Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓTC ch. 106

Óláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla 106 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓTC ch. 106)

HeimskringlaÓláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla
105106107

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þessi orusta var hin snarpasta og allmannskæð. Frambyggjar á
Orminum langa og Orminum skamma og Trananum færðu akkeri og
stafnljá í skip Sveins konungs en áttu vopnin að bera á þá
niður undir fætur sér. Hruðu þeir öll þau skip er þeir fengu
haldið en konungurinn Sveinn og það lið er undan komst flýði
á önnur skip og því næst lögðu þeir frá úr skotmáli og fór
þessi her svo sem gat Ólafur konungur Tryggvason.



Þá lagði þar að í staðinn Ólafur Svíakonungur og þegar er
þeir komu nær stórskipum þá fór þeim sem hinum, að þeir létu
lið mikið og sum skip sín og lögðu frá við svo búið.



En Eiríkur jarl síbyrti Barðanum við hið ysta skip Ólafs
konungs og hrauð það og hjó þegar það úr tengslum en lagði þá
að því er þar var næst og barðist til þess er það var hroðið.
Tók þá liðið að hlaupa af hinum smærrum skipunum og upp á
stórskipin en jarl hjó hvert úr tengslunum svo sem hroðið
var. En Danir og Svíar lögðu þá í skotmál og öllum megin að
skipum Ólafs konungs. En Eiríkur jarl lá ávallt síbyrt við
skipin og átti höggorustu en svo sem menn féllu á skipum hans
þá gengu aðrir upp í staðinn, Danir og Svíar.



Svo segir Halldór:



Gerðist snarpra sverða,

slitu drengir frið, lengi,

þar er gullin spjör gullu,

gangr um Orm hinn langa.

Dólgs kváðu fram fylgja

fráns leggbita hánum

sænska menn að sennu

sunnr og danska runna.


Þá var orusta hin snarpasta og féll þá mjög liðið og kom svo
að lyktum að öll voru hroðin skip Ólafs konungs nema Ormurinn
langi. Var þar þá allt lið á komið, það er vígt var hans
manna. Þá lagði Eiríkur jarl Barðann að Orminum síbyrt og var
þar höggorusta.



Svo segir Halldór:



Fjörð kom heldr í harða,

hnitu reyr saman dreyra,

tungl skárust þá tingla

tangar, Ormr hinn langi,

þá er borðmikinn Barða

brynflagðs reginn lagði,

jarl vann hjálms að hólmi

hríð, við Fáfnis síðu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.