Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 120

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 120 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 120)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
119120121

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er þar til máls að taka er fyrr var frá horfið er þeir Erlingur og Skjálgur sonur hans gerðu ráð sín um þetta vandkvæði og staðfestist það með áeggjan Skjálgs og annarra sona hans að þeir safna liði og skera upp herör. Kom þá brátt saman lið mikið og réðu þeir til skipa og var þá skorað manntal og var nær fimmtán hundruðum manna. Fóru þeir með það lið og komu sunnudaginn í Körmt á Ögvaldsnes og gengu upp til bæjar með öllu liðinu og komu í þann tíma er lokið var guðspjalli, gengu þegar upp að kirkjunni og tóku Ásbjörn og var brotinn fjötur af honum.


En við gný þenna og vopnabrak þá hljópu allir inn í kirkjuna, þeir er áður voru úti, en þeir er í kirkju voru þá litu allir út nema konungur. Hann stóð og sást ekki um.


Þeir Erlingur skipuðu liði sínu tveim megin strætis þess er lá frá kirkju og til stofunnar. Stóð Erlingur og synir hans næst stofunni. En er allar tíðir voru sungnar þá gekk konungur þegar út úr kirkju. Gekk hann fyrst fram í kvína en síðan hver eftir öðrum hans manna. Þegar er hann kom heim að durunum þá gekk Erlingur fyrir dyrnar og laut konungi og heilsaði honum.


Konungur svarar, bað guð hjálpa honum.


Þá tók Erlingur til máls: "Svo er mér sagt að Ásbjörn frænda minn hafi sótt glæpska mikil og er það illa konungur ef svo er orðið að yður sé misþokki að. Nú em eg því kominn að bjóða fyrir hann sætt og yfirbætur þvílíkar sem þér viljið sjálfir gert hafa en þiggja þar í mót líf hans og limar og landsvist."


Konungur svarar: "Svo líst mér Erlingur sem þér munuð nú þykjast hafa vald á um mál Ásbjarnar. Veit eg eigi hví þú lætur svo sem þú skulir bjóða sættir fyrir hann. Ætla eg þig fyrir því hafa dregið saman her manns að nú ætlar þú að ráða vor í milli."


Erlingur segir: "Þér skuluð ráða og ráða svo að vér skiljumst sáttir."


Konungur mælti: "Ætlar þú að hræða mig Erlingur? Hefir þú því lið mikið?"


"Nei," segir hann.


"En ef annað býr í þá mun eg nú ekki flýja."


Erlingur segir: "Eigi þarftu að minna mig á það að þeir hafa fundir okkrir orðið hér til er eg hefi lítinn liðskost haft við þér. En nú skal ekki leyna þig því er mér býr í skapi, að eg vil að við skiljumst sáttir eða mér er von að eg hætti ekki til fleiri funda vorra."


Erlingur var þá rauður sem blóð í andliti.


Þá gekk fram Sigurður biskup og mælti til konungs: "Herra eg býð yður hlýðni fyrir guðs sakir að þér sættist við Erling eftir því sem hann býður, að maður sjá hafi lífs grið og lima en þér ráðið einir öllu sáttmáli."


Konungur svarar: "Þér skuluð ráða."


Þá mælti biskup: "Erlingur fáið þér konungi festu þá er honum líki, síðan gangi Ásbjörn til griða og á konungs vald."


Erlingur fékk festur en konungur tók við. Síðan gekk Ásbjörn til griða og á konungs vald og kyssti á hönd konungs. Sneri þá Erlingur í brott með liði sínu. Varð þá ekki að kveðjum. Gekk þá konungur inn í stofuna og Ásbjörn með honum.


Síðan lauk konungur upp sættargerðina og mælti svo: "Það skal upphaf sættar okkarrar Ásbjörn að þú skalt ganga undir landslög þau að sá maður er drepur þjónustumann konungs þá skal hann taka undir þá þjónustu sömu ef konungur vill. Nú vil eg að þú takir upp ármenning þessa er Sel-Þórir hefir haft og ráð hér fyrir búi mínu á Ögvaldsnesi."


Ásbjörn segir að svo skyldi vera sem konungur vildi. "Verð eg þó fyrst að fara til bús míns og skipa þar til."


Konungur lét sér það vel líka. Fór hann þaðan til annarrar veislu þar sem ger var í móti honum en Ásbjörn réðst þá til ferðar við föruneyti sitt. Þeir höfðu legið í leynivogum þá stund alla er Ásbjörn var í brott. Höfðu þeir njósn af hvað títt var um hans ráð og vildu eigi í brott fara fyrr en þeir vissu hvað þar réðist af. Síðan snýst Ásbjörn til ferðar og léttir eigi fyrr um vorið en hann kemur norður til bús síns. Hann var kallaður Ásbjörn Selsbani.


En er Ásbjörn hafði heima verið eigi lengi þá hittust þeir Þórir frændurnir og talast við. Spyr Þórir Ásbjörn vendilega að um ferð hans og alla atburði þá sem þar höfðu orðið til tíðinda en Ásbjörn sagði sögu þá sem gengið hafði.


Þá segir Þórir: "Þá muntu þykjast hafa rekið af hendi svívirðing þá er þú varst ræntur á hausti."


"Svo er," kvað Ásbjörn. "Eða hversu þykir þér frændi?"


"Það skal skjótt segja," kvað Þórir, "að ferð sú hin fyrri er þú fórst suður í land varð hin svívirðlegsta og stóð sú til nokkurrar umbótar en þessi för er bæði þín skömm og frænda þinna ef það skal framgengt verða að þú gerist konungsþræll og jafningi hins versta manns, Þóris sels. Nú ger þú svo mannlega að þú sit heldur að eignum þínum hér. Skulum vér frændur þínir veita þér styrk til þess að þú komir aldrei síðan í slíkt öngþveiti."


Ásbirni þótti þetta vænlegt og áður þeir Þórir skildust þá var þetta ráð staðfest að hann skyldi sitja í búi sínu og fara ekki síðan á konungs fund eða í hans þjónustu og gerði hann svo og sat heima að búum sínum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.