Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 56

Egils saga Skalla-Grímssonar 56 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 56)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
555657

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Berg-Önundur sonur Þorgeirs þyrnifótar, hafði þá fengið
Gunnhildar, dóttur Bjarnar hölds; var hún komin til bús með
honum á Aski; en Ásgerður, er átt hafði Þórólfur
Skalla-Grímsson, var þá með Arinbirni frænda sínum; þau
Þórólfur áttu dóttur eina unga, er Þórdís hét, og var mærin
þar með móður sinni. Egill sagði Ásgerði lát Þórólfs og bauð
henni sína umsjá; Ásgerður varð mjög ókát við þá sögu, en
svaraði vel ræðum Egils og tók lítið af öllu.Og er á leið haustið, tók Egill ógleði mikla, sat oft og drap
höfðinu niður í feld sinn.Eitt hvert sinn gekk Arinbjörn til hans og spurði, hvað
ógleði hans ylli -- "nú þó að þú hafir fengið skaða mikinn um
bróður þinn, þá er það karlmannlegt að bera það vel; skal
maður eftir mann lifa, eða hvað kveður þú nú? Láttu mig nú
heyra."Egill sagði, að hann hefði þetta fyrir skemmstu kveðið:
Ókynni vensk, ennis

ungr þorðak vel forðum,

haukaklifs, at hefja,

Hlín, þvergnípur mínar;

verðk í feld, þás foldar

faldr kömr í hug skaldi

berg-Óneris, brúna

brátt miðstalli hváta.Arinbjörn spurði, hver kona sú væri, er hann orti mansöng um,
-- "hefir þú fólgið nafn hennar í vísu þessi."Þá kvað Egill:
Sef-Skuldar felk sjaldan,

sorg Hlés vita borgar,

í niðjerfi Narfa

nafn aurmýils, drafnar,

þvít geir-Rótu götva

gnýþings bragar fingrum

rógs at ræsis veigum

reifendr sumir þreifa."Hér mun vera," segir Egill, "sem oft er mælt, að segjanda er
allt sínum vin; eg mun segja þér það, er þú spyrð, um hverja
konu eg yrki; þar er Ásgerður, frændkona þín, og þar til
vildi eg hafa fullting þitt, að eg næði því ráði."Arinbjörn segir, að honum þyki það vel fundið -- "skal eg
víst leggja þar orð til, að þau ráð takist."Síðan bar Egill það mál fyrir Ásgerði, en hún skaut til ráða
föður síns og Arinbjarnar, frænda síns; síðan ræðir Arinbjörn
við Ásgerði, og hafði hún hin sömu svör fyrir sér; Arinbjörn
fýsti þessa ráðs. Síðan fara þeir Arinbjörn og Egill á fund
Bjarnar; og hefur Egill þá bónorð og bað Ásgerðar, dóttur
Bjarnar; Björn tók því máli vel og sagði, að Arinbjörn myndi
því mjög ráða; Arinbjörn fýsti mjög, og lauk því máli svo, að
Egill festi Ásgerði, og skyldi brullaup vera að Arinbjarnar.
En er að þeirri stefnu kemur, þá var þar veisla allvegleg, er
Egill kvongaðist. Var hann þá allkátur, það er eftir var
vetrarins.Egill bjó um vorið kaupskip til Íslandsferðar; réð Arinbjörn
honum það að staðfestast ekki í Noregi, meðan ríki Gunnhildar
væri svo mikið -- "því að hún er allþung til þín," segir
Arinbjörn, "og hefir þetta mikið um spillt, er þér Eyvindur
fundust við Jótland."Og er Egill var búinn og byr gaf, þá siglir hann í haf, og
greiddist hans ferð vel; kemur hann um haustið til Íslands og
hélt til Borgarfjarðar; hann hafði þá verið utan tólf vetur.
Gerðist þá Skalla-Grímur maður gamall; varð hann þá feginn,
er Egill kom heim; fór Egill til Borgar að vistum og með
honum Þorfinnur strangi og þeir mjög margir saman; voru þeir
með Skalla-Grími um veturinn. Egill hafði þar ógrynni fjár,
en ekki er þess getið, að Egill skipti silfri því, er
Aðalsteinn konungur hafði fengið honum í hendur, hvorki við
Skalla-Grím né aðra menn.Þann vetur fékk Þorfinnur Sæunnar, dóttur Skalla-Gríms, og
eftir um vorið fékk Skalla-Grímur þeim bústað að Langárfossi
og land inn frá Leirulæk milli Langár og Álftár allt til
fjalls. Dóttir Þorfinns og Sæunnar var Þórdís, er átti
Arngeir í Hólmi, sonur Bersa goðlauss; þeirra sonur var Björn
Hítdælakappi.Egill dvaldist þá með Skalla-Grími nokkura vetur; tók hann
til fjárforráða og búsumsýslu engu miður Skalla-Grími. Egill
gerðist enn snoðinn.Þá tók héraðið að byggjast víða; Hrómundur, bróðir Gríms hins
háleyska, byggði þá í Þverárhlíð og skipverjar hans;
Hrómundur var faðir Gunnlaugs, föður Þuríðar dyllu, móður
Illuga svarta.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.