Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 49

Egils saga Skalla-Grímssonar 49 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 49)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
484950

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eyvindur skreyja og Álfur askmaður hétu bræður Gunnhildar,
synir Össurar tóta; þeir voru menn miklir og allsterkir og
kappsmenn miklir; þeir höfðu þá mest yfirlát af Eiríki
konungi og Gunnhildi; ekki voru þeir menn þokkasælir af
alþýðu, voru þá á ungum aldri og þó fullkomnir að þroska.Það var um vorið, að blót skyldi vera að sumri á Gaulum; það
var ágæst höfuðhof; sótti þangað fjölmenni mikið úr Fjörðum
og af Fjölum og úr Sogni og flest allt stórmenni; Eiríkur
konungur fór þangað.Þá mælti Gunnhildur við bræður sína: "Það vil eg, að þið
hagið svo til í fjölmenni þessu, að þið fáið drepið
annanhvorn þeirra sona Skalla-Gríms og best, að báðir væru."Þeir sögðu, að svo skyldi vera.Þórir hersir bjóst til ferðar þeirrar; hann kallaði Arinbjörn
til máls við sig. "Nú mun eg," sagði hann, "fara til
blótsins, en eg vil ekki, að Egill fari þangað; eg kann ræðum
Gunnhildar, en kappsemd Egils, en ríki konungs, að þess mun
eigi hægt að gæta alls saman; en Egill mun ekki letjast láta,
nema þú sért eftir. En Þórólfur skal fara með mér," sagði
hann, "og aðrir þeir förunautar; skal Þórólfur blóta og leita
heilla þeim bræðrum."Síðan sagði Arinbjörn Agli, að hann mun heima vera -- "og við
báðir," sagði hann; Egill kvað svo vera skyldu.En þeir Þórir fóru til blótsins, og var þar allmikið
fjölmenni og drykkjur miklar; Þórólfur fór með Þóri, hvar sem
hann fór, og skildust aldregi dag né nótt.Eyvindur sagði Gunnhildi, að hann fékk ekki færi við Þórólf.
Hún bað hann þá drepa einhvern manna hans -- "heldur en allt
beri undan."Það var eitt kveld, þá er konungur var til svefns genginn og
svo þeir Þórir og Þórólfur, en þeir sátu eftir Þorfinnur og
Þorvaldur, þá komu þeir bræður, Eyvindur og Álfur, og settust
hjá þeim og voru allkátir; drukku fyrst sveitardrykkju. Þá
kom þar, að horn skyldi drekka til hálfs; drukku þeir saman
Eyvindur og Þorvaldur, en Álfur og Þorfinnur. En er á leið
kveldið, þá var drukkið við sleitur og því næst
orðahnippingar og þá stóryrði. Þá hljóp Eyvindur upp og brá
saxi einu og lagði á Þorvaldi, svo að það var ærið banasár;
síðan hljópu upp hvorirtveggju, konungsmenn og húskarlar
Þóris, en menn voru allir vopnlausir inni, því að þar var
hofshelgi, og gengu menn í milli og skildu þá, er óðastir
voru; varð þá ekki fleira til tíðinda það kveld.Eyvindur hafði vegið í véum, og var hann vargur orðinn, og
varð hann þegar brott að fara. Konungur bauð bætur fyrir
manninn, en Þórólfur og Þorfinnur sögðu, að þeir höfðu
aldregi tekið mannbætur og þeir vildu ekki þær taka; skildust
að svo búnu; fóru þeir Þórir heim.Eiríkur konungur og þau Gunnhildur sendu Eyvind suður til
Danmerkur til Haralds konungs Gormssonar, því að hann mátti
þá eigi vera í norrænum lögum; konungurinn tók vel við honum
og föruneyti hans. Eyvindur hafði til Danmarkar langskip
allmikið, síðan setti konungur Eyvind þar til landvarnar
fyrir víkingum; Eytvindur var hermaður hinn mesti.En er vor kom eftir vetur þann, þá búast þeir Þórólfur og
Egill enn að fara í víking; en er þeir voru búnir, þá halda
þeir enn í Austurveg. En er þeir koma í Víkina, þá sigla þeir
suður fyrir Jótland og herja þar, og þá fara þeir til
Fríslands og dveljast mjög lengi um sumarið, en þá halda þeir
enn aftur til Danmerkur.En er þeir koma til landamæris, þar er mætist Danmörk og
Frísland, og lágu þá við land, þá var það eitt kveld, er menn
bjuggust til svefns á skipum, að menn tveir komu á skip Egils
og sögðu, að þeir áttu við hann erindi; var þeim fylgt til
hans. Þeir segja, að Áki hinn auðgi hafði sent þá þangað með
þeim erindum, að -- "Eyvindur skreyja liggur úti fyrir
Jótlandssíðu og ætlar að sæta yður, þá er þér farið sunnan,
og hefir hann lið mikið saman dregið, svo að þér hafið engi
áhöld við, ef þér hittið lið hans allt; en hann sjálfur fer
með léttiskipum tveimur og er nú hér skammt frá yður."En er tíðindi þessi komu fyrir Egil, þá láta þeir þegar af
sér tjöldin; bað þá fara hljóðlega; þeir gerðu svo. Þeir komu
í dögun að þeim Eyvindi, þar er þeir lágu um akkeri, lögðu
þegar að þeim, létu ganga bæði grjót og vopn; féll þar lið
margt af Eyvindi, en hann sjálfur hljóp fyrir borð og komst
með sundi til lands og svo allt það lið, er undan komst.En þeir Egill tóku skipin og föt þeirra og vopn; fóru þá
aftur um daginn til liðs síns, hittu þá Þórólf; spyr hann,
hvert Egill hafði farið eða hvar hann hafði fengið skip þau,
er þeir fara með. Egill segir, að Eyvindur skreyja hafði haft
skipin og þeir höfðu af honum tekið; þá kvað Egill:
Gerðum helsti harða

hríð fyr Jótlands síðu,

barðisk vel, sás varði,

víkingr, Dana ríki,

áðr á sund fyr sandi

snarfengr með lið drengja

austr af unnar hesti

Eyvindr of hljóp skreyja.Þórólfur segir: "Þetta ætla eg yður svo hafa gert, að oss mun
ekki haustlangt ráð að fara til Noregs."Egill sagði, að það var vel, þótt þeir leituðu þá í annan
stað.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.