Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 84

Egils saga Skalla-Grímssonar 84 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 84)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
838485

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorsteinn stóð upp einn morgun við sól og gekk upp á borg;
hann sá, hvar naut Steinars voru; síðan gekk Þorsteinn út á
mýrar, til þess er hann kom til nautanna. Þar stendur
skógarklettur við Háfslæk, en uppi á klettinum svaf Þrándur
og hafði leyst af sér skúa sína; Þorsteinn gekk upp á
klettinn og hafði öxi í hendi ekki mikla og engi fleiri vopn.
Þorsteinn stakk öxarskaftinu á Þrándi og bað hann vaka; hann
spratt upp skjótt og hart og greip tveim höndum öxina og
reiddi upp; hann spurði, hvað Þorsteinn vildi.Hann segir: "Eg vil segja þér, að eg á land þetta, en þér
eigið hagabeit fyrir utan lækinn. Er það eigi undarlegt,
þóttú vitir eigi landamerki hér."Þrándur segir: "Engu þykir mér skipta, hver land á; mun eg
þar láta naut vera, er þeim þykir best.""Hitt er líklegra," segir Þorsteinn, "að eg muni nú ráða
vilja fyrir landi mínu, en eigi þrælar Steinars."Þrándur segir: "Miklu ertu, Þorsteinn, óvitrari maður en eg
hugði, ef þú vilt eiga náttból undir öxi minni og hætta til
þess virðingu þinni. Mér sýnist, að ætla til, sem eg muni
hafa tvö öfl þín, en mig skortir eigi hug; eg er og vopnaður
betur en þú."Þorsteinn mælti: "Á þá hættu mun eg leggja, ef þú gerir eigi
að um beitina. Vænti eg, að mikið skilji hamingju okkra, svo
sem málaefni eru ójöfn."Þrándur segir: "Nú skaltu sjá, Þorsteinn, hvort eg hræðist
nokkuð hót þín."Síðan settist Þrándur niður og batt skó sinn, en Þorsteinn
reiddi upp öxina hart og hjó á háls Þrándi, svo að höfuðið
féll á bringuna; síðan bar Þorsteinn grjót að honum og huldi
hræ hans, gekk síðan heim til Borgar.En þann dag komu seint heim naut Steinars, og er þrotin von
þótti þess, þá tók Steinar hest sinn og lagði á söðul; hann
hafði alvæpni sitt. Hann reið suður til Borgar, og er hann
kom þar, hitti hann menn að máli; hann spurði, hvar Þorsteinn
væri; honum var sagt, að hann sat inni. Þá bað Steinar, að
Þorsteinn kæmi út, kvaðst eiga erindi við hann; og er
Þorsteinn heyrði þetta, tók hann vopn sín og gekk út í dyr.
Síðan spurði hann Steinar, hver erindi hans væru."Hefir þú drepið Þránd, þræl minn?" segir Steinar."Svo er víst," segir Þorsteinn, "þarftu það ekki öðrum mönnum
að ætla.""Þá sé eg, að þú munt þykjast harðhendlega verja land þitt,
er þú hefir drepið þræla mína tvo; en mér þykir það ekki svo
mikið framaverk. Nú mun eg gera þér á þessu miklu betra kost,
ef þú vilt með kappi verja landið þitt, og skal ekki öðrum
mönnum nú að hlíta að reka nautin, en vita skaltu það að
nautin skulu bæði dag og nótt í þínu landi vera.""Svo er," segir Þorsteinn, "að eg drap fyrr í sumar þræl
þinn, þann er þú fékkst til að beita nautunum í land mitt, en
síðan lét eg yður hafa beit, sem þér vilduð, allt til vetrar.
Nú hefi eg drepið annan þræl þinn fyrir þér; gaf eg þessum
hina sömu sök sem hinum fyrra. Nú skaltu hafa beit héðan í
frá í sumar, sem þú vilt, en að sumri, ef þú beitir land mitt
og færð menn til þess að reka hingað fé þitt, þá mun eg enn
drepa fyrir þér einn hvern mann, þann er fénu fylgir, svo þó
að þú fylgir sjálfur. Mun eg svo gera á hverju sumri, meðan
þú heldur teknum hætti um beitina."Síðan reið Steinar í brott og heim til Brekku, og litlu síðar
reið Steinar upp í Stafaholt. Þar bjó þá Einar; hann var
goðorðsmaður; Steinar bað hann liðs og bauð honum fé til.Einar segir: "Þig mun litlu skipta um mína liðsemd, nema
fleiri virðingamenn veiti að þessu máli."Eftir það reið Steinar upp í Reykjardal á fund Tungu-Odds og
bað hann liðs og bauð honum fé til; Oddur tók við fénu og hét
liðveislu sinni, að hann skyldi efla Steinar að koma fram
lögum við Þorstein. Steinar reið síðan heim.En um vorið fóru þeir Oddur og Einar með Steinari stefnuför
og höfðu fjölmenni mikið; stefndi Steinar Þorsteini um
þræladráp og lét varða fjörbaugsgarð um hvort vígið, því að
það voru lög, þar er þrælar voru drepnir fyrir manni, enda
væru eigi færð þrælsgjöldin fyrir hina þriðju sól; en jafnt
skyldu metast tvær fjörbaugssakar og ein skóggangssök.Þorsteinn stefndi engum sökum í mót, og litlu síðar sendi
Þorsteinn menn suður á Nes; komu þeir til Mosfells til Gríms
og sögðu þar þessi tíðindi. Egill lét sér fátt um finnast og
spurði þó að í hljóði vandlega um skipti þeirra Þorsteins og
Steinars og svo að þeim mönnum, er Steinar höfðu styrkt til
þessa máls; síðan fóru sendimenn heim, og lét Þorsteinn vel
yfir þeirra ferð.Þorteinn Egilsson fjölmennti mjög til vorþings og kom þar
nótt fyrr en aðrir menn, og tjölduðu búðir sínar, og þingmenn
hans, er þar áttu búðir. Og er þeir höfðu um búist, þá lét
Þorsteinn ganga til þingmannalið sitt, og gerðu þar
búðarveggi mikla. Síðan lét hann búð tjalda miklu meiri en
aðrar búðir, þær er þar voru; í þeirri búð voru engir menn.Steinar reið til þings og fjölmennti mjög; þar réð
Tungu-Oddur fyrir liði og var allfjölmennur; Einar úr
Stafaholti var og fjölmennur; tjölduðu þeir búðir sínar; var
þingið fjölmennt; fluttu menn fram mál sín. Þorsteinn bauð
engar sættir fyrir sig, en svaraði því þeim mönnum, er um
sættir leituðu, að hann ætlaði að láta dóms bíða, sagði, að
honum þóttu mál lítils verð, þau er Steinar fór með um dráp
þærla hans, en taldi þræla Steinars hafa nógar sakar til
gert. Steinar lét stórlega yfir málum sínum; þóttu honum
sakar löglegar, en liðsafli nógur að koma lögum fram; var
hann því framgjarn um sín mál.Þann dag gengu menn í þingbrekku, og mæltu menn málum sínum,
en um kveldið skyldu dómar út fara til sóknar; var Þorsteinn
þar með flokk sinn; hann réð þar þingsköpum mest, því að svo
hafði verið, meðan Egill fór með goðorð og mannaforráð. Þeir
höfðu hvorirtveggju alvæpni.Menn sáu af þinginu, að flokkur manna reið neðan með
Gljúfurá, og blikuðu þar skildir við; og er þeir riðu á
þingið, þá reið þar maður fyrir í blárri kápu, hafði hjálm á
höfði gullroðinn, en skjöld á hlið gullbúinn, í hendi
krókaspjót, var þar gullrekinn falurinn; hann var sverði
gyrður. Þar var kominn Egill Skalla-Grímsson með átta tigu
manna, alla vel vopnaða, svo sem til bardaga væru búnir; það
lið var valið mjög; hafði Egill haft með sér hina bestu
bóndasonu af Nesjum sunnan, þá er honum þóttu víglegastir.
Egill reið með flokkinn til búðar þeirrar, er Þorsteinn hafði
tjalda látið og áður var auð; stigu þeir af hestum sínum.Og er Þorsteinn kenndi ferð föður síns, þá gekk hann í móti
honum með allan flokk sinn og fagnaði honum vel; létu þeir
Egill bera inn fargervi sína í búð, en reka hesta í haga. Og
er þetta var sýslað, gekk Egill og Þorsteinn með flokkinn
allan upp í þingbrekku og settust, þar sem þeir voru vanir að
sitja.Síðan stóð Egill upp og mælti hátt: "Hvort er Önundur sjóni
hér í þingbrekkunni?"Önundur kvaðst þar vera -- "eg er feginn orðinn, Egill, er þú
ert kominn. Mun það allt bæta til um það, er hér stendur
milli máls manna.""Hvort ræður þú því, er Steinar, sonur þinn, sækir sökum
Þorstein, son minn, og hefir dregið saman fjölmenni til þess
að gera Þorstein að urðarmanni?""Því veld eg eigi," segir Önundur, "er þeir eru ósáttir; hefi
eg þar lagt til mörg orð og beðið Steinar sættast við
Þorstein, því að mér hefir verið í hvern stað Þorsteinn,
sonur þinn, sparari til ósæmdar, og veldur því sú hin forna
ástvinátta, er með okkur hefir verið, Egill, síðan er við
fæddumst hér upp samtýnis.""Brátt mun það," segir Egill, "ljóst verða, hvort þú mælir
þetta af alvöru eða af hégóma, þótt eg ætli það síður vera
munu. Man eg þá daga, að hvorumtveggja okkrum mundi þykja
ólíklegt, að við myndum sökum sækjast eða stilla eigi sonu
okkra, að þeir fari eigi með fíflsku slíkri, sem eg heyri, að
hér horfist til. Sýnist mér það ráð, meðan við erum á lífi og
svo nær staddir deilu þeirra, að við tökum mál þetta undir
okkur og setjum niður, en látum eigi þá Tungu-Odd og Einar
etja saman sonum okkrum sem kapalhestum; látum þá hafa annað
héðan í frá til févaxtar sér en taka á slíku."Þá stóð Önundur upp og mælti: "Rétt segir þú, Egill, og það
er okkur ófallið að vera á því þingi, er synir okkrir deila;
skal okkur og aldri þá skömm henda að vera þeir vanskörungar
að sætta þá eigi. Nú vil eg, Steinar, að þú seljir mér mál
þessi í hendur og látir mig með fara sem mér líkar.""Eigi veit eg það," segir Steinar, "hvort eg vil svo kasta
niður málum mínum, því að eg hefi áður leitað mér liðsemdar
af stórmenni; vil eg nú svo að einu lúka málum mínum, að það
líki vel Oddi og Einari."Síðan ræddu þeir Oddur og Steinar sín í milli; sagði Oddur
svo: "Efna vil eg, Steinar, liðsemd við þig, þá er eg hét að
veita þér til laga eða þeirra málalykta, er þú vilt taka þér
til handa; muntu mest í ábyrgjast, hvernig mál þín eru til
komin, ef Egill skal um dæma."Þá mælti Önundur: "Ekki þarf eg að eiga þetta undir tungurótu
Odds. Hefi eg af honum haft hvorki gott né illt, en Egill
hefir margt stórvel gert til mín. Trúi eg honum miklu betur
en öðrum, enda skal eg þessu ráða; mun þér það hæfa að hafa
eigi alla oss í fangi þér; hefi eg enn hér til ráðið fyrir
okkur, og skal enn svo vera.""Ákafur ertu um þetta mál, faðir, en oft ætla eg, að við
iðrumst þessa."Síðan seldi Steinar í hendur Önundi málið, og skyldi hann þá
sækja eða sættast á, svo sem lög kenndu til.Og þegar er Önundur réð fyrir málum þessum, þá gekk hann til
fundar við þá feðga, Þorstein og Egil.Þá mælti Önundur: "Nú vil eg, Egill, að þú skapir einn og
skerir um þessi mál, svo sem þú vilt, því að eg trúi þér best
til að skipa þessum mínum málum og öllum öðrum."Síðan tókust þeir Önundur og Þorsteinn í hendur og nefndu sér
votta og það með vottnefnunni, að Egill Skalla-Grímsson
skyldi einn gera um mál þessi, svo sem hann vill, allt
óskorað, þar á þingi, og lauk svo þessum málum; gengu menn
svo heim til búða. Þorsteinn lét leiða til búðar Egils þrjá
yxn og lét höggva til þingnests honum.Og er þeir Tungu-Oddur og Steinar komu heim til búðar, þá
mælti Oddur: "Nú hefir þú, Steinar, og þið feðgar, ráðið
fyrir lykt mála ykkarra. Nú telst eg úr laus við þig,
Steinar, um liðveislu þá, er eg hét þér, því að svo var mælt
með okkur, að eg skyldi veita þér svo, að þú kæmir málum
þínum fram eða til þeirra lykta, er þér hugnaði, hvernig sem
þér gefst sættargerð Egils."Steinar segir, að Oddur hefur honum vel veitt og drengilega,
og þeirra vinátta skal nú vera miklu betri en áður; "vil eg
kalla, að þú sért úr laus við mig um það, er þú varst í
bundinn."Um kveldið fóru dómar út, og er ekki getið, að þar yrði til
tíðinda.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.