Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

MErl ch. 3

Magnúss saga Erlingssonar 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (MErl ch. 3)

HeimskringlaMagnúss saga Erlingssonar
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Hákon konungur fór þegar um vorið eftir páskir norður til Þrándheims. Hann hafði þá skip öll þau er átt hafði Ingi konungur. Hákon átti þing í býnum í Kaupangi og var hann þar til konungs tekinn um allt land. Þá gaf hann Sigurði af Reyri jarldóm og var hann þar til jarls tekinn. Síðan fóru þeir Hákon aftur suður og allt í Vík austur. Fór konungur til Túnsbergs en sendi Sigurð jarl austur í Konungahellu að verja land með sumu liðinu ef Erlingur kæmi sunnan.


Þeir Erlingur komu að Ögðum og héldu þegar norður til Björgynjar. Þeir drápu þar Árna Brígiðarskalla, sýslumann Hákonar konungs, og fóru aftur austur þaðan til móts við Hákon konung. En Sigurður jarl hafði ekki orðið var við sunnanferðina Erlings og var hann þá enn austur við Elfi en Hákon konungur var í Túnsbergi. Erlingur lagði við Hrossanes og lá þar nokkurar nætur. Hákon konungur bjóst við í býnum.


Erlingur lagði að býnum. Þeir tóku byrðing einn og hlóðu með viði og hálmi og lögðu í eld en veðrið stóð upp í býinn og rak byrðinginn að býnum. Hann lét bera kaðla tvo á byrðinginn og tengja við skútur tvær, lét róa svo eftir sem byrðinginn rak fyrir. En er eldurinn var mjög kominn inn að býnum þá héldu þeir köðlum er á skútunum voru svo að eigi mátti býrinn brenna. Reyk lagði svo þykkt í býinn að ekki sá af bryggjunum þar sem fylking konungs stóð. Síðan lagði Erlingur öllu liðinu utan eftir, á veðrið eldinum og skutu upp á þá. En er býjarmenn sáu að eldurinn nálgaðist hús þeirra og margir urðu sárir af skotum þá gerðu þeir ráð sitt og sendu Hróald prest langtölu út á fund Erlings að taka sér grið og býnum af Erlingi og rufu fylking konungs þá er Hróaldur sagði þeim að griðin voru tekin. En er býjarmannalið var brott farið þá þynntist lið á bryggjunum.


Eggjuðu þá sumir Hákonar menn að við skyldi taka en Önundur Símonarson sagði svo, er þá hafði mest ráð fyrir liðinu: "Eigi mun eg berjast til ríkis Sigurði jarli en hann sé hvergi nær."


Síðan flýði Önundur og þá allt lið með konungi og fóru upp á land og féll þar mjög mart manna af Hákonar liði.


Svo var þá kveðið:Önundr kvaðst eigi mundu
við orrostu kosta,
fyrr en sunnan sigldi
Sigurðr jarl með húskarla.
Mjök fara Magnúss rekkar
mætir upp á stræti.
En Hákonar haukar
hart skunduðu undan.

Þorbjörn Skakkaskáld segir svo:Greitt frá eg, gumna drottinn,
gríðar fáks, í víðu,
trauðr era tenn að rjóða,
Túnsbergi þér snúna.
Hræddust bjartra brodda
býjarmenn við rennu.
Uggðu eld og sveigðan
álm dynviðir málma.

Hákon konungur fór hið efra norður í Þrándheim. En er Sigurður jarl spurði þetta þá fór hann með skipum öllum þeim er hann fékk hið ytra norður til móts við Hákon konung.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.