Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

MbHg ch. 5

Magnúss saga blinda ok Haralds gilla 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (MbHg ch. 5)

HeimskringlaMagnúss saga blinda ok Haralds gilla
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Magnús konungur sat í Björgyn og spurði þessi tíðindi. Þá lét hann kalla á tal við sig höfðingja þá er voru í býnum og spurði ráðs hvernug með skyldi fara.


Þá svaraði Sigurður Sigurðarson: "Hér kann eg gott ráð til leggja. Látið þér skipa skútu með góðum drengjum og fá til að stýra mig eða annan lendan mann að fara á fund Haralds konungs, frænda þíns, og bjóða honum sættir eftir því sem réttlátir menn gera í milli ykkar, þeir sem eru í landinu, og það að hann skal hafa ríki hálft við yður. Og þykir mér líklegt með orðafulltingi góðra manna að Haraldur konungur þekkist þetta boð og verði þá sætt milli yðar."


Þá svaraði Magnús konungur: "Eg vil og eigi þenna kost eða hvað stoðar þá það er vér unnum allt ríkið undir oss í haust ef vér skulum nú miðla hálft ríkið? Og gefið þar til annað ráð."


Þá svaraði Sigurður Sigurðarson: "Svo sýnist mér sem lendir menn þínir setjist nú heima og vilji eigi koma til þín, þeir er í haust báðu þig heimleyfis. Gerðir þú þá mjög móti mínum ráðum er þú dreifðir þá svo mjög því fjölmenni er vér höfðum, því að eg þóttist vita að þeir Haraldur mundu leita aftur í Víkina þegar er þeir spyrðu að þar væri höfðingjalaust. Nú er til annað ráð, og er það illt, og kann þó vera að hlýði. Ger til gesti og annað lið með þeim, lát fara heim að þeim lendum mönnum og drepa þá er nú vilja eigi við skipast nauðsyn þína en gef eignir þeirra þeim nokkurum er yður eru öruggir þótt áður séu eigi mikils verðir. Lát þá keyra upp fólkið. Hafið eigi síður illa menn en góða. Farið síðan austur í móti Haraldi með það lið er þér fáið og berjist."


Konungur svaraði: "Óvinsælt mun það verða að láta drepa mart stórmenni en hefja upp lítilmenni. Hafa þeir oft eigi síður brugðist, en verr skipað landið. Vil eg enn heyra fleiri ráð þín."


Sigurður svaraði: "Vandast mér nú ráðagerðirnar er þú vilt eigi sættast og eigi berjast. Förum vér þá norður til Þrándheims þannug sem landsmegin er mest fyrir oss og tökum lið það allt um leið er vér fáum. Kann þá vera að þeim Elfargrímum leiðist að rekast eftir oss."


Konungur svaraði: "Ekki vil eg flýja fyrir þeim er vér eltum í sumar og ráð mér betra ráð."


Þá stóð Sigurður upp og bjóst braut að ganga og mælti: "Eg skal þá ráða þér það er eg sé að þú vilt hafa og framgengt mun verða. Sit hér í Björgyn þar til er Haraldur kemur með múga hers og munuð þér annaðhvort verða að þola bana eða skömm."


Og var Sigurður ekki lengur á þessu tali.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.