Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Dpl ch. 4

Droplaugarsona saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Dpl ch. 4)

Anonymous íslendingasögurDroplaugarsona saga
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þórir kom heim um aftaninn og frétti tíðindi þessi og kvað
ekki til sín taka þenna atburð því að Þorgrímur var lausingi
Helga Ásbjarnarsonar. Síðan fór Þórir til Helga
Ásbjarnarsonar og sagði honum vígið "kalla eg að þú eigir
eftir að tala."Helgi segir það satt vera. Eftir það fór Þórir heim.Einn tíma talaði Droplaug við sonu sína: "Eg vil senda ykkur
til Vopnafjarðar í Krossavík til Geitis."Þeir fóru heiman og vestur á heiði. Og er þeir höfðu af
fjórðung laust á fyrir þeim hríð mikilli og vissu eigi hvar
þeir fóru fyrr en þeir komu undir húsvegg einn og gengu um
sólarsinnis. Þá fundu þeir dyr og kenndi Helgi að það var
blóthús Spak-Bessa. Sneru þeir brott þaðan og komu heim er
þriðjungur var eftir nætur á Arneiðarstaði. En hríðin hélst
hálfan mánuð og þótti mönnum það langt mjög. En Spak-Bessi
sagði það valda svo langri hríð er þeir Droplaugarsynir höfðu
gengið sólarsinnis um goðahús hans og það annað að þeir höfðu
eigi lýst vígi Tordýfils að lögum og hefðu goðin þessu
reiðst. Síðan fór Bessi til fundar við þá bræður og lýstu
þeir þá víginu og fóru síðan norður í Krossavík til Geitis.Um vorið eftir fóru þeir Þorkell Geitisson og Grímur og Helgi
til Fljótsdals til Krakalækjarvorþings. Þar hittust þeir
Helgi Ásbjarnarson og sættust á víg Þorgríms og lauk Þorkell
fé fyrir. En Helga Droplaugarsyni líkaði illa er fé kom fyrir
víg Tordýfils og þótti óhefnt illmælisins.Þeir bræður voru í Krossavík og nam Helgi lög af Þorkatli.
Helgi fór mjög með saksóknir og tók mjög sakir á þingmenn
Helga Ásbjarnarsonar. Jafnan voru þeir bræður með móður
sinni.Eindriði Hallsteinsson hafði farið utan og var leiddur upp á
Írlandi og hafður þar í höftum. Það spurðu bræður hans,
Þorkell og Þóroddur, og fóru utan og leystu hann út og fóru
síðan til Íslands. Kona Hallsteins var þá önduð og bað hann
Droplaugar og fékk hennar en Helgi kallaði það ekki sitt ráð.
Síðan fór hún á Víðivöllu til bús með Hallsteini.Þeir bræður, Helgi og Grímur, fóru út í Tungu við tólfta mann
til bónda þess er Ingjaldur heitir og var Niðgestsson. Hann
átti dóttur er Helga hét. Hennar bað Grímur og hún var honum
gefin. Síðan seldi Ingjaldur land sitt en keypti hálfa
Arneiðarstaði og bjuggu þeir Grímur mágar báðir saman en
Helgi Droplaugarson var ýmist í Krossavík eða með þeim Grími.Hrafnkell kallaði til goðorðs við Helga Ásbjarnarson frænda
sinn og náði eigi. Þá fór Hrafnkell til Hólmsteins á
Víðivöllu og bað hann liðs.Hólmsteinn segir: "Eigi mun eg vera í móti Helga
Ásbjarnarsyni því að hann hefir átta systur mína. En það ræð
eg þér að þú bið Helga Droplaugarson duga þér en eg mun fá
til þingmenn mína að veita þér."Síðan fór Hrafnkell að finna Helga Droplaugarson og bað hann
liðs.Helgi segir: "Mér þykir Hólmsteinn eiga að virða það meira
við þig að hann á systur þína en það er liðið er."Hrafnkell biður nú Helga hjálpa sér. Helgi mælti þá: "Það ræð
eg þér að þú far á viku fresti út á Gunnlaugarstaði og hitt
Án trúð og lofa hann mjög" - en vinátta þeirra Helga
Ásbjarnarsonar var góð því að Án gaf honum marga góða gripi -
"þess skaltu spyrja Án hversu miklar virðingar hann þykist
hafa af Helga og lofa hann í hverju orði. En ef hann lætur
vel yfir þá spyr þú hann ef hann hafi nokkuru sinni í dóm
verið nefndur fyrir goðorð Helga Ásbjarnarsonar. En ef hann
segist því eigi náð hafa þá segðu honum að honum væri betra
að gefa Helga Ásbjarnarsyni stóðhest sinn til þess að hann
næði þeirri virðing að vera í dóminum."Eftir það skilja þeir. Og stundu síðar finnur Hrafnkell Án og
talar við hann það er Helgi hafði honum fyrir sagt en Án
sagðist freista skyldu. Síðan reið Hrafnkell heim.Um vorið fóru menn til vorþings. Þá nefndi Helgi Ásbjarnarson
Án trúð í dóm og skyldi því þó leyna því að Án hafði gefið
Helga Ásbjarnarsyni stóðhross sjö saman.En er Án var í dóm settur lét Helgi Ásbjarnarson koma
þófahatt á höfuð honum til dular og bað Helgi hann fátt tala.
Því næst gekk Hrafnkell að dómum og þeir Droplaugarsynir og
mart manna með þeim. Þá gekk Helgi Droplaugarson að dóminum
og þar að sem Án trúður sat. Helgi sló sverðshjöltunum undir
þófahattinn og laust brott af honum og spurði hver þar sæti.
Án sagði til sín.Helgi mælti: "Hver nefndi þig í dóm fyrir goðorð sitt?"Hann segir: "Helgi Ásbjarnarson gerði það."Þá bað Helgi Droplaugarson Hrafnkel nefna sér votta og stefna
Helga Ásbjarnarsyni af goðorðinu, sagði ónýtt öll mál fyrir
honum, hafði nefnt Án trúð í dóm.Þá gerðist þröng mikil og búið við bardaga áður Hólmsteinn
gekk í milli og leitaði um sættir. Varð sú sætt þeirra að
Hrafnkell skyldi hafa jafnlengi goðorð sem Helgi hafði áður
haft en eftir það skyldu þeir hafa báðir saman goðorð og
skyldi Helgi þó veita Hrafnkatli að öllum málum á þingum og
mannfundum og þar er liðs þyrfti við.Helgi Droplaugarson mælti við Hrafnkel: "Nú þykist eg þér lið
veitt hafa."Hann kvað svo vera. Nú fara menn heim af þinginu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.