Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓTC ch. 88

Óláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla 88 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓTC ch. 88)

HeimskringlaÓláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla
878889

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þann vetur eftir er Ólafur konungur hafði komið af
Hálogalandi lét hann reisa skip mikið inn undir Hlaðhömrum,
það er meira var miklu en önnur þau skip er þá voru í landinu
og eru enn þar bakkastokkar þeir svo að sjá má. Þorbergur
skafhögg er nefndur sá maður er stafnasmiður var að skipinu
en þar voru margir aðrir að, sumir að fella, sumir að telgja,
sumir saum að slá, sumir til að flytja viðu. Voru þar allir
hlutir vandaðir mjög til. Var skipið bæði langt og breitt og
borðmikið og stórviðað.En er þeir báru skipið borði þá átti Þorbergur
nauðsynjaerindi að fara heim til bús síns og dvaldist þar
mjög lengi. En er hann kom aftur þá var skipið fullborða. Fór
konungur þegar um kveldið og Þorbergur með honum og sjá þá
skipið, hvernug orðið sé, og mælti hver maður að aldrei hefði
séð langskip jafnmikið eða jafnfrítt. Fer þá konungur aftur í
bæinn.En snemma eftir um morguninn fer konungur enn til skipsins og
þeir Þorbergur. Voru þá smiðar þar áður komnir. Stóðu þeir
allir og höfðust ekki að. Konungur spurði hví þeir færu svo.
Þeir segja að spillt var skipinu og maður mundi gengið hafa
frá framstafni til lyftingar og sett í borðið ofan hvert
skýlihögg að öðru.Gekk konungur þá til og sá að satt var, mælti þegar og svarði
um að sá maður skyldi deyja ef konungur vissi hver fyrir
öfundar sakir hefði spillt skipinu "en sá er mér kann það
segja skal mikil gæði af mér hljóta."Þá segir Þorbergur: "Eg mun kunna segja yður konungur hver
þetta verk mun gert hafa.""Mér er eigi þess að öðrum manni meiri von," segir konungur,
"að þetta happ muni henda en að þér að verða þess vís og
kunna mér segja.""Segja mun eg þér konungur," segir hann, "hver gert hefir. Eg
hefi gert."Þá svarar konungur: "Þá skaltu bæta svo að jafnvel sé sem
áður var. Þar skal líf þitt við liggja."Síðan gekk Þorbergur til og telgdi borðið svo að öll gengu úr
skýlihöggin. Konungur mælti þá og allir aðrir að skipið væri
miklu fríðara á það borð er Þorbergur hafði skorið. Bað
konungur hann þá svo gera á bæði borð og bað hann hafa mikla
þökk fyrir. Var þá Þorbergur höfuðsmiður fyrir skipinu þar
til er gert var.Var það dreki og ger eftir því sem Ormur sá er konungur hafði
haft af Hálogalandi en þetta skip var miklu meira og að öllum
hlutum meir vandað. Það kallaði hann Orm hinn langa en hinn
Orm hinn skamma. Á Orminum langa voru fjögur rúm og þrír
tigir. Höfuðin og krókurinn var allt gullbúið. Svo voru há
borðin sem á hafskipum. Það hefir skip verið best gert og með
mestum kostnaði í Noregi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.