Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 233

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 233 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 233)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
232233234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þormóður Kolbrúnarskáld var í orustu undir merkjum konungs. Og er konungur var fallinn og atsókn var sem óðust þá féll konungslið hvað við annað en þeir voru flestir sárir er upp stóðu. Þormóður varð sár mjög. Gerði hann þá sem aðrir að allir opuðu þar frá er mestur þótti lífsháski en sumir runnu.


Þá hófst sú orusta er Dagshríð er kölluð. Sótti þá þangað til allt konungsliðið það er vopnfært var en Þormóður kom þá ekki í orustu því að hann var þá óvígur bæði af sárum og af mæði og stóð hann þar hjá félögum sínum þótt hann mætti ekki annað aðhafast. Þá var hann lostinn með öru í síðuna vinstri. Braut hann af sér örvarskaftið og gekk þá brott frá orustu og heim til húsanna og kom að hlöðu nokkurri. Var það mikið hús. Þormóður hafði sverð bert í hendi. Og er hann gekk inn þá gekk maður út í móti honum.


Sá mælti: "Furðu ill læti eru hér inni, veinan og gaulan, skömm mikil er karlmenn hraustir skulu eigi þola sár sín. Og vera kann að þeir konungsmennirnir hafi allvel fram gengið en allódrengilega bera þeir sárin sín."


Þormóður svarar: "Hvert er nafn þitt?"


Hann nefndist Kimbi.


Þormóður svarar: "Varstu í bardaga?"


"Var eg," segir hann, "með bóndum er betur var."


"Ertu nokkuð sár?" segir Þormóður.


"Lítt," segir Kimbi, "eða varstu í bardaga?"


Þormóður segir: "Var eg með þeim er betur höfðu."


Kimbi sá að Þormóður hafði gullhring á hendi. Hann mælti: "Þú munt vera konungsmaður. Fá þú mér gullhringinn en eg mun leyna þér. Bændur munu drepa þig ef þú verður á vegi þeirra."


Þormóður segir: "Haf þú hring ef þú færð. Látið hefi eg nú meira."


Kimbi rétti fram höndina og vildi taka hringinn. Þormóður sveiflaði til sverðinu og hjó höndina af honum og er svo sagt að Kimbi bar sár sitt engum mun betur en hinir er hann hafði fyrr á leitað. Fór Kimbi brott en Þormóður settist niður í hlöðunni og sat þar um hríð og heyrði á ræður manna.


Það var mælt þar mest að hver sagði það er séð þóttist hafa í orustu og rætt um framgöngur manna. Lofuðu sumir mest hreysti Ólafs konungs en sumir nefndu aðra menn til ekki síður.


Þá kvað Þormóður:



Ört var Ólafs hjarta.
Óð fram konungr blóði,
rekin bitu stál, á Stikla
stöðum, kvaddi lið böðvar.
Élþolla sá eg alla
Jálfaðs nema gram sjálfan,
reyndr var flestr, í fastri
fleindrífu sér hlífa.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.