Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

MbHg ch. 11

Magnúss saga blinda ok Haralds gilla 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (MbHg ch. 11)

HeimskringlaMagnúss saga blinda ok Haralds gilla
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Réttibur konungur lét bjóða þeim er í kastalanum voru að ganga út og hafa lífsgrið með vopnum og klæðum og gulli. Gervallir æptu að móti og gengu út á borgina, sumir skutu, sumir grýttu, sumir skutu staurum og varð þá mikil orusta. Féll þá af hvorumtveggjum og miklu fleira af Vindum.


Solveig kom upp á Sólbjargir og segir þar tíðindin. Þá var skorin herör og send til Skúrbága. Þar var samburðaröl nokkuð og mart manna. Þar var sá bóndi er Ölvir hét mikilmunnur.


Þá hljóp hann upp þegar og tók skjöld og hjálm og mikla öxi í hönd sér og mælti: "Stöndum upp, góðir drengir, og takið vopn yður og förum til liðveislu við býjarmenn því að það mun skömm þykja hverjum manni er það spyr að vér sitjum hér og kýlum öl en góðir drengir skulu leggja líf sitt í hættu í býnum fyrir vorar sakir."


Margir svöruðu og mæltu í mót, sögðu að þeir mundu týna sér en koma bæjarmönnum að engu liði.


Þá hljóp Ölvir upp og mælti: "Þótt allir dveljist eftir þá skal eg þó fara einn samt og láta skulu heiðingjar einn eða tvo fyrir mig áður en eg falli," hleypur ofan til býjarins.


Menn fara eftir honum og vildu sjá ferð hans og svo ef honum mætti nokkuð við hjálpa. En er hann kom svo nær kastala að heiðnir menn sáu hann þá hljópu í mót honum átta menn alvopnaðir. En er þeir mættust hljópu heiðnir menn umhverfis hann. Ölvir reiddi upp öxina og laust fremri hyrnu undir kverk þeim er á bak honum stóð svo að sundur sneið kjálkann og barkann og féll sá opinn á bak aftur. Þá reiddi hann fram öxina fyrir sig og höggur annan í höfuðið og klauf þann í herðar niður. Síðan sóttust þeir og drap hann þá enn tvo og varð sjálfur sár mjög en þeir fjórir er eftir voru flýðu þá. Ölvir rann eftir þeim en díki nokkuð var fyrir þeim, tveir hinir heiðnu hljópu þar í og drap Ölvir þá báða. Stóð hann þá og fastur í díkinu. En tveir heiðingjar komust undan af þeim átta. Þeir menn er fylgt höfðu Ölvi tóku hann og fluttu hann með sér til Skúrbága og varð hann græddur að heilu. Og er það mál manna að eigi hafi maður farið drengilegri ferð.


Lendir menn tveir, Sigurður Gyrðarson bróðir Filippuss og Sigarður, komu með sex hundruð manna til Skúrbága og hvarf Sigurður aftur með fjögur hundruð manna og þótti síðan lítils verður og lifði skamma stund. Sigarður fór með tvö hundruð manna til býjarins og barðist þar við heiðna menn og féll þar með öllu liði sínu.


Vindur sóttu kastalann en konungur og stýrimenn stóðu fyrir utan bardagann. Í einhverjum stað þar er Vindur stóðu var einn maður og skaut af boga og mann til bana með hverri ör. Tveir menn stóðu fyrir honum með skjöldu.


Þá mælti Sæmundur við Ásmund son sinn að þeir skyldu skjóta að skytanum báðir senn "en eg mun skjóta að þeim er skjöldinn ber."


Hann gerði svo en sá skaut skildinum fyrir sig. Þá skaut Ásmundur milli skjaldanna og kom örin í enni skytanum svo að út kom í hnakkann og féll sá dauður á bak aftur. En er Vindur sáu það þá ýldu þeir allir sem hundar eða vargar.


Þá lét Réttibur konungur kalla til þeirra og bjóða þeim grið en þeir neituðu því. Síðan veittu heiðingjar harða atsókn. Þá var sá einn af heiðnum mönnum er svo nær gekk að allt gekk að kastalahurðinni og lagði sverði þann mann er fyrir innan stóð hurðina en menn báru að honum skot og grjót og var hann hlífðarlaus en svo var hann fjölkunnigur að ekki vopn festi á honum.


Þá tók Andrés prestur vígðan eld og signaði og skar tundur og lagði í eld og setti á örvarodd og fékk Ásmundi en hann skaut þessi ör að hinum fjölkunnga manni og beit þetta skot svo að honum vann að fullu og féll hann dauður á jörð. Þá létu heiðingjar illilega enn sem fyrr, ýldu og gnístu. Gekk þá allt fólk til konungs. Þótti kristnum mönnum þá sem væri til ráðs að þeir mundu undan leita. Þá skildi túlkur sá er kunni vindversku hvað höfðingi sá mælti er Únibur er nefndur.


Hann mælti svo: "Þetta fólk er atalt og illt viðskiptis og þótt vér tækjum allt það fé er í þessum stað er, þá mættum vér gefa til annað fé jafnmikið að vér hefðum eigi komið hér, svo höfum vér mikið lið látið og marga höfðingja. Og fyrst í dag, er vér tókum að berjast við kastala, þá höfðu þeir til varnar skot og spjót, því næst börðu þeir oss með grjóti og nú berja þeir oss með keflivölum sem hunda. Sé eg fyrir því að þeirra föng þverra til varnar og skulum vér enn gera þeim harða hríð og freistum þeirra."


En svo var sem hann sagði að þá skutu þeir staurum en í fyrstu hríð höfðu þeir borið óvarlega skotvopn og grjót. En er kristnir menn sáu að minnkaðist fjöldi að staurunum hjuggu þeir í tvo hvern staurinn. En heiðingjar sóttu að þeim og gerðu harða hríð og hvíldust í milli. Gerðust hvorirtveggju móðir og sárir.


Og í einhverri hvíld þá lét konungur enn bjóða þeim grið, að þeir skyldu hafa vopn sín og klæði og það er þeir bæru sjálfir út yfir kastalann. Þá var fallinn Sæmundur húsfreyja og var það ráð manna þeirra er eftir voru að gefa upp kastala og sjálfa sig í vald heiðinna manna og var það hið ósnjallasta ráð fyrir því að heiðingjar efndu eigi orð sín, tóku alla menn, karla og konur og börn, drápu mart, allt það er sárt var og ungt og þeim þótti illt að flytja eftir sér. Þeir tóku allt fé það er þar var í kastalanum. Þeir gengu inn í Krosskirkju og rændu hana að öllu skrúði sínu.


Andrés prestur gaf Réttibur konungi refði silfurbúið en Dúnimis systursyni hans fingurgull. Fyrir því þóttust þeir vita að hann mundi vera nokkur ráðamaður í staðinum og virtu hann meira en aðra menn. Þeir tóku krossinn helga og höfðu braut. Þá tóku þeir taboluna er stóð fyrir altarinu, er Sigurður konungur hafði gera látið í Grikklandi og haft í land. Þeir lögðu hana niður á gráðuna fyrir altarið. Þá gengu þeir út úr kirkjunni.


Þá mælti konungur: "Þetta hús hefir verið búið með ást mikilli við þann guð er þetta hús á og svo líst mér sem gætt muni lítt hafa verið til staðarins eða hússins því að eg sé að guð er reiður þeim er varðveita."


Réttibur konungur gaf Andrési presti kirkjuna og skrínið, krossinn helga, bókina plenarium og klerka fjóra. En heiðnir menn brenndu kirkjuna og öll húsin, þau er í kastalanum voru. En sá eldur, er þeir höfðu tendrað í kirkjunni, slokknaði tvisvar. Þá hjuggu þeir ofan kirkjuna, tók þá að loga innan öll og brann sem önnur hús. Þá fóru heiðingjar til skipa sinna með herfangi og könnuðu lið sitt. En er þeir sáu skaða sinn þá tóku þeir að herfangi allt fólkið og skiptu milli skipanna. Þá fóru þeir Andrés prestur á konungsskipið og með krossinn helga. Þá kom ótti yfir heiðingja af þeirri bending er yfir konungsskipið kom hiti svo mikill að allir þeir þóttust nær brenna. Konungur bað túlkinn spyrja prest hví svo varð.


Hann sagði að almáttigur guð, sá er kristnir menn trúðu á, sendi þeim mark reiði sinnar er þeir dirfðust þess að hafa með höndum hans píslarmark, þeir er eigi vilja trúa á skapara sinn: "Og svo mikill kraftur fylgir krossinum að oft hafa orðið fyrr þvílíkar jartegnir yfir heiðnum mönnum þá er þeir höfðu hann með höndum og sumar enn berari."


Konungur lét skjóta á skipbátinn kennimönnum og bar Andrés krossinn í faðmi sér. Þeir leiddu bátinn fram með endilöngu skipinu og fram fyrir barðið og aftur með öðru borði til lyftingar, skutu síðan við forkum og hrundu bátinum inn að bryggjunum. Síðan fór Andrés prestur með krossinn um nóttina til Sólbjarga og var bæði hregg og rota. Andrés flutti krossinn til góðrar varðveislu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.