Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 65

Egils saga Skalla-Grímssonar 65 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 65)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
646566

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorsteinn og Egill bjuggu ferð sína, þegar þeir höfðu lokið
erindum sínum; fara þeir þá aftur á leið; og er þeir koma
suður um Dofrafjall, þá segir Egill, að hann vill fara ofan
til Raumsdals og síðan suður sundaleið. "Vil eg," segir hann,
"lúka erindum mínum í Sogni og á Hörðalandi, því að eg vil
búa skip mitt í sumar til Íslands út."Þorsteinn bað hann ráða ferð sinni; skiljast þeir Þorsteinn
og Egill; fór Þorsteinn suður um Dali og alla leið, til þess
er hann kom til búa sinna; bar hann þá fram jartegnir konungs
og orðsending fyrir ármennina, að þeir skyldu láta fé það
allt, er þeir hafa upp tekið og Þorsteinn kallaði til.Egill fór leiðar sinnar og þeir tólf saman; komu þeir fram í
Raumsdal, fengu sér þá flutningar; fóru síðan suður á Mæri.
Er ekki sagt frá ferð þeirra, fyrr en þeir komu í ey þá, er
Höð heitir, og fóru til gistingar á bæ þann, er heitir á
Blindheimi; það var göfugur bær. Þar bjó lendur maður, er
Friðgeir hét; hann var ungur að aldri, hafði nýtekið við
föðurarfi sínum; móðir hans hét Gyða. Hún var systir
Arinbjarnar hersis, skörungur mikill og göfug kona. Hún var
að ráðum með syni sínum, Friðgeiri; höfðu þau þar rausnarbú
mikið. Þar fengu þeir allgóðar viðtökur; sat Egill um kveldið
hið næsta Friðgeiri og förunautar hans þar utar frá; var þar
drykkja mikil og dýrleg veisla.Gyða húsfreyja gekk um kveldið til tals við Egil; hún spurði
að Arinbirni, bróður sínum, og enn að fleirum frændum sínum
og vinum, þeim er til Englands höfðu farið með Arinbirni.
Egill sagði henni það, sem hún spurði; hún spurði, hvað til
tíðinda hefði gerst í ferðum Egils; hann segir henni af hið
ljósasta. Þá kvað hann:
Urðumk leið en ljóta

landbeiðaðar reiði;

sígrat gaukr, ef glamma

gamm veit of sik þramma;

þar nautk enn sem optar

arnstalls sjötulbjarnar;

hnígrat allr, sás holla

hjalpendr of för gjalpar.Egill var allkátur um kveldið, en Friðgeir og heimamenn voru
heldur hljóðir. Egill sá þar mey fagra og vel búna; honum var
sagt, að hún var systir Friðgeirs; mærin var ókát og grét
einart um kveldið; það þótti þeim undarlegt.Þar voru þeir um kveldið. En um morguninn var veður hvasst og
eigi sæfært; þar þurftu þeir far úr eyjunni. Þá gekk Friðgeir
og bæði þau Gyða til fundar við Egil; buðu þau honum þar að
sitja með förunauta sína, til þess er gott væri færiveður, og
hafa þaðan fararbeina, þann sem þeir þyrftu. Egill þekktist
það; sátu þeir þar veðurfastir þrjár nætur, og var þar hinn
mesti mannfagnaður. Eftir það gerði veður lygnt; stóðu þeir
Egill þá upp snemma um morguninn og bjuggust, gengu þá til
matar, og var þeim gefið öl að drekka, og sátu þeir um hríð;
síðan tóku þeir klæði sín. Egill stóð upp og þakkaði bónda og
húsfreyju beina sinn, og gengu síðan út. Bóndi og móðir hans
gengu á götu með þeim; þá gekk Gyða til máls við Friðgeir,
son sinn, og talaði við hann lágt. Egill stóð meðan og beið
þeirra.Egill mælti við meyna: "Hvað grætur þú, mær? eg sé þig aldrei
káta."Hún mátti engu svara og grét að meir. Friðgeir svarar móður
sinni hátt: "Ekki vil eg nú biðja þess; þeir eru nú búnir
ferðar sinnar."Þá gekk Gyða að Agli og mælti: "Eg mun segja þér, Egill,
tíðindi þau, sem hér eru með oss. Maður heitir Ljótur hinn
bleiki; hann er berserkur og hólmgöngumaður; hann er
óþokkasæll. Hann kom hér og bað dóttur minnar, en vér
svöruðum skjótt og synjuðum honum ráðsins; síðan skoraði hann
til hólmgöngu á Friðgeir, son minn, og skal á morgun koma til
hólmsins í ey þá, er Vörl heitir. Nú vildi, eg, Egill, að þú
færir til hólmsins með Friðgeiri; myndi það sannast, ef
Arinbjörn væri hér í landi, að vér myndum eigi þola ofríki
slíkum manni sem Ljótur er.""Skylt er það, húsfreyja, fyrir sakar Arinbjarnar, frænda
þíns, að eg fari með syni þínum, ef honum þykir sér það
nokkurt fullting.""Þá gerir þú vel," segir Gyða, "skulum vér þá ganga inn í
stofu og vera öll saman daglangt."Ganga þeir Egill þá inn í stofu og drukku; sátu þeir þar um
daginn, en um kveldið komu vinir Friðgeirs, þeir er til
ferðar voru ráðnir með honum, og var fjölmennt um nóttina;
var þar þá veisla mikil.En eftir um daginn bjóst Friðgeir til ferðar og margt manna
með honum; var þar Egill í för; þá var gott færiveður; fara
þeir síðan og koma í eyna Vörl. Þar var fagur völlur skammt
frá sjónum, er hólmstefnan skyldi vera; var þar markaður
hólmstaður, lagðir steinar utan um.Nú kom þar Ljótur með lið sitt; bjóst hann þá til hólmgöngu;
hann hafði skjöld og sverð; Ljótur var allmikill maður og
sterklegur. Og er hann gekk fram á völlinn að hólmstaðnum, þá
kom á hann berserksgangur, tók hann þá að grenja illilega og
beit í skjöld sinn. Friðgeir var maður ekki mikill,
grannlegur og fríður sjónum og ekki sterkur; hafði hann og
ekki staðið í bardögum. Og er Egill sá Ljót, þá kvað hann
vísu:
Esa Friðgeiri færi,

förum holms á vit, sörvar,

skulum banna mjök manni

mey, örlygi at heyja

við þanns bítr ok blótar

bönd élhvötuð Göndlar,

alfeigum skýtr ægir

augum, skjöld at baugi.Ljótur sá, hvar Egill stóð, og heyrði orð hans og mælti:"Gakk þú hingað, hinn mikli maður, á hólminn og berst við
mig, ef þú ert allfús til, og reynum með okkur; er það miklu
jafnlegra en eg berjist við Friðgeir, því að eg þykist eigi
að meiri maður, þó að eg leggi hann að jörðu."Þá kvað Egill:
Esat lítillar Ljóti,

leik ek við hal bleikan

við bifteini, bænar,

brynju, rétt at synja;

búumk til vígs, en vægðar

ván lætka ek hánum,

skapa verðum vit skaldi

skæru, drengr, á Mæri.Síðan bjóst Egill til hólmgöngu við Ljót. Egill hafði skjöld
þann, sem hann var vanur að hafa, en hann var gyrður sverði
því, er hann kallaði Naður, en hann hafði Dragvandil í hendi.
Hann gekk inn yfir mark það, er hólmstefnan skyldi vera, en
Ljótur var þá eigi búinn. Egill skók sverðið og kvað vísu:
Höggum hjaltvönd skyggðan,

hæfum rönd með brandi,

reynum randar mána,

rjóðum sverð í blóði;

stýfum Ljót af lífi.

leikum sárt við bleikan,

kyrrum kappa errinn,

komi örn á hræ, jörnum.Þá kom Ljótur fram á vígvöllinn, og síðan rennast þeir að, og
heggur Egill til Ljóts, en Ljótur brá við skildinum, en Egill
hjó hvert högg að öðru, svo að Ljótur fékk ekki höggvið í
móti. Hann hopaði undan til höggrúmsins, en Egill fór
jafnskjótt eftir og hjó sem ákafast; Ljótur fór út um
marksteinana og víða um völlinn. Gekk svo hin fyrsta hríð. Þá
beiddist Ljótur hvíldar; Egill lét það og vera; nema þeir þá
stað og hvíla sig. Þá kvað Egill:
Fyrir þykki mér fúra

fleins stökkvandi nökkvat,

hræðisk hodda beiðir

happlauss, fara kappi;

stendrat fast, sás frestar

fleindöggvar stafr, höggum;

vábeiða ferr víðan

völl fyr rotnum skalla.Það voru hólmgöngulög í þann tíma, að sá, er skorar á mann
annan til eins hvers hlutar, og fengi sá sigur, er á skoraði,
þá skyldi sá hafa sigurmál það, er hann hafði til skorað, en
ef hann fengi ósigur, þá skyldi hann leysa sig þvílíku fé,
sem ákveðið væri; en ef hann félli á hólminum, þá hafði hann
fyrirvegið allri sinni eigu, og skyldi sá taka arf hans, er
hann felldi á hólmi. Það voru og lög, ef útlendur maður
andaðist, sá er þar í landi átti engan erfingja, þá gekk sá
arfur í konungsgarð.Egill bað, að Ljótur skyldi búinn verða. "Vil eg, að vér
reynum nú hólmgöngu þessa."Síðan hljóp Egill að honum og hjó til hans; gekk hann þá svo
nær honum, að hann hrökk fyrir, og bar þá skjöldinn af honum.
Þá hjó Egill til Ljóts, og kom á fyrir ofan kné og tók af
fótinn; féll Ljótur þá og var þegar örendur.Þá gekk Egill þar til, er þeir Friðgeir voru; var þetta verk
honum allvel þakkað. Þá kvað Egill:
Fell sás flest et illa,

fót hjó skald af Ljóti,

ulfgrennir hefr unnit,

eir veittak Friðgeiri;

séka lóns til launa

logbrjótanda í móti,

jafn vas mér í gný geira

gamanleikr við hal bleikan.Ljótur var lítt harmaður af flestum mönnum, því að hann hafði
verið hinn mesti óeirumaður; hann var sænskur að ætt og átti
enga frændur þar í landi; hann hafði komið þangað og aflað
sér fjár á hólmgöngum. Hann hafði fellt marga góða bændur og
skorað áður á þá til hólmgöngu og til jarða þeirra og óðala,
var þá orðinn stórauðugur bæði að löndum og lausum aurum.Egill fór heim með Friðgeiri af hólmstefnunni; dvaldist hann
þar þá litla hríð, áður hann fór suður á Mæri. Skildust þeir
Egill og Friðgeir með miklum kærleik; bauð Egill Friðgeiri um
að heimta jarðir þær, er Ljótur hafði átt. Fór Egill sína
leið, kom fram í Fjörðum; þaðan fór hann inn í Sogn á fund
Þórðar á Aurlandi. Tók hann vel við honum; bar hann fram
erindi sín og orðsendingar Hákonar konungs; tók Þórður vel
ræðum Egils og hét honum liðveislu sinni um það mál; dvaldist
Egill þar lengi um vorið með Þórði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.