Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 61

Egils saga Skalla-Grímssonar 61 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 61)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
606162

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):




Eiríkur konungur gekk til borða að vanda sínum, og var þá

fjölmenni mikið með honum; og er Arinbjörn varð þess var, þá

gekk hann með alla sveit sína alvopnaða í konungsgarð, þá er

konungur sat yfir borðum. Arinbjörn krafði sér inngöngu í

höllina; honum var það og heimilt gert. Ganga þeir Egill inn

með helming sveitarinnar; annar helmingur stóð úti fyrir

dyrum.




Arinbjörn kvaddi konung, en konungur fagnaði honum vel;

Arinbjörn mælti: "Nú er hér kominn Egill; hefir hann ekki

leitað til brotthlaups í nótt. Nú viljum vér vita, herra,

hver hans hluti skal verða; vænti eg góðs af yður; hefi eg

það gert, sem vert var, að eg hefi engan hlut til þess sparað

að gera og mæla svo, að yðvar vegur væri þá meiri en áður.

Hefi eg og látið allar mínar eigur og frændur og vini, er eg

átti í Noregi, og fylgt yður, en allir lendir menn yðrir

skildust við yður, og er það maklegt, því að þú hefir marga

hluti til mín stórvel gert."




Þá mælti Gunnhildur: "Hættu, Arinbjörn, og tala ekki svo

langt um þetta; margt hefir þú vel gert við Eirík konung, og

hefir hann það fullu launað; er þér miklu meiri vandi á við

Eirík konung en Egil; er þér þess ekki biðjanda, að Egill

fari refsingalaust héðan af fundi Eiríks konungs, slíkt sem

hann hefir til saka gert."




Þá segir Arinbjörn: "Ef þú, konungur, og þið Gunnhildur hafið

það einráðið, að Egill skal hér enga sætt fá, þá er það

drengskapur að gefa honum frest og fararleyfi um viku sakar,

að hann forði sér; þó hefir hann að sjálfvilja sínum farið

hingað á fund yðvarn og væntir sér af því friðar; fara þá enn

skipti yður sem verða má þaðan frá."




Gunnhildur mælti: "Sjá kann eg á þessu, Arinbjörn, að þú ert

hollari Agli en Eiríki konungi; ef Egill skal ríða héðan viku

í brott í friði, þá mun hann kominn til Aðalsteins konungs á

þessi stundu. En Eiríkur konungur þarf nú ekki að dyljast í

því, að honum verða nú allir konungar ofureflismenn, en fyrir

skömmu mundi það þykja ekki líklegt, að Eiríkur konungur

myndi eigi hafa til þess vilja og aðferð að hefna harma sinna

á hverjum manni slíkum, sem Egill er."




Arinbjörn segir: "Engi maður mun Eirík kalla að meira mann,

þó að hann drepi einn bóndason útlendan, þann er gengið hefir

á vald hans. En ef hann vill miklast af þessu, þá skal eg það

veita honum, að þessi tíðindi skulu heldur þykja

frásagnarverð, því að við Egill munum nú veitast að, svo að

jafnsnemma skal okkur mæta báðum. Muntu, konungur, þá dýrt

kaupa líf Egils, um það er vér erum allir að velli lagðir, eg

og sveitungar mínir; myndi mig annars vara af yður, en þú

myndir mig vilja leggja heldur að jörðu en láta mig þiggja

líf eins manns, er eg bið."




Þá segir konungur: "Allmikið kapp leggur þú á þetta,

Arinbjörn, að veita Agli lið; trauður mun eg til vera að gera

þér skaða, ef því er að skipta, ef þú vilt heldur leggja fram

líf þitt en hann sé drepinn; en ærnar eru sakar til við Egil,

hvað sem eg læt gera við hann."




Og er konungur hafði þetta mælt, þá gekk Egill fyrir hann og

hóf upp kvæðið og kvað hátt og fékk þegar hljóð:





Vestr fórk of ver,


en ek Viðris ber


munstrandar mar,


svá-s mitt of far;


drók eik á flot


við ísa brot,


hlóðk mærðar hlut


míns knarrar skut.





Buðumk hilmir löð,


þar ák hróðrar kvöð,


berk Óðins mjöð


á Engla bjöð;


lofat vísa vann,


víst mærik þann;


hljóðs biðjum hann,


því at hróðr of fann.





Hygg, vísi, at


vel sómir þat,


hvé ek þylja fet,


ef ek þögn of get;


flestr maðr of frá,


hvat fylkir vá,


en Viðrir sá,


hvar valr of lá.





Óx hjörva glöm


við hlífar þröm,


guðr óx of gram,


gramr sótti fram;


þar heyrðisk þá,


þaut mækis á,


malmhríðar spá;


sú vas mest of lá.





Vasat villr staðar


vefr darraðar


of grams glaðar


geirvangs raðar;


þars í blóði


enn brimlá-móði


völlr of þrumði,


und véum glumði.





Hné folk á fit


við fleina hnit;


orðstír of gat


Eiríkr at þat.





Fremr munk segja,


ef firar þegja,


frágum fleira


til frama þeira,


óxu undir


við jöfurs fundi,


brustu brandar


við bláar randar.





Hlam heinsöðul


við hjaldrröðul,


beit bengrefill,


þat vas blóðrefill;


frák, at felli


fyr fetilsvelli


Óðins eiki


í éarnleiki.





Þar vas eggja at


ok odda gnat;


orðstír of gat


Eiríkr at þat.





Rauð hilmir hjör,


þar vas hrafna gjör,


fleinn hitti fjör,


flugu dreyrug spjör;


ól flagðs gota


fárbjóðr Skota,


trað nipt Nara


náttverð ara.





Flugu hjaldrs tranar


á hræs lanar,


órut blóðs vanar


benmás granar,


sleit und freki,


en oddbreki


gnúði hrafni


á höfuðstafni.





Kom gríðar læ


at Gjalpar skæ;


bauð ulfum hræ


Eiríkr of sæ.





Lætr snót saka


sverð-Frey vaka,


en skers Haka


skíðgarð braka;


brustu broddar,


en bitu oddar,


báru hörvar


af bogum örvar.





Beit fleinn floginn,


þá vas friðr loginn,


vas almr dreginn,


varð ulfr feginn;


stósk folkhagi


við fjörlagi,


gall ýbogi


at eggtogi.





Jöfurr sveigði ý,


flugu unda bý;


bauð ulfum hræ


Eiríkr of sæ.





Enn munk vilja


fyr verum skilja


skapleik skata,


skal mærð hvata;


verpr ábröndum,


en jöfurr löndum


heldr hornklofi;


hann's næstr lofi.





Brýtr bógvita


bjóðr hrammþvita,


muna hodd-dofa


hringbrjótr lofa;


mjök's hánum föl


haukstrandar möl;


glaðar flotna fjöl


við Fróða mjöl.





Verpr broddfleti


af baugseti


hjörleiks hvati,


hann es baugskati;


þróask hér sem hvar,


hugat mælik þar,


frétt's austr of mar,


Eiríks of far.





Jöfurr hyggi at,


hvé ek yrkja fat,


gótt þykkjumk þat,


es ek þögn of gat;


hrærðak munni


af munar grunni


Óðins ægi


of jöru fægi.





Bark þengils lof


á þagnar rof;


kannk mála mjöt


of manna sjöt;


ór hlátra ham


hróðr bark fyr gram;


svá fór þat fram,


at flestr of nam.


sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.