Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 83

Egils saga Skalla-Grímssonar 83 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 83)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
828384

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Önundur sjóni bjó að Ánabrekku, þá er Egill bjó að Borg;
Önundur sjóni átti Þorgerði, dóttur Bjarnar hins digra af
Snæfellsströnd; börn þeirra Önundar voru þau Steinar og
Dalla, er átti Ögmundur Galtason, þeirra synir Þorgils og
Kormákur. Og er Önundur gerðist gamall og sýndur lítt, þá
seldi hann af hendi bú; tók þá við Steinar, sonur hans. Þeir
feðgar áttu auð fjár. Steinar var allra manna mestur og
rammur að afli, ljótur maður, bjúgur í vexti, fóthár og
miðskammur; Steinar var uppivöðslumaður mikill og ákafamaður,
ódæll og harðfengur, hinn mesti kappsmaður.



Og er Þorsteinn Egilsson bjó að Borg, þá gerðist þegar fátt
um með þeim Steinari. Fyrir sunnan Háfslæk liggur mýrr, er
heitir Stakksmýrr; standa þar yfir vötn á vetrinn, en á
vorið, er ísa leysir, þá er þar útbeit svo góð nautum, að það
var kallað jafnt og stakkur töðu. Háfslækur réð þar
landamerkum að fornu fari; en á vorum gengu naut Steinars
mjög á Stakksmýri, er þau voru rekin utan að Háfslæk, en
húskarlar Þorsteins vönduðu um. Steinar gaf að því engan
gaum, og fór svo fram hið fyrsta sumar, að ekki varð til
tíðinda.



En annað vor, þá hélt Steinar beitinni, en Þorsteinn lagði þá
í umræðu við hann og ræddi þó stillilega; bað hann Steinar
halda beit búfjár síns, svo sem að fornu hafði verið. Steinar
segir, að fé myndi ganga þar sem það vildi; hann ræddi um
allt heldur festilega, og skiptust þeir Þorsteinn við
nokkurum orðum. Síðan lét Þorsteinn hnekkja nautunum út á
mýrar yfir Háfslæk, og er Steinar varð þess var, þá fékk hann
til Grana, þræl sinn, að sitja að nautunum á Stakksmýri, og
sat hann þar alla daga; þetta var hinn efra hlut sumars;
beittust þá upp allar engjar fyrir sunnan Háfslæk.



Nú var það einn dag, að Þorsteinn hafði gengið upp á borg að
sjást um; hann sá, hvar naut Steinars fóru; hann gekk út á
mýrar; það var síð dags; hann sá, að nautin voru þá komin
langt út í holtasundið. Þorsteinn rann út um mýrarnar, og er
Grani sá það, þá rak hann nautin óvægilega, til þess er þau
komu á stöðul. Þorsteinn kom þá eftir, og hittust þeir Grani
í garðshliðinu; Þorsteinn vó hann þar; það heitir Granahlið
síðan; það er á túngarðinum; Þorsteinn hratt garðinum ofan á
Grana og huldi svo hræ hans. Síðan fór Þorsteinn heim til
Borgar, en konur þær, er til stöðuls fóru, fundu Grana, þar
er hann lá; eftir það fóru þær heim til húss og sögðu
Steinari þessi tíðindi. Steinar leiddi hann uppi í holtunum,
síðan fékk Steinar til annan þræl að fylgja nautunum, og er
sá eigi nefndur. Þorsteinn lét þá sem hann vissi eigi um
beit, það sem eftir var sumarsins.



Það varð til tíðinda, að Steinar fór hinn fyrra hlut vetrar
út á Snæfellsströnd og dvaldist þar um hríð. Steinar sá þá
þræl, er Þrándur hét; hann var allra manna mestur og
sterkastur. Steinar falaði þræl þann og bauð til verð mikið,
en sá, er átti þrælinn, mat hann fyrir þrjár merkur silfurs
og mat hann hálfu dýrra en meðalþræl, og var það kaup þeirra.
Hann hafði Þránd með sér heim.



Og er þeir komu heim, þá ræðir Steinar við Þránd: "Nú er svo
til farið, að eg vil hafa verknað af þér; er hér skipað áður
til verka allra. Nú mun eg verk fyrir þig leggja, er þér er
lítið erfiði í. Þú skalt sitja að nautum mínum; þykir mér það
miklu skipta, að þeim sé vel til haga haldið; vil eg, að þú
hafir þar engis manns hóf við nema þitt, hvar hagi er bestur
á mýrum; má eg eigi á manni sjá, ef þú hefir eigi til þess
hug eða afl að halda til fulls við einn hvern húskarl
Þorsteins."



Steinar seldi í hendur Þrándi öxi mikla, nær álnar fyrir
munn, og var hún hárhvöss. "Svo líst mér á þig, Þrándur,"
segir Steinar, "sem eigi sé sýnt, hversu mikils þú metur
goðorð Þorsteins, ef þið sjáist tveir á."



Þrándur svarar: "Engan vanda ætla eg mér á við Þorstein, en
skilja þykist eg, hvert verk þú hefir fyrir mig lagt; muntu
þykjast litlu til verja, þar sem eg er; en eg ætla mér vera
góðan kost, hvor sem upp kemur, ef við Þorsteinn skulum reyna
með okkur."



Síðan tók Þrándur til nautagæslu; honum hafði það skilist,
þótt hann hefði eigi lengi verið, hvert Steinar hafði nautum
sínum látið halda, og sat Þrándur að nautum á Stakksmýri.



Og er Þorsteinn varð þess var, þá sendi hann húskarl sinn til
fundar við Þránd og bað segja honum landamerki með þeim
Steinari; og er húskarl hitti Þránd, þá sagði hann honum
erindi sín og bað hann halda nautunum annan veg, sagði, að
það var land Þorsteins Egilssonar, er nautin voru þá í komin.



Þrándur segir: "Það hirði eg aldri, hvor þeirra land á; mun
eg naut hafa þar, sem mér þykir hagi bestur."



Síðan skildust þeir. Fór húskarl heim og segir Þorsteini svör
þrælsins. Þorsteinn lét þá kyrrt vera, en Þrándur tók þá að
sitja að nautum nætur og daga.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.