Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 85

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 85 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 85)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
848586

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Maður er nefndur Þórarinn Nefjólfsson. Hann var íslenskur maður. Hann var kynjaður norðan um land. Ekki var hann ættstór og allra manna vitrastur og orðspakastur. Hann var djarfmæltur við tigna menn. Hann var farmaður mikill og var löngum utanlendis. Þórarinn var manna ljótastur og bar það mest frá hversu illa hann var limaður. Hann hafði hendur miklar og ljótar en fæturnir voru þó miklu ljótari. Þórarinn var þá staddur í Túnsbergi er þessi tíðindi urðu er áður var frá sagt. Hann var málkunnigur Ólafi konungi. Þórarinn bjó þá kaupskip er hann átti og ætlaði til Íslands um sumarið. Ólafur konungur hafði Þórarin í boði sínu nokkura daga og talaði við hann. Svaf Þórarinn í konungsherbergi.


Það var einn morgun snemma að konungurinn vakti en aðrir menn sváfu í herberginu. Þá var sól farin lítt það og var ljóst mjög inni. Konungur sá að Þórarinn hafði rétt fót annan undan klæðum. Hann sá á fótinn um hríð. Þá vöknuðu menn í herberginu.


Konungur mælti til Þórarins: "Vakað hefi eg um hríð og hefi eg séð þá sýn er mér þykir mikils um vert en það er mannsfótur sá er eg hygg að engi skal hér í kaupstaðinum ljótari vera" og bað aðra menn hyggja að hvort svo sýndist.


En allir er sáu, þá sönnuðu að svo væri.


Þórarinn fann hvar til mælt var og svarar: "Fátt er svo einna hluta að örvænt sé að hitti annan slíkan og er það líklegast að hér sé enn svo."


Konungur mælti: "Heldur vil eg því að fulltingja að eigi muni fást jafnljótur fótur og svo þótt eg skyldi veðja um."


Þá mælti Þórarinn: "Búinn em eg að veðja um það við yður að eg mun finna í kaupstaðinum ljótara fót."


Konungur segir: "Þá skal sá okkar kjósa bæn af öðrum er sannara hefir."


"Svo skal vera," segir Þórarinn.


Hann brá þá undan klæðunum öðrum fætinum og var sá engum mun fegri og þar var af hin mesta táin.


Þá mælti Þórarinn: "Sjá hér nú konungur annan fót og er sjá því ljótari að hér er af ein táin og á eg veðféið."


Konungur segir: "Er hinn fóturinn því ófegri að þar eru fimm tær ferlegar á þeim en hér eru fjórar og á eg að kjúsa bæn að þér."


Þórarinn segir: "Dýrt er drottins orð, eða hverja bæn viltu af mér þiggja?"


Hann segir: "Þá að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni."


Þórarinn svarar: "Eigi hefi eg komið til Grænlands."


Konungur segir: "Farmaður slíkur sem þú ert þá er þér nú mál að fara til Grænlands ef þú hefir eigi fyrr komið."


Þórarinn svarar fá um þetta mál fyrst en er konungur hélt fram þessari málaleitan þá veikst Þórarinn eigi með öllu af hendi og mælti svo: "Heyra skal eg yður láta konungur bæn þá er eg hafði hugað að biðja ef mér bærist veðféið en það er að eg vildi biðja yður hirðvistar. En ef þér veitið mér það þá verð eg skyldari til að leggjast eigi undir höfuð það er þér viljið kvatt hafa."


Konungur játaði þessu og gerðist Þórarinn hirðmaður hans. Þá bjó Þórarinn skip sitt og er hann var búinn þá tók hann við Hræreki konungi.


En er þeir skildust Ólafur konungur og Þórarinn þá mælti Þórarinn: "Nú ber svo til konungur sem eigi er örvænt og oft kann verða að vér komum eigi fram Grænlandsferðinni, ber oss að Íslandi eða öðrum löndum, hvernug skal eg skiljast við konung þenna þess að yður megi líka?"


Konungur segir: "Ef þú kemur til Íslands þá skaltu selja hann í hendur Guðmundi Eyjólfssyni eða Skafta lögsögumanni eða öðrum nokkurum höfðingjum, þeim er taka vilja við vináttu minni og jartegnum. En ef þig ber að öðrum löndum þeim er hér eru nær þá haga þú svo til að þú vitir víst að Hrærekur komi aldrei síðan lífs til Noregs en ger það því að einu ef þú sérð engi önnur föng á."


En er Þórarinn var búinn og byr gaf þá sigldi hann allt útleiði fyrir utan eyjar og norður frá Líðandisnesi stefndi hann í haf út. Honum byrjaði ekki skjótt en hann varaðist það mest að koma við landið. Hann sigldi fyrir sunnan Ísland og hafði vita af og svo vestur um landið í Grænlandshaf. Þá fékk hann réttu stóra og volk mikil en er á leið sumarið tók hann Ísland í Breiðafirði.


Þorgils Arason kom þá fyrst til þeirra, virðingamanna. Þórarinn segir honum orðsending og vináttumál og jartegnir Ólafs konungs er fylgdu viðurtöku Hræreks konungs. Þorgils varð við vel og bauð til sín Hræreki konungi og var hann með Þorgilsi Arasyni um veturinn. Hann undi þar eigi og beiddi að Þorgils léti fylgja honum til Guðmundar og segir að hann þóttist það spurt hafa að með Guðmundi var rausn mest á Íslandi og væri hann honum til handa sendur. Þorgils gerði sem hann beiddi, fékk menn til og lét fylgja honum til handa Guðmundi á Möðruvöllum.


Tók Guðmundur vel við Hræreki fyrir sakir konungs orðsendingar og var hann með Guðmundi vetur annan. Þá undi hann þar eigi lengur. Þá fékk Guðmundur honum vist á litlum bæ er heitir á Kálfskinni og var þar fátt hjóna. Þar var Hrærekur hinn þriðja vetur og sagði hann svo að síðan er hann lét af konungdómi, að hann hefði þar verið svo að honum hafði best þótt því að þar var hann af öllum mest metinn. Eftir um sumarið fékk Hrærekur sótt þá er hann leiddi til bana. Svo er sagt að sá einn konungur hvílir á Íslandi.


Þórarinn Nefjólfsson hafðist síðan lengi í förum en var stundum með Ólafi konungi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.