Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 40

Egils saga Skalla-Grímssonar 40 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 40)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
394041

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Skalla-Grímur henti mikið gaman að aflraunum og leikum; um
það þótti honum gott að ræða. Knattleikar voru þá tíðir. Var
þar í sveit gott til sterkra manna í þann tíma, en þó hafði
engi afl við Skalla-Grím; hann gerðist þá heldur hniginn að
aldri.



Þórður hét sonur Grana að Granastöðum, og var hann hinn
mannvænlegasti maður og var á ungum aldri; hann var elskur að
Agli Skalla-Grímssyni. Egill var mjög að glímum; var hann
kappsamur mjög og reiðinn, en allir kunnu það að kenna sonum
sínum, að þeir vægðu fyrir Agli.



Knattleikur var lagður á Hvítárvöllum allfjölmennur á
öndverðan vetur; sóttu menn þar til víða um hérað. Heimamenn
Skalla-Gríms fóru þangað til leiks margir; Þórður Granason
var helst fyrir þeim. Egill bað Þórð að fara með honum til
leiks; þá var hann á sjöunda vetur; Þórður lét það eftir
honum og reiddi hann að baki sér.



En er þeir komu á leikmótið, þá var mönnum skipt þar til
leiks, þar var og komið margt smásveina, og gerðu þeir sér
annan leik; var þar og skipt til.



Egill hlaut að leika við svein þann, er Grímur hét, sonur
Heggs af Heggsstöðum; Grímur var ellefu vetra eða tíu og
sterkur að jöfnum aldri. En er þeir lékust við, þá var Egill
ósterkari; Grímur gerði og þann mun allan, er hann mátti. Þá
reiddist Egill og hóf upp knatttréð og laust Grím, en Grímur
tók hann höndum og keyrði hann niður fall mikið og lék hann
heldur illa og kveðst mundu meiða hann, ef hann kynni sig
eigi. En er Egill komst á fætur, þá gekk hann úr leiknum, en
sveinarnir æptu að honum.



Egill fór til fundar við Þórð Granason og sagði honum, hvað í
hafði gerst.



Þórður mælti: "Eg skal fara með þér, og skulum við hefna
honum." Hann seldi honum í hendur skeggöxi eina, er Þórður
hafði haft í hendi; þau vopn voru þá tíð; ganga þeir þar til,
er sveinaleikurinn var. Grímur hafði þá hent knöttinn og rak
undan, en aðrir sveinarnir sóttu eftir. Þá hljóp Egill að
Grími og rak öxina í höfuð honum, svo að þegar stóð í heila.
Þeir Egill og Þórður gengu í brott síðan og til manna sinna;
hljópu þeir Mýramenn þá til vopna og svo hvorirtveggju.
Óleifur hjalti hljóp til þeirra Borgarmanna með þá menn, er
honum fylgdu; voru þeir þá miklu fjölmennri og skildust að
svo gerðu.



Þaðan af hófust deildir með þeim Óleifi og Hegg; þeir börðust
á Laxfit við Grímsá. Þar féllu sjö menn, en Heggur varð sár
til ólífis, og Kvígur féll, bróðir hans.



En er Egill kom heim, lét Skalla-Grímur sér fátt um finnast,
en Bera kvað Egil vera víkingsefni og kvað það mundu fyrir
liggja, þegar hann hefði aldur til, að honum væru fengin
herskip. Egill kvað vísu:




Þat mælti mín móðir,

at mér skyldi kaupa

fley ok fagrar árar

fara á brott með víkingum,

standa upp í stafni,

stýra dýrum knerri,

halda svá til hafnar,

höggva mann ok annan.



Þá er Egill var tólf vetra gamall, var hann svo mikill vexti,
að fáir voru menn svo stórir og að afli búnir, að Egill ynni
þá eigi flesta menn í leikum; þann vetur, er honum var hinn
tólfti, var hann mjög að leikum. Þórður Granason var þá á
tvítugs aldri; hann var sterkur að afli; það var oft, er á
leið veturinn, að þeim Agli og Þórði tveimur var skipt í móti
Skalla-Grími.



Það var eitt sinn um veturinn, er á leið, að knattleikur var
að Borg suður í Sandvík; þá voru þeir Þórður í móti
Skalla-Grími í leiknum, og mæddist hann fyrir þeim, og gekk
þeim léttara. En um kveldið eftir sólarfall, þá tók þeim Agli
verr að ganga; gerðist Grímur þá svo sterkur, að hann greip
Þórð upp og keyrði niður svo hart, að hann lamdist allur, og
fékk hann þegar bana; síðan greip hann til Egils.



Þorgerður brák hét ambátt Skalla-Gríms; hún hafði fóstrað
Egil í barnæsku; hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlar og
fjölkunnug mjög.



Brák mælti: "Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum."



Skalla-Grímur lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Hún
brást við og rann undan, en Skalla-Grímur eftir; fóru þau svo
í utanvert Digranes; þá hljóp hún út af bjarginu á sund.
Skalla-Grímur kastaði eftir henni steini miklum og setti
milli herða henni, og kom hvortki upp síðan. Þar er nú kallað
Brákarsund.



En eftir um kveldið, er þeir komu heim til Borgar, var Egill
allreiður. En er Skalla-Grímur hafði setst undir borð og
alþýða manna, þá var Egill eigi kominn í sæti sitt; þá gekk
hann inn í eldahús og að þeim manni, er þar hafði þá
verkstjórn og fjárforráð með Skalla-Grími og honum var
kærstur; Egill hjó hann banahögg og gekk síðan til sætis
síns. En Skalla-Grímur ræddi þá ekki um, og var það mál þaðan
af kyrrt, en þeir feðgar ræddust þá ekki við, hvorki gott né
illt, og fór svo fram þann vetur.



En hið næsta sumar eftir kom Þórólfur út, sem fyrr var sagt;
en er hann hafði verið einn vetur á Íslandi, þá bjó hann
eftir um vorið skip sitt í Brákarsundi.



En er hann var albúinn, þá var það einn dag, að Egill gekk
til fundar við föður sinn og bað hann fá sér fararefni; "vil
eg," sagði hann, "fara utan með Þórólfi."



Grímur spurði, ef hann hefði nokkuð það mál rætt fyrir
Þórólfi; Egill segir, að það var ekki; Grímur bað hann það
fyrst gera.



En er Egill vakti það mál við Þórólf, þá kvað hann þess enga
von, "að eg muni þig flytja með mér á brott; ef faðir þinn
þykist eigi mega um þig tæla hér í hýbýlum sínum, þá ber eg
eigi traust til þess að hafa þig utanlendis með mér, því að
þér mun það ekki hlýða að hafa þar slíkt skaplyndi sem hér."



"Vera má," sagði Egill, "að þá fari hvorgi okkar."



Um nóttina eftir gerði á æðiveður, útsynning; en um nóttina,
er myrkt var og flóð var sjóvar, þá kom Egill þar og gekk
fyrir utan tjöldin; hjó hann í sundur festar þær,er á útborða
voru. Gekk hann þegar sem skjótast upp um bryggjuna, skaut út
þegar bryggjunni og hjó þær festar, er á land upp voru. Rak
þá út skipið á fjörðinn. En er þeir Þórólfur urðu varir við,
er skipið rak, hljópu þeir í bátinn, en veðrið var miklu
hvassara en þeir fengju nokkuð að gert. Rak skipið yfir til
Andakíls og þar á eyrar upp, en Egill fór heim til Borgar.



En er menn urðu varir við bragð það, er Egill hafði gert, þá
löstuðu það flestir; hann sagði, að hann skyldi skammt til
láta að gera Þórólfi meira skaða og spellvirki, ef hann vildi
eigi flytja hann í brott. En þá áttu menn hlut að í milli
þeirra, og kom svo að lyktum, að Þórólfur tók við Agli, og
fór hann utan með honum um sumarið.



Þegar Þórólfur kom til skips, þá er hann hafði tekið við öxi
þeirri, er Skalla-Grímur hafði fengið í hendur honum, þá
kastaði hann öxinni fyrir borð á djúpi, svo að hún kom ekki
upp síðan.



Þórólfur fór ferðar sinnar um sumarið og greiddist vel um
hafið, og komu utan að Hörðalandi; stefnir Þórólfur þegar
norður til Sogns. En þar höfðu þau tíðindi orðið um veturinn,
að Brynjólfur hafði andast af sótt, en synir hans höfðu skipt
arfi. Hafði Þórður Aurland, bæ þann, er faðir þeirra hafði
búið á; hafði hann gerst konungi handgenginn og gerst lendur
maður.



Dóttir Þórðar hét Rannveig, móðir þeirra Þórðar og Helga;
Þórður var faðir Rannveigar, móður Ingiríðar, er átti Ólafur
konungur; Helgi var faðir Brynjólfs, föður þeirra Serks úr
Sogni og Sveins.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.