Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÓHHkr ch. 22

Óláfs saga helga (in Heimskringla) 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÓHHkr ch. 22)

HeimskringlaÓláfs saga helga (in Heimskringla)
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Eiríkur jarl lét sér ekki líka að Erlingur Skjálgsson hefði svo mikið ríki og tók hann undir sig allar konungseigur þær er Ólafur konungur hafði veitt Erlingi. En Erlingur tók jafnt sem áður allar landskyldir um Rogaland og guldu landsbúar oft tvennar landskyldir en að öðrum kosti eyddi hann jarðarbyggðina. Lítið fékk jarl af sakeyri því að ekki héldust þar sýslumennirnir og því aðeins fór jarl þar að veislum ef hann hefði mikið fjölmenni.


Þess getur Sighvatur:Erlingr var svo að jarla
átt, er skjöldungr máttit,
Ólafs mágr, svo að ægði,
aldyggs sonar Tryggva.
Næst gaf sína systur
snarr búþegna harri,
Úlfs föðr var það, aðra,
aldrgifta, Rögnvaldi.

Eiríkur jarl orti fyrir því ekki á að berjast við Erling að hann var frændstór og frændmargur, ríkur og vinsæll. Sat hann jafnan með fjölmenni svo sem þar væri konungshirð. Erlingur var oft á sumrum í hernaði og fékk sér fjár því að hann hélt teknum hætti um rausn og stórmennsku þótt hann hefði þá minni veislur og óhallkvæmri en um daga Ólafs konungs mágs síns.


Erlingur var allra manna fríðastur og mestur og sterkastur, vígur hverjum manni betur og um allar íþróttir líkastur Ólafi konungi Tryggvasyni.


Þess getur Sighvatur:Erlingi varð engi
annar lendra manna,
ör sá er átti fleiri
orrustur, stoð þorrinn.
Þrek bar seggr til sóknar
sinn, því að fyrst gekk innan,
mildr, í marga hildi,
mest, en úr á lesti.

Það hefir jafnan verið mál manna að Erlingur hafi göfgastur allra lendra manna verið í Noregi. Þau voru börn Erlings og Ástríðar: Áslákur, Skjálgur, Sigurður, Loðinn, Þórir og Ragnhildur er átti Þorbergur Árnason.


Erlingur hafði jafnan með sér níu tigu frelsingja eða fleira og var það bæði vetur og sumar að þar var máldrykkja að dagverðarborði en að náttverði var ómælt drukkið. En þá er jarlar voru nær hafði hann tvö hundruð manna eða fleira. Aldrei fór hann fámennri en með tvítugsessu alskipaða. Erlingur átti skeið mikla, tvö rúm hins fjórða tigar og þó mikil að því. Hann hafði hana í víking eða stefnuleiðangur og voru þar á tvö hundruð manna eða meir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.