björn spurði þessi tíðindi og það með, að hann var útlægur
ger í Noregi. En þegar er hann hafði komið til Hjaltlands,
gerði hann brúðlaup til Þóru; sátu þau um veturinn í
Móseyjarborg.



En þegar um vorið, er sjó tók að lægja, setti Björn fram skip
sitt og bjó sem ákaflegast; en er hann var búinn og byr gaf,
sigldi hann í haf; fengu þeir veður stór og voru litla stund
úti, komu sunnan að Íslandi. Gekk þá veður á land, og bar þá
vestur fyrir landið og þá í haf út, en er þeim gaf byr aftur,
þá sigldu þeir að landinu. Engi var sá maður þar innan borðs,
er verið hefði fyrr á Íslandi.



Þeir sigldu inn á fjörð einn furðulega mikinn, og bar þá að
hinni vestri ströndinni; sáu þar til lands inn ekki nema boða
eina og hafuleysur; beittu þá sem þverast austur fyrir
landið, allt til þess er fjörður varð fyrir þeim, og sigldu
þeir inn eftir firðinum, til þess er lokið var skerjum öllum
og brimi. Þá lögðu þeir að nesi einu; lá þar ey fyrir utan,
en sund djúpt í milli; festu þar skipið. Vík gekk upp fyrir
vestan nesið, en upp af víkinni stóð borg mikil.



Björn gekk á bát einn og menn með honum; Björn sagði
förunautum sínum, að þeir skyldu varast að segja það ekki frá
ferðum sínum, er þeim stæði vandræði af því. Þeir Björn reru
til bæjarins og hittu þar menn að máli; spurðu þeir þess
fyrst, hvar þeir voru að landi komnir. Menn sögðu, að það hét
að Borgarfirði, en bær sá, er þar var, hét að Borg, en
Skalla-Grímur bóndinn. Björn kannaðist brátt við hann og gekk
til móts við Skalla-Grím, og töluðust þeir við; spurði
Skalla-Grímur, hvað mönnum þeir væru. Björn nefndi sig og
föður sinn, en Skalla-Grími var allur kunnleiki á Brynjólfi
og bauð Birni allan forbeina sinn, þann er hann þurfti; Björn
tók því þakksamlega. Þá spurði Skalla-Grímur, hvað fleira
væri þeirra manna á skipi, er virðingamenn væru. Björn sagði,
að þar var Þóra Hróaldsdóttir, systir Þóris hersis.
Skalla-Grímur varð við það allglaður og sagði svo, að það var
skylt og heimilt um systur Þóris, fóstbróður síns, að hann
gerði slíkan forbeina, sem þurfti eða hann hefði föng til, og
bauð þeim Birni báðum til sín með alla skipverja sína. Björn
þekktist það. Var þá fluttur farmur af skipinu upp í tún að
Borg; settu þeir þar búðir sínar, en skipið var leitt upp í
læk þann, er þar verður; en þar er kallað Bjarnartöður, sem
þeir Björn höfðu búðir.



Björn og þeir skipverjar allir fóru til vistar með
Skalla-Grími; hann hafði aldri færri menn með sér en sex tigu
vígra manna.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.