Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 81

Egils saga Skalla-Grímssonar 81 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 81)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
808182

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Einar hét maður; hann var sonur Helga Óttarssonar,
Bjarnarsonar hins austræna, er nam lönd í Breiðafirði; Einar
var bróðir Ósvífurs hins spaka. Einar var þegar á unga aldri
mikill og sterkur og hinn mesti atgervimaður; hann tók að
yrkja, þegar er hann var ungur, og var maður námgjarn.



Það var eitt sumar á alþingi, að Einar gekk til búðar Egils
Skalla-Grímssonar, og tókust þeir að orðum, og kom þar brátt
talinu, að þeir ræddu um skáldskap; þótti hvorumtveggja þær
ræður skemmtilegar.



Síðan vandist Einar oftlega að ganga til tals við Egil;
gerðist þar vinátta mikil. Einar hafði litlu áður komið út úr
för. Egill spurði Einar mjög austan tíðinda og að vinum
sínum, svo og að þeim, er hann þóttist vita, að óvinir hans
voru; hann spurði og mjög eftir stórmenni. Einar spurði og í
móti Egil að þeim tíðindum, er fyrr höfðu gerst um ferðir
Egils og stórvirki hans, en það tal þótti Agli gott, og
rættist af vel. Einar spurði Egil, hvar hann hefði þess verið
staddur, að hann hafði mest reynt sig, og bað hann það segja
sér. Egill kvað:




Börðumk einn við átta,

en við ellifu tysvar,

svá fengum val vargi,

varðk einn bani þeira;

skiptumsk hart af heiptum

hlífar skelfiknífum;

létk af Emblu aski

eld valbasta kastat.



Þeir Egill og Einar mæltu til vináttu með sér að skilnaði.
Einar var löngum utanlendis með tignum mönnum; Einar var ör
maður og oftast félítill, en skörungur mikill og drengur
góður; hann var hirðmaður Hákonar jarls Sigurðarsonar.



Í þann tíma var í Noregi ófriður mikill og bardagar með þeim
Hákoni jarli og Eiríkssonum, og stukku ýmsir úr landi.
Haraldur konungur Eiríksson féll suður í Danmörk, að Hálsi í
Limafirði, og var hann svikinn; þá barðist hann við Harald
Knútsson, er kallaður var Gull-Haraldur, og þá Hákon jarl.



Þar féll og þá með Haraldi konungi Arinbjörn hersir, er fyrr
var frá sagt. Og er Egill spurði fall Arinbjarnar, þá kvað
hann:




Þverra nú, þeirs þverrðu,

þingbirtingar Ingva,

hvar skalk manna mildra,

mjaðveitar dag, leita,

þeira's hauks fyr handan

háfjöll digulsnjávi

jarðar gjörð við orðum

eyneglda mér hegldu.



Einar Helgason skáld var kallaður skálaglamm; hann orti drápu
um Hákon jarl, er kölluð er Vellekla, og var það mjög lengi,
að jarlinn vildi eigi hlýða kvæðinu, því að hann var reiður
Einari. Þá kvað Einar:



Gerðak veig um virða

vörð, þanns sitr at jörðu,

iðrumk þess, meðan aðrir,

örr Váfaðar, sváfu;

hykk, at hodda stökkvi,

hinig sóttak gram, þótti,

fýsinn, fræknum vísa,

ferri, skald in verra.



Og enn kvað hann:




Sækjum jarl, þanns auka

ulfs verð þorir sverðum;

skipum borðróinn barða

baugskjöldum Sigvalda;

drepr eigi sá sveigir

sárlinns, es gram finnum,

rönd berum út á andra

Endils, við mér hendi.



Jarlinn vildi eigi, að Einar færi á brott, og hlýddi þá
kvæðinu, og síðan gaf hann Einari skjöld, og var hann hin
mesta gersemi; hann var skrifaður fornsögum, en allt milli
skriftanna voru lagðar yfir spengur af gulli, og settur
steinum. Einar fór til Íslands og til vistar með Ósvífi,
bróður sínum.



En um haustið reið Einar vestan og kom til Borgar og gisti
þar. Egill var þá eigi heima, og var hann farinn norður til
héraða, og var hans þá heim von. Einar beið hans þrjár nætur,
en það var engi siður að sitja lengur en þrjár nætur að
kynni. Bjóst Einar þá í brott, og er hann var búinn, þá gekk
hann til rúms Egils og festi þar upp skjöldinn þann hinn dýra
og sagði heimamönnum, að hann gaf Agli skjöldinn.



Síðan reið Einar í brott, en þann sama dag kom Egill heim; en
er hann kom inn til rúms síns, þá sá hann skjöldinn og
spurði, hver gersemi þá ætti; honum var sagt, að Einar
skálaglamm hafði þar komið og hann hafði gefið honum
skjöldinn.



Þá mælti Egill: "Gefi hann allra manna armastur! Ætlar hann,
að eg skyli þar vaka yfir og yrkja um skjöld hans? Nú takið
hest minn. Skal eg ríða eftir honum og drepa hann."



Honum var þá sagt, að Einar hafði riðið snemma um morguninn
-- "mun hann nú kominn vestur til Dala."



Síðan orti Egill drápu, og er þetta upphaf að:




Mál es lofs at lýsa

ljósgarð, es þák, barða,

mér kom heim at hendi

hoddsendis boð, enda;

skalat at grundar Gylfa

glaums misfengnir taumar,

hlýðið ér til orða,

erðgróins mér verða.



Egill og Einar héldu vináttu sinni, meðan þeir lifðu báðir.
En svo er sagt, að færi skjöldurinn um síðir, að Egill hafði
hann með sér í brúðför þá, er hann fór norður á Víðimýri með
Þorkatli Gunnvaldssyni og þeir Rauða-Bjarnarsynir, Trefill og
Helgi; þá var spillt skildinum og kastað í sýruker; en síðan
lét Egill taka af búnaðinn, og voru tólf aurar gulls í
spöngunum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.