Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Dpl ch. 9

Droplaugarsona saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Dpl ch. 9)

Anonymous íslendingasögurDroplaugarsona saga
8910

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um vorið eftir sendi Flosi frá Svínafelli orð Þorkatli
Geitissyni að hann skyldi fjölmenna norðan til hans. Vildi
Flosi stefna til óhelgi Arnóri Örnólfssyni bróður Halldórs í
Skógum. Þann mann hafði Flosi vega látið. Þorkell safnaði sér
liði og voru þeir saman þrír tigir. Hann bað Helga
Droplaugarson fara með sér.



Helgi sagði: "Skyldur og fús væri eg að fara þessa ferð en
krankur er eg og mun eg heima vera."



Þorkell spurði Grím ef hann vildi fara en Grímur lést eigi
mundu ganga frá Helga sjúkum. Síðan fór Þorkell með þremur
tigum manna suður til Svínafells. Þaðan fóru þeir Flosi
vestur í Skóga með hundrað manna.



Litlu síðan kom Helgi að máli við Grím bróður sinn og sagði
honum að nú vill hann fara til Rannveigar frændkonu þeirra og
gera fjárskipti með þeim Þorgrími skinnhúfu. Þorkell og
Gunnsteinn úr hinni innri Krossavík og tveir heimamenn þeirra
fóru með þeim og voru þeir sex saman. Fara þeir þá um heiði
austur og koma til Þorkels á Torfastaði. Dóttir hans var Tófa
er kölluð var hlíðarsól. Hún var hjalskona Helga
Droplaugarsonar. Þar voru þeir um nótt og töluðu þau Helgi
mart og Tófa. Sagði henni svo hugur um sem hann mundi eigi
aftur koma úr þessi för. Hún gekk á götu með þeim og grét
mjög. Helgi spretti af sér belti góðu og þar á hnífur búinn
og gaf henni. Síðan skildust þau. En þeir fóru til bæjar þess
er að Straumi heitir. Sá maður fór þaðan með þeim er Helgi
hét. Voru þeir þá sjö saman. Þeir komu til Eyvindarár til
Gró. Var þeim þar vel fagnað.



Þorbjörn hét maður. Sá var húskarl Gró. Hann gerði vel til
vopn. Helgi Droplaugarson bað hann gera til sverð sitt meðan
hann færi í jörðu ofan. Þorbjörn fékk Helga annað sverð.
Þaðan fóru þeir í Norðurfjörð til Þorsteins mágs síns. Hann
átti Þórdísi systur Rannveigar er átti Þorgrímur skinnhúfa.



Þann dag er Helgi sat þar þá kom ofan um heiði Þorkell bróðir
Þórarins úr Sauðarfirði og einn maður með honum. Þeir voru
þar um nóttina og töluðu þeir Helgi mart og mæltu til vináttu
með sér.



Helgi mælti við Þorkel: "Hvert ætlar þú héðan?"



Hann segir: "Út á Nes til Bjarnar. Hann seldi léreft í vetur
er eg átti. Mun eg þar vera þrjár nætur."



Þá mælti Helgi: "Eg vildi að við færum báðir saman upp um
fjall."



Þorkell kvaðst það gjarna vildu. Síðan fara þeir allir saman
í Miðbæ. Þaðan fór Þorkell út á Nes. Helgi drap á dyr í Miðbæ
og gekk Rannveig til dyra.



Helgi mælti við hana: "Viltu nú fjárskiptið með ykkur
Þorgrími?"



"Vil eg gjarna," kvað hún.



Þá nefndi hún sér votta og sagði skilið við Þorgrím
skinnhúfu. Hún tók föt hans öll og rak niður í hlandgróf.
Eftir það fóru þau á brott því að Helgi ætlaði síðar að
heimta út fé hennar. Fara þau til dagverðar í Fannardal.



En er þau voru í brottu spratt Þorgrímur upp og tók
rekkjuvaðmál sitt og vafði að sér því að föt voru engi. Hann
rann til Hofs. Þar bjó Þórarinn moldoxi. Hann var mikill
fyrir sér.



Þórarinn mælti: "Hví ferð þú hér svo snemma Þorgrímur og
heldur fáklæddur?"



Hann svarar, kvað konu sína brott tekna "vil eg nú biðja þig
ásjá um þetta mál."



Þórarinn segir: "Gefa vil eg þér fyrst klæði því að það er
þér nú mest nauðsyn."



Síðan át hann þar dagverð.



Þá mælti Þórarinn: "Það mun eg þér ráða að þú finn Helga
Ásbjarnarson og skorir á hann að hann rétti þitt mál. En ef
svo fer sem eg get til að þú fáir ekki þá spyr þú hvenær hann
ætlar að efna orð sín þau er hann mælti á haustþingi að
Þinghöfðum. En ef hann vaknar þá ekki við, þá leita þér ráðs
en seg Helga Ásbjarnarsyni að Helgi Droplaugarson mun fara um
fjall upp á þriggja nátta fresti og þeir sjö saman. Far til
Helga í kveld og kom síð því að hann lýkur sjálfur hurðum
hvern aftan í Mjóvanesi."



Þeir skildust og fór Þorgrímur leið sína og kom hinn sama
aftan í Mjóvanes. Helgi sat við eld. Þorgrímur bar þegar upp
erindið og sagði Helga sín vandræði en hann fékk ekki orð af
Helga.



Þá mælti Þorgrímur: "Allmjög dregur nú að því að þú haldir
enga þingmenn þína skammlaust fyrir Helga Droplaugarsyni
hvorki á þingum né mannfundum og má eg það frá bera eða
hvenær ætlar þú að fundur skyli ykkar verða er þú hést honum
að Þinghöfðum, að þið skylduð eigi báðir á brott komast? Eða
vildir þú enn fleiri ófarar fara fyrir honum?"



Helgi Ásbjarnarson mælti: "Hvort eru þetta þín ráð eða
annarra manna?"



Hann segir: "Þórarinn moldoxi réð mér þetta."



Þá mælti Helgi: "Þú, Þorgrímur, skalt fara út yfir háls á
Mýrar til Bjarnar hvíta og bið hann hingað koma fyrir miðjan
dag á morgun. Og þá far þú aftur um Bolungarvöll og kom á
Víðivöllu til fundar við sonu Hallsteins og bið þá hingað
koma ef þeir vilja hefna föður síns. Þá far þú ofan fyrir
vestan vatn undir Ás til Össurar og bið hann hingað koma og
fylgdu honum."



Hann fór þegar. Um daginn komu menn í Mjóvanes þeir er Helgi
hafði eftir sent. Með Helga voru á vist Austmenn tveir. Hét
annar Sigurður skarfur en annar Önundur. Nú fóru þeir heiman
sextán saman til Höfða. Helgi bað Hjarranda fara með sér og
Kára bróður hans.



Hann segir: "Eg var búinn þótt fyrr væri."



Nú eru þeir átján saman og fóru upp í Eyvindardal til
Knútusels og sátu þar fyrir Helga Droplaugarsyni.



Ígull hét maður er bjó undir Skagafelli í Eyvindardal. Þórður
hét son hans. Þeir skyldu halda njósn um ferðir Helga
Droplaugarsonar því að þaðan mátti fyrr sjá mannaferð en
þaðan sem þeir Helgi voru.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.