Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eg ch. 87

Egils saga Skalla-Grímssonar 87 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eg ch. 87)

Anonymous íslendingasögurEgils saga Skalla-Grímssonar
868788

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):
Þorgeir er maður nefndur; hann var frændi Þorsteins og hinn

mesti vinur; hann bjó í þenna tíma á Álftanesi; Þorgeir var

vanur að hafa haustboð hvert haust. Þorgeir fór til fundar

við Þorstein Egilsson og bauð honum til sín; Þorsteinn hét

ferðinni, og fór Þorgeir heim.
En að ákveðnum degi bjóst Þorsteinn til farar, og voru þá

fjórar vikur til vetrar; með Þorsteini fór Austmaður hans og

húskarlar hans tveir. Grímur hét sonur Þorsteins; hann var þá

tíu vetra og fór og með Þorsteini, og voru þeir fimm saman og

riðu út til foss og þar yfir Langá, síðan út, sem leið lá,

til Aurriðaár.
En fyrir utan ána var Steinar á verki og Önundur og húskarlar

þeirra; og er þeir kenndu Þorstein, þá hljópu þeir til vopna

sinna og síðan eftir þeim Þorsteini. Og er Þorsteinn sá

eftirför Steinars, þá riðu þeir út af Langaholti; þar er hóll

einn hár og óvíður; þar stíga þeir Þorsteinn af hestunum og

sækja upp á hólinn. Þorsteinn mælti, að sveinninn Grímur

skyldi fara í skóginn og verða eigi við staddur fundinn. Og

þegar er þeir Steinar koma að hólnum, þá sækja þeir að þeim

Þorsteini, og varð þar bardagi; þeir Steinar voru sex saman

vaxnir menn, en hinn sjöundi sonur Steinars tíu vetra gamall.

Þenna fund sáu þeir menn, er voru á engiteigum af öðrum

bæjum, og runnu til að skilja þá. Og er þeir voru skildir, þá

voru látnir húskarlar Þorsteins báðir; fallinn var og einn

húskarl Steinars, en sárir sumir.
Og er þeir voru skildir, leitar Þorsteinn að, hvar Grímur

var, og finna þeir hann; var Grímur þá sár mjög, og sonur

Steinars lá þar hjá honum dauður.
Og er Þorsteinn hljóp á hest sinn, þá kallaði Steinar á hann

og mælti: "Rennur þú nú, Þorsteinn hvíti?" segir hann.
Þorsteinn segir: "Lengra skaltu renna, áður vika sé liðin."
Síðan riðu þeir Þorsteinn út yfir mýrina og höfðu með sér

sveininn Grím; og er þeir komu út í holt það, er þar verður,

þá andast sveinninn, og grófu þeir hann þar í holtið, og er

það kallað Grímsholt, en þar heitir Orustuhvoll, sem þeir

börðust.
Þorsteinn reið á Álftanes um kveldið, sem hann hafði ætlað,

og sat þar að boði þrjár nætur, en síðan bjóst hann til

heimferðar; menn buðust til að fara með honum, en hann vildi

eigi; riðu þeir tveir saman.
Og þann sama dag, er Steinar vissi von, að Þorsteinn myndi

heim ríða, þá reið Steinar út með sjó. Og er hann kom á mela

þá, er verða fyrir neðan Lambastaði, þá settist hann þar á

melinn; hann hafði sverð það, er Skrýmir hét, allra vopna

best; hann stóð þar á melnum með sverðið brugðið og horfði þá

á einn veg, því að hann sá þá reið Þorsteins utan um sandinn.
Lambi bjó á Lambastöðum og sá, hvað Steinar hafðist að; hann

gekk heiman og ofan á bakkann, og er hann kom að Steinari, þá

greip hann aftan undir hendur honum. Steinar vildi slíta hann

af sér. Lambi hélt fast, og fara þeir nú af melunum á

sléttuna, en þá ríða þeir Þorsteinn hið neðra götuna. Steinar

hafði riðið stóðhesti sínum, og hljóp hann inn með sjó; það

sáu þeir Þorsteinn og undruðust, því að þeir höfðu ekki varir

orðið við för Steinars. Þá þveraðist Steinar fram á bakkann,

því að hann sá eigi, að Þorsteinn hefði um riðið. Og er þeir

komu á bakkann framanverðan, þá hratt Lambi honum fyrir

melinn ofan, en það varaðist Steinar ekki; hann rasaði ofan á

sandinn, en Lambi hljóp heim. Og er Steinar komst á fætur, þá

rann hann eftir Lamba; en er Lambi kom að dyrum, þá hljóp

hann inn, en rak aftur hurðina. Steinar hjó eftir honum, svo

að sverðið stóð fast í vindskeiðunum; skildust þeir þar; gekk

Steinar heim.
En er Þorsteinn kom heim, þá sendi hann um daginn eftir

húskarl sinn út til Leirulækjar að segja Steinari, að hann

færði bústað sinn um Borgarhraun, en að öðrum kosti myndi

hann njóta þess við Steinar, ef hann ætti fleira mannaforráð

-- "og mun þá eigi kostur brottferðar."
En Steinar bjó ferð sína út á Snæfellsströnd, og þar setti

hann bú saman, er heitir að Elliða, og lýkur þar viðskiptum

þeirra Þorsteins Egilssonar.
Þorgeir blundur bjó að Ánabrekku; hann veitti Þorsteini illar

búsifjar í öllu því, er hann mátti.
Það var eitt sinn, er þeir hittust Egill og Þorsteinn, að

þeir ræddu margt um Þorgeir blund, frænda sinn, og komu allar

ræður ásamt með þeim. Þá kvað Egill:
Spanðak jörð með orðum;

endr Steinari ór hendi;

ek þóttumk þá

orka

arfa Geirs til þarfar;

mér brásk minnar systur

mögr;

hétumk þá fögru;

máttit böls of bindask

Blundr, ek slíkt of

undrumk.
Þorgeir blundur fór í brott frá Ánabrekku og fór suður í

Flókadal, því að Þorsteinn þóttist ekki mega við hann eiga,

en hann vildi þó vægjast þar við.
Þorsteinn var maður órefjusamur og réttlátur og óáleitinn við

menn, en hélt hlut sínum, ef aðrir menn leituðu á hann, enda

veitti það heldur þungt flestum að etja kappi við hann.
Oddur var þá höfðingi í Borgarfirði fyrir sunnan Hvítá; hann

var hofsgoði og réð fyrir hofi því, er allir menn guldu

hoftoll til fyrir innan Skarðsheiði.


Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.