Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 79

Egils saga Skalla-Grímssonar 79 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 79)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
787980

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ólafur hét maður, sonur Höskulds Dala-Kollssonar og sonur
Melkorku, dóttur Mýrkjartans Írakonungs. Ólafur bjó í
Hjarðarholti í Laxárdal vestur í Breiðafjarðardölum; Ólafur
var stórauðugur að fé; hann var þeirra manna fríðastur sýnum,
er þá voru á Íslandi; hann var skörungur mikill.Ólafur bað Þorgerðar, dóttur Egils; Þorgerður var væn kona og
kvenna mest, vitur og heldur skapstór, en hversdagslega
kyrrlát. Egill kunni öll deili á Ólafi og vissi, að það
gjaforð var göfugt, og fyrir því var Þorgerður gift Ólafi;
fór hún til bús með honum í Hjarðarholt. Þeirra börn voru þau
Kjartan, Þorbergur, Halldór, Steindór, Þuríður, Þorbjörg,
Bergþóra; hana átti Þórhallur goði Oddason; Þorbjörgu átti
fyrr Ásgeir Knattarson, en síðar Vermundur Þorgrímsson;
Þuríði átti Guðmundur Sölmundarson; voru þeirra synir Hallur
og Víga-Barði.Össur Eyvindarson, bróðir Þórodds í Ölfusi, fékk Beru, dóttur
Egils.Böðvar, sonur Egils, var þá frumvaxti; hann var hinn
efnilegasti maður, fríður sýnum, mikill og sterkur, svo sem
verið hafði Egill eða Þórólfur á hans aldri; Egill unni honum
mikið; var Böðvar og elskur að honum.Það var eitt sumar, að skip var í Hvítá, og var þar mikil
kaupstefna. Hafði Egill þar keypt við margan og lét flytja
heim á skipi; fóru húskarlar og höfðu skip áttært, er Egill
átti. Það var þá eitt sinn, að Böðvar beiddist að fara með
þeim, og þeir veittu honum það; fór hann þá inn á Völlu með
húskörlum; þeir voru sex saman á áttæru skipi. Og er þeir
skyldu út fara, þá var flæðurin síð dags, og er þeir urðu
hennar að bíða, þá fóru þeir um kveldið síð. Þá hljóp á
útsynningur steinóði, en þar gekk í móti útfallsstraumur;
gerði þá stórt á firðinum, sem þar kann oft verða; lauk þar
svo, að skipið kafði undir þeim, og týndust þeir allir. En
eftir um daginn skaut upp líkunum; kom lík Böðvars inn í
Einarsnes, en sum komu fyrir sunnan fjörðinn, og rak þangað
skipið; fannst það inn við Reykjarhamar.Þann dag spurði Egill þessi tíðindi, og þegar reið hann að
leita líkanna; hann fann rétt lík Böðvars. Tók hann það upp
og setti í kné sér og reið með út í Digranes til haugs
Skalla-Gríms. Hann lét þá opna hauginn og lagði Böðvar þar
niður hjá Skalla-Grími; var síðan aftur lokinn haugurinn, og
var eigi fyrr lokið en um dagseturs skeið. Eftir það reið
Egill heim til Borgar, og er hann kom heim, þá gekk hann
þegar til lokrekkju þeirrar, er hann var vanur að sofa í;
hann lagðist niður og skaut fyrir loku. Engi þorði að krefja
hann máls.En svo er sagt, þá er þeir settu Böðvar niður, að Egill var
búinn: hosan var strengd fast að beini; hann hafði
fustanskyrtil rauðan, þröngvan upphlutinn og lás að síðu; en
það er sögn manna, að hann þrútnaði svo, að kyrtillinn
rifnaði af honum og svo hosurnar.En eftir um daginn lét Egill ekki upp lokrekkjuna; hann hafði
þá og engan mat né drykk; lá hann þar þann dag og nóttina
eftir. Engi maður þorði að mæla við hann.En hinn þriðja morgun, þegar er lýsti, þá lét Ásgerður skjóta
hesti undir mann -- reið sá sem ákaflegast vestur í
Hjarðarholt -- og lét segja Þorgerði þessi tíðindi öll saman,
og var það um nónskeið, er hann kom þar. Hann sagði og það
með, að Ásgerður hafði sent henni orð að koma sem fyrst suður
til Borgar.Þorgerður lét þegar söðla sér hest, og fylgdu henni tveir
menn; riðu þau um kveldið og nóttina, til þess er þau komu
til Borgar; gekk Þorgerður þegar inn í eldahús. Ásgerður
heilsaði henni og spurði, hvort þau hefðu náttverð etið.Þorgerður segir hátt: "Engan hefi eg náttverð haft, og engan
mun eg fyrr en að Freyju; kann eg mér eigi betri ráð en faðir
minn; vil eg ekki lifa eftir föður minn og bróður."Hún gekk að lokhvílunni og kallaði: "Faðir, lúk upp hurðinni,
vil eg, að við förum eina leið bæði."Egill spretti frá lokunni; gekk Þorgerður upp í hvílugólfið
og lét loku fyrir hurðina; lagðist hún niður í aðra rekkju,
er þar var.Þá mælti Egill: "Vel gerðir þú, dóttir, er þú vilt fylgja
föður þínum; mikla ást hefir þú sýnt við mig. Hver von er, að
eg muni lifa vilja við harm þenna?"Síðan þögðu þau um hríð.Þá mælti Egill: "Hvað er nú, dóttir, tyggur þú nú nokkuð?""Tygg eg söl," segir hún, "því að eg ætla, að mér muni þá
verra en áður; ætla eg ella, að eg muni of lengi lifa.""Er það illt manni?" segir Egill."Allillt," segir hún, "viltu eta?""Hvað mun varða?" segir hann.En stundu síðar kallaði hún og bað gefa sér drekka; síðan var
henni gefið vatn að drekka.Þá mælti Egill: "Slíkt gerir að, er sölin etur, þyrstir æ
þess að meir.""Viltu drekka, faðir?" segir hún.Hann tók við og svalg stórum, og var það í dýrshorni. Þá
mælti Þorgerður: "Nú erum við vélt; þetta er mjólk."Þá beit Egill skarð úr horninu, allt það er tennur tóku, og
kastaði horninu síðan.Þá mælti Þorgerður: "Hvað skulum við nú til ráðs taka? Lokið
er nú þessi ætlan. Nú vildi eg, faðir, að við lengdum líf
okkar, svo að þú mættir yrkja erfikvæði eftir Böðvar, en eg
mun rísta á kefli, en síðan deyjum við, ef okkur sýnist.
Seint ætla eg Þorstein, son þinn, yrkja kvæðið eftir Böðvar,
en það hlýðir eigi, að hann sé eigi erfður, því að eigi ætla
eg okkur sitja að drykkjunni þeirri, að hann er erfður."Egill segir, að það var þá óvænt, að hann myndi þá yrkja
mega, þótt hann leitaði við, - "en freista má eg þess," segir
hann.Egill hafði þá átt son, er Gunnar hét, og hafði sá og andast
litlu áður. Og er þetta upphaf kvæðis:
Mjök erum tregt

tungu at hræra

eða loptvætt

ljóðpundara;

esa nú vænligt

of Viðurs þýfi

né hógdrægt

ór hugar fylgsni.
Esa auðþeystr

þvít ekki veldr

höfugligr,

ór hyggju stað

fagnafundr

Friggjar niðja,

ár borinn

ór Jötunheimum,
lastalauss

es lifnaði

á Nökkvers

nökkva bragi.

Jötuns hals

undir þjóta

Náins niðr

fyr naustdyrum.
Þvít ætt mín

á enda stendr,

hræbarnir

sem hlynir marka;

esa karskr maðr

sás köggla berr

frænda hrörs

af fletjum niðr.
Þó munk mitt

ok móður hrör

föður fall

fyrst of telja,

þat berk út

ór orðhofi

mærðar timbr

máli laufgat.
Grimmt vörum hlið,

þats hrönn of braut

föður míns

á frændgarði;

veitk ófullt

ok opit standa

sonar skarð,

es mér sær of vann.
Mjök hefr Rán

ryskt um mik,

emk ofsnauðr

at ástvinum;

sleit marr bönd

minnar ættar,

snaran þátt

af sjölfum mér.
Veist, ef þá sök

sverði of rækak,

vas ölsmiðr

allra tíma;

hroða vágs bræðr,

ef vega mættak,

fórk andvígr

ok Ægis mani.
En ek ekki

eiga þóttumk

sakar afl

við sonar bana,

þvít alþjóð

fyr augum verðr

gamals þegns

gengileysi.
Mik hefr marr

miklu ræntan,

grimmt es fall

frænda at telja;

síðan's minn

á munvega

ættar skjöldr

aflífi hvarf.
Veitk þat sjalfr,

at í syni mínum

vasa ills þegns

efni vaxit,

ef sá randviðr

röskvask næði,

uns Hergauts

hendr of tæki.
Æ lét flest

þats faðir mælti,

þótt öll þjóð

annat segði,

mér upp helt

of verbergi

ok mitt afl

mest of studdi.
Opt kömr mér

mána bjarnar

í byrvind

bræðraleysi,

hyggjumk um,

es hildr þróask,

nýsumk hins

ok hygg at því,
hverr mér hugaðr

á hlið standi

annarr þegn

við óðræði;

þarfk þess opt

of þvergörum;

verðk varfleygr,

es vinir þverra.
Mjök es torfyndr,

sás trúa knegum

of alþjóð

Elgjar galga,

þvít niflgóðr

niðja steypir

bróður hrör

við baugum selr.
Finn ek þat opt,

es féar beiðir ...
Þat's ok mælt,

at engi geti

sonar iðgjöld

nema sjalfr ali

enn þann nið,

es öðrum sé

borinn maðr

í bróður stað.
Erumka þekkt

þjóða sinni,

þótt sér hverr

sátt of haldi;

burr's Bileygs

í bæ kominn,

kvánar sonr,

kynnis leita.
En mér fens

í föstum þokk

hrosta hilmir

á hendi stendr;

máka'k upp

jörðu grímu,

rýnnis-reið,

réttri halda,
sís son minn

sóttar brími

heiptugligr

ór heimi nam,

þanns ek veit

at varnaði

vamma varr

við vámæli.
Þat mank enn,

es upp of hóf

í goðheim

Gauta spjalli

ættar ask,

þanns óx af mér,

ok kynvið

kvánar minnar.
Áttak gótt

við geirs dróttin,

gerðumk tryggr

at trúa hánum,

áðr vinan

vagna rúni,

sigrhöfundr,

of sleit við mik.
Blætka því

bróður Vílis

goðjaðar,

at gjarn séak,

þó hefr Míms vinr

mér of fengnar

bölva bætr,

ef et betra telk.
Göfumk íþrótt

ulfs of bági

vígi vanr

vammi firrða

ok þat geð,

es ek gerða mér

vísa fjandr

af vélöndum.
Nú erum torvelt:

Tveggja bága

njörva nipt

á nesi stendr;

skalt þá glaðr

með góðan vilja

ok óhryggr

heljar bíða.Egill tók að hressast, svo sem fram leið að yrkja kvæðið, og
er lokið var kvæðinu, þá færði hann það Ásgerði og Þorgerði
og hjónum sínum; reis hann þá upp úr rekkju og settist í
öndvegi; kvæði þetta kallaði hann Sonatorrek. Síðan lét Egill
erfa sonu sína eftir fornri siðvenju. En er Þorgerður fór
heim, þá leiddi Egill hana með gjöfum í brott.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.