Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓTC ch. 67

Óláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla 67 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓTC ch. 67)

HeimskringlaÓláfs saga Tryggvasonar in Heimskringla
666768

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ólafur konungur lá skipum sínum í Nið og hafði þrjá tigu
skipa og frítt lið og mikið en sjálfur konungur var oftlega á
Hlöðum með hirðsveit sína. En er mjög leið að því er blótið
skyldi vera inn á Mærini þá gerði Ólafur konungur veislu
mikla á Hlöðum, sendi boð inn á Strind og upp í Gaulardal og
út í Orkadal og bauð til sín höfðingjum og öðrum stórbóndum.
En er veisla var búin og boðsmenn höfðu til sótt þá var þar
hið fyrsta kveld veisla fögur og veitt allkappsamlega. Voru
menn mjög drukknir. En eftir um nóttina sváfu þá allir menn í
ró þar. Um morguninn eftir er konungur var klæddur lét hann
syngja sér tíðir og er messu var lokið þá lét konungur blása
til húsþings. Gengu þá allir menn hans af skipum og fóru til
þings.En er þing var sett stóð konungur upp og talaði og mælti svo:
"Vér áttum þing inn á Frostu. Bauð eg þá búendum að þeir
skyldu láta skírast en þeir buðu mér þar í mót að eg skyldi
hverfa til blóta með þeim svo sem gert hafði Hákon konungur
Aðalsteinsfóstri. Kom það ásamt með oss að vér skyldum
finnast inn á Mærini og gera þar blót mikið. En ef eg skal
til blóta hverfa með yður þá vil eg gera láta hið mesta blót,
það sem títt er, og blóta mönnum. Vil eg eigi til þess velja
þræla eða illmenni. Skal til þess velja að fá goðunum hina
ágætustu menn. Nefni eg til þess Orm lygru af Meðalhúsum,
Styrkár af Gimsum, Kár af Grýtingi, Ásbjörn, Þorberg af
Örnesi, Orm af Lyxu, Halldór af Skerðingsteðju" og þar með
nefnir hann aðra fimm þá er ágætastir voru, segir svo að hann
vill þessum blóta til árs og friðar og lét þegar veita þeim
atgöngu.En er bændur sáu að þeir höfðu eigi liðskost við konungi þá
biðja þeir sér griða og bjóða allt ráð sitt á vald konungs.
Semst það á milli þeirra að allir bændur, þeir er þar voru
komnir, létu skírast og veittu konungi svardaga til þess að
halda rétta trú en leggja niður blótskap allan. Hafði
konungur þá menn þessa alla í boði sínu, allt þar til er þeir
fengu sonu sína eða bræður eða aðra náfrændur í gísling til
konungs.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.