Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 62

Egils saga Skalla-Grímssonar 62 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 62)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
616263

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eiríkur konungur sat uppréttur, meðan Egill kvað kvæðið, og
hvessti augun á hann; og er lokið var drápunni, þá mælti
konungur:



"Besta er kvæðið fram flutt, en nú hefi eg hugsað, Arinbjörn,
um mál vort Egils, hvar koma skal. Þú hefir flutt mál Egils
með ákafa miklum, er þú býður að etja vandræðum við mig; nú
skal það gera fyrir þínar sakar, sem þú hefir beðið, að Egill
skal fara frá mínum fundi heill og ósakaður. En þú, Egill,
hátta svo ferðum þínum, að síðan, er þú kemur frá mínum fundi
af þessi stofu, þá kom þú aldregi í augsýn mér og sonum mínum
og verð aldri fyrir mér né mínu liði. En eg gef þér nú höfuð
þitt að sinni; fyrir þá sök, er þú gekkst á mitt vald, þá vil
eg eigi gera níðingsverk á þér, en vita skaltu það til sanns,
að þetta er engi sætt við mig né sonu mína og enga frændur
vora, þá sem réttar vilja reka."



Þá kvað Egill:




Erumka leitt,

þótt ljótr séi,

hjalma klett

af hilmi þiggja;

hvar's sás gat

af göfuglyndum

æðri gjöf

allvalds syni.



Arinbjörn þakkaði konungi með fögrum orðum þá sæmd og
vináttu, er konungur hefir veitt honum. Þá ganga þeir
Arinbjörn og Egill heim í garð Arinbjarnar; síðan lét
Arinbjörn búa reiðskjóta liði sínu. Reið hann brott með Agli
og hundrað manna alvopnaðra með honum; Arinbjörn reið með lið
það, til þess er þeir komu til Aðalsteins konungs, og fengu
þar góðar viðtökur; bauð konungur Agli með sér að vera og
spurði, hvernig farið hafði með þeim Eiríki konungi.



Þá kvað Egill:




Svartbrúnum lét sjónum

sannsparr Hugins varra,

hugr tjóðum mjök mága,

mögnuðr Egil fagna;

arfstóli knák Ála

áttgöfguðum hattar

fyr regnaðar regni

ráða nú sem áðan.



En að skilnaði þeirra Arinbjarnar og Egils, þá gaf Egill
Arinbirni gullhringa þá tvo, er Aðalsteinn konungur gaf
honum, og stóð mörk hvor, en Arinbjörn gaf Agli sverð það, er
Dragvandill hét. Það hafði gefið Arinbirni Þórólfur
Skalla-Grímsson, en áður hafði Skalla-Grímur þegið af
Þórólfi, bróður sínum, en Þórólfi gaf sverðið Grímur
loðinkinni, sonur Ketils hængs; það sverð hafði átt Ketill
hængur og haft í hólmgöngum, og var það allra sverða bitrast.
Skildust þeir með kærleik hinum mesta; fór Arinbjörn heim í
Jórvík til Eiríks konungs; en förunautar Egils og skipverjar
hans höfðu þar frið góðan og vörðu varningi sínum í trausti
Arinbjarnar; en er á leið veturinn, fluttust þeir suður til
Englands og fóru á fund Egils.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.