Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 131

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 131 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 131)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
130131132

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Knútur hinn ríki sendi menn vestan af Englandi til Noregs og var þeirra ferð búin allveglega. Höfðu þeir bréf og innsigli Englakonungs, Knúts. Þeir komu á fund Ólafs Haraldssonar Noregskonungs um vorið í Túnsbergi.


En er konungi var sagt að þar voru komnir sendimenn Knúts hins ríka þá varð hann styggur við, segir svo að Knútur mundi enga menn þangað senda með þeim erindum er honum eða hans mönnum mundi gagn í vera og var það nokkura daga er sendimenn náðu ekki fundi konungs.


En er þeir fengu lof til að mæla við hann þá gengu þeir fyrir konung og báru fram bréf Knúts konungs og segja erindi þau sem fylgdu að Knútur konungur kallar sína eign á Noregi öllum og telur að hans foreldrar hafa það ríki haft fyrir honum. En fyrir þeim sökum að Knútur konungur vill frið bjóða til allra landa þá vill hann eigi herskildi fara til Noregs ef annars er af kostur. En ef Ólafur konungur Haraldsson vill vera konungur yfir Noregi þá fari hann á fund Knúts konungs og taki landið í lén af honum og gerist hans maður og gjaldi honum skatta slíka sem jarlar guldu fyrr. Síðan báru þeir bréf fram og sögðu þau allt slíkt hið sama.


Þá svarar Ólafur konungur: "Það hefi eg heyrt sagt í fornum frásögnum að Gormur konungur Dana þótti vera gildur þjóðkonungur og réð hann fyrir Danmörku einni. En þessum Danakonungum er síðar hafa verið þykir það ekki einhlítt. Er nú svo komið að Knútur ræður fyrir Danmörku og fyrir Englandi og hefir hann þó nú undir sig brotið mikinn hluta Skotlands. Nú kallar hann til ættleifðar minnar í hendur mér. Kunna skyldi hann hóf að um síðir um ágirni sína. Eða mun hann einn ætla að ráða fyrir öllum Norðurlöndum? Eða mun hann einn ætla að eta kál allt á Englandi? Fyrr mun hann því afla en eg færi honum höfuð mitt eða veiti honum lotning né eina. Nú skuluð þér segja honum þau mín orð að eg mun verja oddi og eggju Noreg meðan mér endast lífdagar til, enda gjalda engum manni skatt af ríki mínu."


Eftir þenna úrskurð bjuggust á brott sendimenn Knúts konungs og voru eigi erindi fegnir.


Sighvatur skáld hafði verið með Knúti konungi og gaf Knútur konungur honum gullhring þann er stóð hálfa mörk. Þá var og þar með Knúti konungi Bersi Skáld-Torfuson og gaf Knútur konungur honum tvo gullhringa og stóð hvor hálfa mörk og þar með sverð búið.


Svo kvað Sighvatur:Knútr hefir okkr hinn ítri,
alldáðgöfugr báðum
hendr, er hilmi fundum,
húnn, skrautlega búnar.
Þér gaf hann mörk eða meira
margvitr og hjör bitran
gulls, ræðr gerva öllu
guð sjálfr, en mér hálfa.

Sighvatur gerði að athvarfi við sendimenn Knúts konungs og spurði þá margra tíðinda.


Þeir sögðu honum slíkt er hann spurði af viðræðum þeirra Ólafs konungs og svo frá erindislokum. Þeir segja að hann hefði þunglega tekið þeirra málum. "Og vitum vér eigi," segja þeir, "af hverjum hann hefir traust til slíks, að neita því að gerast maður Knúts konungs og fara á fund hans. Og mundi sá hans kostur bestur því að Knútur konungur er svo mildur að aldrei gera höfðingjar svo stórt til við hann að eigi gefi hann það allt upp þegar er þeir fara á fund hans og veita honum lotning. Var það nú fyrir skömmu er til hans komu tveir konungar norðan af Skotlandi af Fífi og gaf hann þeim upp reiði sína og lönd þau öll er þeir höfðu áður átt og þar með stórar vingjafir."


Þá kvað Sighvatur:Hafa allframir jöfrar
út sín höfuð Knúti
færð úr Fífi norðan,
friðkaup var það, miðju.
Seldi Ólafr aldrei,
oft vó sigr, hinn digri
haus í heimi þvísa,
hann, engum svo manni.

Sendimenn Knúts konungs fóru aftur leið sína og byrjaði þeim vel um hafið. Fóru þeir síðan á fund Knúts konungs og sögðu honum erindislok sín og svo þau ályktarorð er Ólafur konungur mælti síðast við þá.


Knútur konungur svarar: "Eigi getur Ólafur konungur rétt ef hann ætlar að eg muni einn vilja eta kál allt á Englandi. Eg mundi vilja heldur að hann fyndi það að mér býr fleira innan rifja en kál eitt því að héðan skulu honum köld ráð koma undan hverju rifi."


Það sama sumar komu af Noregi til Knúts konungs Áslákur og Skjálgur synir Erlings af Jaðri og fengu þar góðar viðtökur því að Áslákur átti Sigríði dóttur Sveins jarls Hákonarsonar. Voru þau bræðrabörn og Hákon jarl Eiríksson. Fékk Knútur konungur þeim bræðrum veislur stórar þar með sér.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.