Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 128

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 128 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 128)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
127128129

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Ólafur konungur fór um haustið inn í Víkina og gerði orð fyrir sér til Upplanda og lét boða veislur og ætlar hann sér um veturinn að fara um Upplönd. Síðan byrjar hann ferðina og fór til Upplanda. Dvaldist Ólafur konungur þann vetur á Upplöndum, fór þar að veislum og leiðrétti þá hluti þar er honum þótti ábótavant, samdi þá þar enn kristnina er honum þótti þurfa.


Það gerðist til tíðinda þá er konungur var á Heiðmörk að Ketill kálfur af Hringunesi hóf upp bónorð sitt. Hann bað Gunnhildar dóttur Sigurðar sýrs og dóttur Ástu. Var Gunnhildur systir Ólafs konungs. Átti konungur svör og forráð máls þess. Hann tók því vænlega. Var það fyrir þá sök að hann vissi um Ketil að hann var ættstór og auðigur, vitur maður, höfðingi mikill. Hann hafði og lengi áður verið vinur Ólafs konungs mikill svo sem hér er fyrr sagt. Það allt saman bar til þess að konungur unni ráðs þessa Katli. Var þetta framgengt að Ketill fékk Gunnhildar. Var Ólafur konungur að þessi veislu.


Ólafur konungur fór norður í Guðbrandsdala, tók þar veislur. Þar bjó sá maður er hét Þórður Guttormsson á bæ þeim er á Steig heitir. Þórður var maður ríkastur í hinn nyrðra hlut Dala.


En er þeir konungur hittust þá hóf Þórður upp bónorð sitt og bað Ísríðar Guðbrandsdóttur móðursystur Ólafs konungs. Átti þar konungur svör þessa máls. En er að þeim málum var setið þá var það afráðið að þau ráð tókust og fékk Þórður Ísríðar. Gerðist hann síðan ölúðarvinur Ólafs konungs og þar með margir aðrir frændur Þórðar og vinir, þeir er eftir honum hurfu.


Fór Ólafur konungur þá aftur suður um Þótn og Haðaland, þá á Hringaríki og þaðan út í Víkina. Fór hann um vorið til Túnsbergs og dvaldist þar lengi meðan þar var kaupstefna mest og tilflutning. Lét hann þá búa skip sín og hafði með sér fjölmenni mikið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.