Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

MbHg ch. 16

Magnúss saga blinda ok Haralds gilla 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (MbHg ch. 16)

HeimskringlaMagnúss saga blinda ok Haralds gilla
1516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Sigurður slembidjákn og nokkurir menn með honum komu þar til herbergis er konungur svaf og brutu upp hurðina og gengu þar inn með brugðnum vopnum. Ívar Kolbeinsson vann fyrst á Haraldi konungi.


En konungur hafði drukkinn niður lagst og svaf fast og vaknaði við það er menn vógu að honum og mælti í óvitinu: "Sárt býrð þú nú við mig Þóra."


Hún hljóp upp við og mælti: "Þeir búa sárt við þig er verr vilja þér en eg."


Lét Haraldur konungur þar líf sitt. En Sigurður með sína menn gekk í brott. Lét hann þá kalla sér þá menn er honum höfðu heitist til föruneytis ef hann fengi Harald konung tekið af lífdögum.


Þá gengu þeir Sigurður og hans menn til skútu nokkurrar og skipuðust menn við árar og reru út á voginn undir konungsgarð. Tók þá að lýsa af degi. Þá stóð Sigurður upp og talaði við þá er stóðu á konungsbryggju og lýsti vígi Haralds konungs sér á hendur og beiddist af þeim viðurtöku og þess að þeir tækju hann til konungs svo sem burðir hans voru til.


Þá dreif þannug á bryggjurnar mart manna úr konungsgarði og svöruðu allir, sem einum munni mælti, sögðu að það skyldi aldrei verða að þeir veiti hlýðni og þjónan þeim manni er myrt hafði bróður sinn "en ef hann var eigi þinn bróðir þá áttu enga ætt til að vera konungur."


Þeir börðu saman vopnum sínum, dæmdu þá alla útlaga og friðlausa. Þá var blásið konungslúðri og stefnt saman öllum lendum mönnum og hirðmönnum en Sigurður og hans menn sáu þann sinn kost hinn fegursta að verða í brottu.


Hann hélt á Norður-Hörðaland og átti þar þing við bændur. Gengu þeir undir hann og gáfu honum konungsnafn. Þá fór hann inn í Sogn og átti þar þing við bændur. Var hann og þar til konungs tekinn. Þá fór hann norður í Fjörðu. Var honum þar vel fagnað.


Svo segir Ívar Ingimundarson:Tóku við mildum
Magnúss syni
Hörðar og Sygnir
að Harald fallinn.
Sórust margir
menn á þingi
buðlungs syni
í bróður stað.

Haraldur konungur var jarðaður í Kristskirkju hinni fornu.sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.