Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 204

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 204 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 204)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
203204205

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þá flytja þeir her sinn út til Stafs. En er hann kom á Stafamýrar þá átti hann dvöl. Þá spurði hann til sanns að bændur fóru með her móti honum og það að þá mundi hann orustu eiga brátt. Þá kannaði konungur lið sitt og var skorað manntal. Þá fundust í hernum níu hundruð heiðinna manna.


En er konungur vissi það þá bað hann þá skírast láta, segir svo að hann vill eigi heiðna menn hafa í orustu með sér. "Munum vér," segir hann, "ekki mega treystast liðsfjölda. Guði skulum vér treystast því að með krafti og miskunn munum vér sigur fá en eigi vil eg blanda heiðnu fólki við menn mína."


En er það heyrðu heiðingjar þá báru þeir saman ráð sín og að lyktum létu skírast fjögur hundruð manna en fimm hundruð neittu kristni og sneri það lið aftur til síns lands.


Þá ganga þar fram þeir bræður með sitt lið, Gauka-Þórir og Afra-Fasti, og bjóða konungi enn gengi sitt. Hann spyr ef þeir hefðu þá skírn tekið. Gauka-Þórir segir að það var eigi. Konungur bað þá taka skírn og trú rétta en fara á brott að öðrum kosti. Þeir sneru þá frá í brott og tóku tal sín í milli og réðu um hvert ráð upp skyldi taka.


Þá mælti Afra-Fasti: "Svo er að segja frá mínu skapi að eg vil ekki aftur hverfa. Mun eg fara til orustu og veita lið öðrum hvorum en eigi þykir mér skipta í hvorum flokki eg em."


Þá svarar Gauka-Þórir: "Ef eg skal til orustu fara þá vil eg konungi lið veita því að honum er liðs þörf meiri. En ef eg skal á guð nokkuð trúa, hvað er mér verra að trúa á Hvíta-Krist en á annað goð? Nú er það mitt ráð að vér látum skírast ef konungi þykir það miklu máli skipta, förum þá síðan til orustu með honum."


Þessu játa þeir allir, ganga síðan til konungs og segja að þeir vilja þá skírn taka. Voru þeir þá skírðir af kennimönnum og voru biskupaðir. Konungur tók þá í hirðlög með sér og segir að þeir skyldu vera undir merki hans í orustu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.