Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 143

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 143 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 143)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
142143144

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Karl hinn mærski hafði verið víkingur og hinn mesti ránsmaður og hafði konungur mjög oft gerva menn til hans og vildi hann af lífi taka. En Karl var maður ættstór og mikill athafnarmaður, íþróttamaður og atgervimaður um marga hluti.


En er Karl var ráðinn til ferðar þessar þá tók konungur hann í sætt og því næst í kærleik, lét búa ferð hans sem best. Voru þeir á skipi nær tuttugu menn. Konungur gerði orðsendingar til vina sinna í Færeyjar, sendi Karl til halds og trausts þar er var Leifur Össurarson og Gilli lögsögumaður, sendi til þess jarteinir sínar.


Fór Karl þegar er hann var búinn. Byrjaði þeim vel og komu til Færeyja og lögðu í Þórshöfn í Straumey. Síðan var þar þing stefnt og kom þar fjölmennt. Þar kom Þrándur úr Götu með flokk mikinn. Þar kom og Leifur og Gilli. Höfðu þeir og fjölmenni mikið. En er þeir höfðu tjaldað og um búist þá gengu þeir til fundar við Karl mærska. Voru þar kveðjur góðar. Síðan bar Karl orð og jartegnir Ólafs konungs og vinmæli til þeirra Gilla og Leifs. Þeir tóku því vel og buðu Karli til sín og að flytja erindi hans og veita honum slíkt traust sem þeir hefðu föng á. Hann tók því þakksamlega.


Litlu síðar kom þar Þrándur og fagnaði vel Karli. "Em eg," segir hann, "feginn orðinn er slíkur drengur hefir komið hingað til lands vors með erindi konungs vors er vér erum allir skyldir undir að standa. Vil eg ekki annað Karl en þú farir til mín til veturvistar og það með þér allt þíns liðs er þinn vegur væri þá meiri en áður."


Karl svarar að hann var áður ráðinn að fara til Leifs "en eg mundi ellegar," segir hann, "fúslega þiggja þetta boð."


Þrándur svarar: "Þá mun Leifi auðið vegsmuna af þessu. En eru nokkurir aðrir hlutir þá þeir er eg megi þá svo gera að yður sé liðsemd að?"


Karl svarar að honum þótti mikið í veitt að Þrándur drægi saman skattinn um Austurey og svo um allar Norðureyjar. Þrándur sagði að það var skylt og heimilt að hann veitti þann beina að erindi konungs. Gengur Þrándur þá aftur til búðar sinnar. Varð á því þingi ekki fleira til tíðinda.


Fór Karl til vistar með Leifi Össurarsyni og var hann þar um veturinn eftir. Heimti Leifur skatt saman um Straumey og um allar eyjar suður þaðan.


Um vorið eftir fékk Þrándur úr Götu vanheilsu, hafði augnaþunga og þó enn kramar aðrar en þó bjóst hann að fara til þings sem vandi hans var. En er hann kom á þingið og búð hans var tjölduð þá lét hann tjalda undir svörtum tjöldum innan af til þess að þá væri síður skíðdræpt.


En er dagar nokkurir voru liðnir af þinginu þá ganga þeir Leifur og Karl til búðar Þrándar og voru fjölmennir. En er þeir komu að búðinni þá stóðu þar úti nokkurir menn. Leifur spurði hvort Þrándur væri inni í búðinni. Þeir sögðu að hann var þar.


Leifur mælti að þeir skyldu biðja Þránd út ganga. "Eigum við Karl erindi við hann," segir hann.


En er þeir menn komu aftur þá sögðu þeir að Þrándur hafði þann augnaverk að hann mátti eigi út koma "og bað hann Leifur að þú skyldir inn ganga."


Leifur mælti við förunauta sína að þeir skyldu fara varlega er þeir kæmu í búðina, þröngvast eigi, "gangi sá fyrstur út er síðast gengur inn."


Leifur gekk fyrst inn en þar næst Karl, þá hans förunautar og fóru með alvæpni sem þá að þeir skyldu til bardaga búast. Leifur gekk innar að hinum svörtum tjöldunum, spurði þá hvar Þrándur væri. Þrándur svaraði og heilsaði Leifi. Leifur tók kveðju hans, spurði síðan hvort hann hefði nokkuð skatt heimt um Norðureyjar eða hver greiði þá mundi á vera um silfrið.


Þrándur svaraði og sagði að eigi hefði honum það úr hug horfið er þeir Karl höfðu rætt og svo að greiði mundi á verða um skattinn. "Er hér sjóður Leifur er þú skalt við taka og er fullur af silfri."


Leifur sást um og sá fátt manna í búðinni. Lágu menn í pöllunum en fáir sátu upp. Síðan gekk Leifur til Þrándar og tók við sjóðnum og bar utar í búðina þar er ljóst var og steypti silfrinu ofan á skjöld sinn, rótaði í hendi sinni og mælti að Karl skyldi sjá silfrið. Þeir litu á um stund.


Þá spurði Karl hvernug Leifi sýndist silfrið.


Hann svarar: "Það hygg eg að hver sá peningur, er illur er í Norðureyjum, að hér muni kominn."


Þrándur heyrði þetta og mælti: "Sýnist þér eigi vel silfrið Leifur?"


"Svo er," segir hann.


Þrándur mælti: "Eigi eru þeir þó meðalmannníðingar frændur vorir er þeim má til einskis trúa. Eg hefi sent þá í vor að heimta skatt norður í eyjar er eg var að engu fær í vor en þeir hafa tekið mútur af bóndum að taka fals slíkt er eigi þykir gjaldgengt. Og er hitt vænst Leifur að sjá þetta silfur er goldist hefir í landskuldir mínar."


Bar Leifur þá aftur silfrið en tók við sjóð öðrum og bar þann til Karls. Rannsökuðu þeir það fé. Spurði Karl hversu Leifi sýndist þetta fé.


Hann sagði að honum þótti þetta fé vont og eigi svo, að um þær skuldir er óvandlega var fyrir mælt, að eigi yrði slíkt þá tekið "en eigi vil eg þetta fé konungi til handa taka."


Maður einn, sá er lá í pallinum, kastaði feldi af höfði sér og mælti: "Satt er hið fornkveðna: Svo ergist hver sem eldist. Svo er þér og Þrándur, lætur Karl hinn mærska reka fé fyrir þér í allan dag."


Þar var Gautur hinn rauði.


Þrándur hljóp upp við orð Gauts og varð málóði, veitti þeim stórar átölur frændum sínum. En að lyktum mælti hann að Leifur skyldi selja honum það silfur "en tak hér við sjóð er landbúar mínir hafa fært mér heim í vor. En þótt eg sé óskyggn þá er þó sjálf hönd hollust."


Maður reis upp við ölboga er lá í pallinum. Þar var Þórður hinn lági. Hann mælti: "Eigi hljótum vér meðalorðaskak af honum Mæra-Karli og væri hann launa fyrir verður."


Leifur tók við sjóðnum og bar enn fyrir Karl. Sáu þeir það fé. Mælti Leifur: "Ekki þarf lengi að sjá á þetta silfur. Hér er hver peningur öðrum betri og viljum vér þetta fé hafa. Fá þú til Þrándur mann að sjá reislur."


Þrándur sagði að honum þótti best til fengið að Leifur sæi fyrir hans hönd. Gengu þeir Leifur þá út og skammt frá búðinni. Settust þeir þá niður og reiddu silfrið. Karl tók hjálm af höfði sér og hellti þar í silfri þá er vegið var. Þeir sáu mann ganga hjá sér og hafði refði í hendi og hött síðan á höfði og heklu græna, berfættur, knýtt línbrókum að beini.


Hann setti niður refðið í völl og gekk frá og mælti: "Sjá þú við Mæra-Karl að þér verði eigi mein að refði mínu."


Litlu síðar kom þar maður hlaupandi og kallaði ákaflega á Leif Össurarson, bað hann fara sem skjótast til búðar Gilla lögsögumanns, "þar hljóp inn um tjaldskarar Sigurður Þorláksson og hefir særðan búðarmann hans til ólífis."


Leifur hljóp þegar upp og gekk á brott til fundar við Gilla. Gekk með honum allt búðarlið hans en Karl sat eftir. Þeir Austmennirnir stóðu í hring um hann. Gautur rauði hljóp að og hjó með handöxi yfir herðar mönnum og kom högg það í höfuð Karli og varð sár það ekki mikið. Þórður lági greip upp refðið er stóð í vellinum og lýstur á ofan öxarhamarinn svo að öxin stóð í heila. Þusti þá fjöldi manna út úr búð Þrándar. Karl var þaðan dauður borinn.


Þrándur lét illa yfir verki þessu og bauð þó fé til sátta fyrir frændur sína. Leifur og Gilli gengu að eftirmáli og kom þar eigi fébótum fyrir. Varð Sigurður útlagur fyrir áverka þann er hann veitti búðunaut Gilla en Þórður og Gautur fyrir víg Karls. Austmenn bjuggu skip það er Karl hafði haft þangað og fóru austur á fund Ólafs konungs. En þess varð eigi auðið að Ólafur konungur hefndi þessa við Þránd eða frændur hans fyrir þeim ófriði er þá hafði gerst í Noregi og enn mun verða frá sagt.


Og er nú lokið að segja frá þeim tíðindum er urðu af því er Ólafur konungur heimti skatt af Færeyjum. En þó gerðust deilur síðan í Færeyjum eftir víg Karls mærska og áttust þá við frændur Þrándar úr Götu og Leifur Össurarson og eru frá því stórar frásagnir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.