Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Dpl ch. 3

Droplaugarsona saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Dpl ch. 3)

Anonymous íslendingasögurDroplaugarsona saga
234

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Bessi hét maður er bjó á Bessastöðum. Hann var Össurarson.
Hólmsteinn hét son Bessa. Hann bjó á Víðivöllum hinum syðrum.
Hann átti Áslaugu Þórisdóttur, systur Hrafnkels goða.



Hallsteinn hét maður er bjó á Víðivöllum hinum nyrðrum og var
kallaður hinn breiðdælski. Hann var bæði auðigur og vinsæll.
Þorgerður hét kona hans. Þau áttu þrjá sonu, Þóroddur og
Þorkell og Eindriði.



Þorgeir hét maður er bjó á Hrafnkelsstöðum.



Helgi Ásbjarnarson bjó á Oddsstöðum upp frá Hafursá. Hann var
goðorðsmaður. Hann átti Droplaugu Spak-Bessadóttur. Þau áttu
mart barna.



Hrafnkell hét maður. Hann var bróðurson Helga Ásbjarnarsonar.
Hann bjó að Hafursá. Hann var ungur. Þeir Helgi Ásbjarnarson
áttu goðorð báðir saman og fór Helgi með goðorðið.



Þá bjó sá maður er Án hét og var kallaður trúður á
Gunnlaugarstöðum ofan frá Mjóvanesi.



Össur hét maður er bjó undir Ási fyrir vestan vatnið. Hann
var mágur Helga Ásbjarnarsonar. Hjarrandi hét maður er bjó að
Öngulsá fyrir austan vatn á Völlum út. Hann átti dóttur Helga
Ásbjarnarsonar er Þorkatla hét. Það er sagt að Össur er vitur
maður og mjög hafður við mál manna. Björn hét maður er bjó á
Mýrum fyrir vestan Geitdalsá. Hann var kallaður Björn hinn
hvíti. Hann átti dóttur Helga Ásbjarnarsonar.



Það var siður í þann tíma að færa konum þeim kost er á sæng
hvíldu. Og svo bar til að Droplaug fór að finna Ingibjörgu
móður sína á Bessastaði og fóru með henni tveir þrælar. Þau
fóru með tvo uxa og þar á sleða. Droplaug var eina nótt uppi
þar því að mannboð skyldi vera á Ormarsstöðum einni nótt
síðar en það var litlu fyrir vorþing. Þá fóru þau heim og óku
eftir ísi. Og er þau komu út um Hallormsstaði þá fóru
þrælarnir í sleðann því að uxarnir kunnu þá heim. En er þau
komu á víkina fyrir sunnan Oddsstaði þá gengu uxarnir báðir
niður í eina vök og drukknuðu þau þar öll og heitir þar síðan
Þrælavík. Sauðamaður Helga sagði honum einum saman tíðindin
en hann bað hann engum segja. Síðan fór Helgi til vorþings.
Þar seldi hann Oddsstaði og keypti Mjóvanes. Fór hann þangað
byggðum og þótti honum sér þá skjótara fyrnast líflát
Droplaugar. Nokkuru síðar bað Helgi Ásbjarnarson Þórdísar
toddu, dóttur Brodd-Helga, og var hún honum gefin.



Þórir hét maður er bjó í Mýnesi út fyrir austan vatn. Hann
var kvæntur maður og manna vitrastur. Sá maður var á vist með
honum er Þorgrímur hét og var kallaður tordýfill.



Þorfinnur hét maður. Hann vann til fjár sér á sumrum en á
vetrum var hann vistlaus og fór þá með kaupvarning sinn. Um
haustið var hann á gistingu hjá Þóri í Mýnesi og sat hann við
eld hjá húskörlum Þóris. Þeir tóku tal mikið um það hverjar
konur væru fremstar þar í héraði. Það kom saman með þeim að
Droplaug á Arneiðarstöðum væri fyrir flestum konum.



Þá segir Þorgrímur: "Svo mundi þá ef hún hefði bónda sinn
einhlítan gert."



Þeir segja: "Aldrei höfum vér tvímæli heyrt á því." Og í
þessu kemur að þeim Þórir bóndi og bað þá þegja þegar í stað.



Líður af nóttin og fer Þorfinnur brott og kom á Arneiðarstaði
og sagði Droplaugu allt tal þeirra húskarla Þóris. Hún gaf
sér ekki fyrst að utan hún var hljóð. Einn morgun spurði
Helgi móður sína hvað henni væri. Hún segir þeim bræðrum
illmælið, það er Þorgrímur tordýfill hafði við hana talað "og
munuð þið hvorki þessar skammar hefna né annarrar þótt við
mig sé ger."



Þeir létu sem þeir heyrðu eigi það er hún talaði. Þá var
Helgi þrettán vetra en Grímur tólf vetra.



Litlu síðar bjuggust þeir heiman og sögðust fara skyldu á
kynnisleit til Eyvindarár til Gró. Þeir gengu að ísi og voru
þar eina nótt. En um morguninn stóðu þeir snemma upp.



Gróa spyr hvað þeir skyldu þá.



Þeir segja: "Rjúpur skulum vér veiða."



Þeir fóru í Mýnes og fundu þar konu eina og spurðu að bónda.
En hún kvað þá farið hafa út á sanda átta saman.



"Hvað gera húskarlar?" kvað Helgi.



Hún segir: "Þorgrímur tordýfill og Ásmundur fóru að heyi út í
ey."



Síðan gengu þeir út úr garði og undir ás þann er
Járnsíðulækur fellur með og fóru utan í eyna að þeim.
Ásmundur var á hlassinu og sá ferð þeirra bræðra og kenndi
þá. Þeir tóku hestinn frá sleðanum og ætlaði Þorgrímur að
ríða heim. Og í því er hann vildi á bak hlaupa skaut Helgi
spjóti á honum miðjum og féll Þorgrímur þegar dauður niður.
Ásmundur fór heim með eykinn og var hræddur.



Þeir fóru og komu aftur til Eyvindarár. Gróa spyr hvað þeir
veiddu.



Helgi segir: "Við höfum veitt tordýfil einn."



"Þótt ykkur," segir hún, "þyki lítils vert víg þetta þá er
Þórir mikils verður og skuluð þið nú fara heim á
Arneiðarstaði."



Og svo gerðu þeir og höfðu þar fjölmenni mikið.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.