Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 76

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 76 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 76)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
757677

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Svo er sagt að Ólafur konungur var á veislunni með Ástu móður sinni að hún leiddi fram börn sín og sýndi honum. Konungur setti á kné sér Guttorm bróður sinn en á annað kné Hálfdan bróður sinn. Konungur sá á sveinana. Þá yggldist hann og leit reiðulega til þeirra. Þá glúpnuðu sveinarnir.


Þá bar Ásta til hans hinn yngsta son sinn er Haraldur hét. Þá var hann þrevetur. Konungurinn yggldist á hann en hann sá upp í mót honum. Þá tók konungur í hár sveininum og kippti. Sveinninn tók upp í kampinn konunginum og hnykkti.


Þá mælti konungurinn: "Hefnisamur muntu síðar frændi."


Annan dag reikaði konungur úti um bæinn og Ásta móðir hans með honum. Þá gengu þau að tjörn nokkurri. Þar voru þá sveinarnir synir Ástu og léku sér, Guttormur og Hálfdan. Þar voru gervir bæir stórir og kornhlöður stórar, naut mörg og sauðir. Það var leikur þeirra. Skammt þaðan frá við tjörnina hjá leirvík nokkurri var Haraldur og hafði þar tréspánu og flutu þeir við landið margir. Konungurinn spurði hann hvað það skyldi. Hann kvað það vera herskip sín.


Þá hló konungur að og mælti: "Vera kann frændi að þar komi að þú ráðir fyrir skipum."


Þá kallaði konungur þangað Hálfdan og Guttorm. Þá spurði hann Guttorm: "Hvað vildir þú flest eiga frændi?"


"Akra," segir hann.


Konungur mælti: "Hversu víða akra mundir þú eiga vilja?"


Hann svarar: "Það vildi eg að nesið væri þetta allt sáið hvert sumar er út gengur í vatnið."


En þar stóðu tíu bæir.


Konungurinn svarar: "Mikið korn mætti þar á standa."


Þá spurði hann Hálfdan hvað hann vildi flest eiga.


"Kýr," segir hann.


Konungur spurði: "Hversu margar vildir þú kýr eiga?"


Hálfdan segir: "Þá er þær gengju til vatns skyldu þær standa sem þykkst umhverfis vatnið."


Konungurinn svarar: "Bú stór viljið þið eiga. Það er líkt föður ykkrum."


Þá spyr konungur Harald: "Hvað vildir þú flest eiga?"


Hann svarar: "Húskarla," segir hann.


Konungur mælti: "Hve marga viltu þá eiga?"


"Það vildi eg að þeir ætu að einu máli kýr Hálfdanar bróður míns."


Konungur hló að og mælti til Ástu: "Hér muntu konung upp fæða móðir."


Eigi er þá getið fleiri orða þeirra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.