Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

MGóð ch. 23

Magnúss saga ins góða 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (MGóð ch. 23)

HeimskringlaMagnúss saga ins góða
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Einn dag þá er Magnús konungur sat í hásæti og var fjölmennt
um hann sat Sveinn Úlfsson á fótskörinni fyrir konunginum.



Þá tók konungur til máls: "Kunnigt vil eg gera höfðingjum og
allri alþýðu þá ráðagerð sem eg vil vera láta. Hér er kominn
til mín ágætur maður, bæði að ættum og af sjálfum sér, Sveinn
Úlfsson. Hann hefir nú gerst minn maður og selt mér trú sína
til þess. En svo sem þér vitið, að allir Danir hafa í sumar
gerst mínir menn, þá er nú landið höfðingjalaust, er eg em í
brott farinn, en þar er sem þér vitið mjög herskátt af Vindum
og Kúrum og öðrum Austurvegsmönnum eða svo Söxum. Hét eg þeim
og að fá höfðingja til landvarnar og landstjórnar. Sé eg þar
engan mann jafnvel til fallinn fyrir allra hluta sakir sem
Svein Úlfsson. Hefir hann ætt til þess að vera höfðingi. Nú
mun eg gera hann jarl minn og fá honum í hendur Danaveldi til
yfirsóknar meðan eg em í Noregi svo sem Knútur hinn ríki
setti Úlf jarl, föður hans, höfðingja yfir Danmörk þá er
Knútur var á Englandi."



Einar þambarskelfir segir: "Ofjarl, ofjarl, fóstri."



Konungur mælti reiðulega: "Fátt þykir yður eg kunna. En mér
líst svo sem yður þyki sumt ofjarlar en sumt ekki að mönnum."



Þá stóð konungur upp og tók sverð og festi á linda Sveini.
Síðan tók hann skjöld og festi á öxl honum, setti síðan hjálm
á höfuð honum og gaf honum jarlsnafn og veislur slíkar í
Danmörk sem þar hafði áður haft Úlfur jarl faðir hans. Síðan
var fram borið skrín með helgum dómum. Lagði Sveinn þar á
hendur sínar og sór trúnaðareiða Magnúsi konungi. Síðan
leiddi konungur jarl til hásætis með sér.



Svo segir Þjóðólfur:



Sjálfr var austr við Elfi

Úlfs mögr og hét fögru.

Þar réð Sveinn að sverja

sínar hendr að skríni.

Réð Ólafs sonr eiðum,

átt hafa þeirra sáttir

skemmra aldr en skyldi,

Skánunga gramr, hánum.


Fór þá Sveinn jarl til Danmerkur og var þar við honum vel
tekið af allri alþýðu. Tók hann sér þá hirð og gerðist brátt
höfðingi mikill. Fór hann um veturinn víða um landið og
vingaðist mjög við stórmenni. Var hann og vinsæll af alþýðu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.