Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 68

Egils saga Skalla-Grímssonar 68 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 68)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
676869

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Egill spurði þau tíðindi austan um haf, að Eiríkur blóðöx

hefði fallið í vesturvíking, en Gunnhildur og synir þeirra

voru farin til Danmerkur suður, og brottu var af Englandi það

lið allt, er þeim Eiríki hefði þangað fylgt. Arinbjörn var þá

kominn til Noregs; hafði hann fengið veislur sínar og eignir

þær, er hann hafði átt, og var kominn í kærleika mikla við

konunga; þótti Agli þá enn fýsilegt gerast að fara til

Noregs. Það fylgdi og tíðindasögu, að Aðalsteinn konungur var

andaður; réð þá fyrir Englandi bróðir hans, Játmundur.
Egill bjó þá skip sitt og réð háseta til. Önundur sjóni réðst

þar til, sonur Ána frá Ánabrekku; Önundur var mikill og

þeirra manna sterkastur, er þá voru þar í sveit; eigi var um

það einmælt, að hann væri eigi hamrammur. Önundur hafði oft

verið í förum landa í milli; hann var nokkuru eldri en Egill;

með þeim hafði lengi verið vingott.
Og er Egill var búinn, lét hann í haf, og greiddist þeirra

ferð vel; komu að miðjum Noregi. Og er þeir sáu land, stefndu

þeir inn í Fjörðu; og er þeir fengu tíðindi af landi, var

þeim sagt, að Arinbjörn var heima að búum sínum; heldur Egill

þangað skipi sínu í höfn sem næst bæ Arinbjarnar.
Síðan fór Egill að finna Arinbjörn, og varð þar fagnafundur

mikill með þeim; bauð Arinbjörn Agli þangað til vistar og

föruneyti hans, því er hann vildi, að þangað færi. Egill

þekktist það og lét ráða skipi sínu til hlunns, en hásetar

vistuðust; Egill fór til Arinbjarnar og þeir tólf saman.

Egill hafði látið gera langskipssegl mjög vandað; segl það

gaf hann Arinbirni og enn fleiri gjafar, þær er sendilegar

voru. Var Egill þar um veturinn í góðu yfirlæti. Egill fór um

veturinn suður í Sogn að landskyldum sínum, dvaldist þar mjög

lengi; síðan fór hann norður í Fjörðu.
Arinbjörn hafði jólaboð mikið, bauð til sín vinum sínum og

héraðsbóndum; var þar fjölmenni mikið og veisla góð; hann gaf

Agli að jólagjöf slæður, gerðar af silki og gullsaumaðar

mjög, settar fyrir allt gullknöppum í gegnum niður; Arinbjörn

hafði látið gera klæði það við vöxt Egils. Arinbjörn gaf Agli

alklæðnað, nýskorinn, að jólum; voru þar skorin í ensk klæði

með mörgum litum. Arinbjörn gaf margs konar vingjafar um

jólin þeim mönnum, er hann höfðu heimsótt, því að Arinbjörn

var allra manna örvastur og mestur skörungur.
Þá orti Egill vísu:

Sjalfráði lét slæður


silki drengr of fengit


gollknappaðar greppi,


getk aldri vin betra;


Arinbjörn hefr árnat


eirarlaust eða meira,


síð man seggr of fæðask


slíkr, oddvita ríki.


sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.