Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

EgSH ch. 1

Egils þáttr Síðu-Hallssonar 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (EgSH ch. 1)

UnattributedEgils þáttr Síðu-Hallssonar
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Á einhverju sumri er sagt að Egill son Halls af Síðu fór utan
af Íslandi til Noregs með þeim manni er Tófi hét og var
Valgautsson. Tófi var gauskur maður og göfugur að kyni. Svo
er sagt að Valgautur faðir hans væri jarl á Gautlandi. Þeir
Tófi feðgar voru óskaplíkir því að jarl var blótmaður mikill
en Tófi lagðist í víking á unga aldri og tók hann þá þegar
skírn og rétta trú. Tófi var á vist með Agli Hallssyni um
veturinn á Íslandi áður Egill fór utan með honum. Þeir urðu
vel reiðfara um hafið, koma við Noreg og fóru á fund Ólafs
konungs. Tók hann við þeim vel og bauð þeim með sér að vera
og þekkjast þeir það.Svo segja sumir menn að Þorlaug kona Egils færi með honum og
Þorgerður dóttir þeirra og væri hún átta vetra gömul.Og er þeir voru með konungi virti hann þá mikils og þykir
Egill vera merkilegur maður sem líklegt er fyrir tilbrigða
sökum. Skemmu leigðu þeir til handa þeim mæðgum þá er þeir
voru til hirðvistar og byggðu þær þar um hríð.Það er frá sagt að þá er þeir höfðu verið nokkura stund með
hirðinni að þeir ógleðjast mjög og finnur konungurinn það
brátt og spyr hvað til komi.Egill svarar: "Mér þætti það vera meiri sómi herra að þær
væru með hirðinni kona mín og dóttir en fyrir vanda sakir
kunnum vér þess eigi að beiða.""Það viljum vér þó gjarna gera," segir konungurinn, "ef yður
líkar svo betur."Og nú fara þær þangað til hirðarinnar. Og er konungurinn sér
meyna Þorgerði dóttur Egils þá mælti hann, kvaðst þess vænta
að hún mundi eigi gæfulaus. Og svo gafst og sem líklegt var
því að hún er móðir Jóns biskups hins helga.Nú eru þau öll saman með hirðinni um veturinn.Og er vorar þá spyr Tófi ef hann leyfði þeim kaupferð að hafa
um sumarið þangað er þeim sýndist en konungur lést eigi lofa
sumarlangt "fyrir því að mér eru send orð af Knúti konungi að
vér skulum eiga sáttarfund í Limafirði í Danmörku í sumar og
ætla eg að koma til stefnunnar."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.