Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓTC ch. 76

Óláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla 76 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓTC ch. 76)

HeimskringlaÓláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla
757677

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hárekur úr Þjóttu fer þegar í brott úr bænum sem fyrst mátti
hann en Haukur og Sigurður voru með konungi og létu skírast
báðir. Hárekur fór leið sína þar til er hann kom heim í
Þjóttu. Hann sendi orð Eyvindi kinnrifu, vin sínum, og bað
svo segja honum að Hárekur úr Þjóttu hafði fundið Ólaf konung
og hafði eigi kúgast látið til þess að taka við kristni. Hitt
annað bað hann segja honum að Ólafur konungur ætlar um
sumarið að fara með her á hendur þeim. Segir Hárekur að þeir
munu þar verða varhuga við að gjalda, bað Eyvind koma sem
fyrst á sinn fund.



En er þessi erindi voru borin Eyvindi þá sér hann að yfrin
nauðsyn mun til vera að gera þar fyrir það ráð að þeir verði
eigi upptækir fyrir konungi. Fer Eyvindur sem skyndilegast
með léttiskútu og fáir menn á.



En er hann kom til Þjóttu fagnar Hárekur honum vel og þegar
skjótt ganga þeir á tal, Hárekur og Eyvindur, annan veg frá
bænum. En er þeir hafa litla hríð talað þá koma þar menn
Ólafs konungs, þeir er Háreki höfðu norður fylgt, taka þá
höndum Eyvind og leiða hann til skips með sér, fara síðan í
brott með Eyvind. Létta þeir eigi fyrr sinni ferð en þeir
koma til Þrándheims og finna Ólaf konung í Niðarósi. Var þá
Eyvindur fluttur til tals við Ólaf konung.



Bauð konungur honum að taka skírn sem öðrum mönnum. Eyvindur
kvað þar nei við. Konungur bað hann blíðum orðum að taka við
kristni og segir honum marga skynsemi og svo biskup. Eyvindur
skipaðist ekki við það. Þá bauð konungur honum gjafar og
veislur stórar en Eyvindur neitti öllu því. Þá hét konungur
honum meiðslum eða dauða. Ekki skipaðist Eyvindur við það.
Síðan lét konungur bera inn munnlaug fulla af glóðum og setja
á kvið Eyvindi og brast brátt kviðurinn sundur.



Þá mælti Eyvindur: "Taki af mér munnlaugina. Eg vil mæla orð
nokkur áður eg dey."



Og var svo gert.



Þá spurði konungur: "Viltu nú Eyvindur trúa á Krist?"



"Nei," segir hann, "eg má enga skírn fá. Eg em einn andi,
kviknaður í mannslíkam með fjölkynngi Finna en faðir minn og
móðir fengu áður ekki barn átt."



Síðan dó Eyvindur og hafði verið hinn fjölkunngasti maður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.