Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

MbHg ch. 2

Magnúss saga blinda ok Haralds gilla 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (MbHg ch. 2)

HeimskringlaMagnúss saga blinda ok Haralds gilla
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þá er þeir höfðu tveir verið konungar þrjá vetur, Magnús konungur og Haraldur konungur, sátu þeir hinn fjórða vetur báðir norður í Kaupangi og veitti hvor öðrum heimboð og var þó æ við bardaga búið með liðinu.


En að vori sækir Magnús með skipaliði suður fyrir land og dró lið að sér, allt það er hann fékk, leitar þá þess við vini sína ef þeir vilji fá honum styrk til þess að taka Harald af konungdóminum og miðla honum af ríki slíkt sem honum sýndist, tjáir það fyrir þeim að Haraldur hafði svarið ríkið af hendi sér. Fékk Magnús konungur til þess samþykki margra ríkismanna. Haraldur fór til Upplanda og hið efra austur til Víkur. Dró hann og lið að sér þá er hann spurði til Magnúss konungs. Og hvar sem þeir fóru hjuggu hvorir bú fyrir öðrum og svo drápust þeir menn fyrir. Magnús konungur var miklu fjölmennari því að hann hafði haft allan þorra lands til liðsafnaðar. Haraldur var í Vík austan fjarðar og dró að sér lið og tók þá hvor fyrir öðrum bæði menn og fé. Þar var þá með Haraldi Kriströður, bróðir hans sammæðri, og lendir menn voru margir með honum og þó miklu fleiri með Magnúsi konungi.


Haraldur konungur var með sitt lið þar sem heitir Foss í Ranríki og fór þaðan út til sjávar. Lafransvökuaftan mötuðust þeir að náttverði þar sem heitir Fyrileif. En varðmenn voru á hestum og héldu hestvörð alla vega frá bænum. Og þá verða varðmenn varir við lið Magnúss konungs að þeir fóru þá að bænum og hafði Magnús konungur nær sex tigum hundraða manna en Haraldur hafði fimmtán hundruð manna. Þá komu varðmenn og báru njósn Haraldi konungi og segja að lið Magnúss konungs var þá komið að bænum.


Haraldur svarar: "Hvað mun Magnús konungur frændi vilja? Eigi mun það að hann muni vilja berjast við oss."


Þá segir Þjóstólfur Álason: "Herra, svo munuð þér verða ráð að gera fyrir yður og liði yðru sem Magnús konungur muni hafa til þess her saman dregið í allt sumar að hann muni ætla að berjast þegar er hann finnur yður."


Þá stóð konungur upp og mælti við sína menn, bað þá taka vopn sín: "Ef Magnús vill berjast þá skulum vér og berjast."


Þar næst var blásið og gekk lið Haralds konungs allt út frá býnum í akurgerði nokkuð og settu þar upp merki sín. Haraldur konungur hafði tvær hringabrynjur en Kriströður bróðir hans hafði enga brynju, er kallaður var hinn hraustasti maður. Þá er Magnús konungur og hans menn sáu lið Haralds konungs þá fylktu þeir sínu liði og gerðu svo langa fylkingina að þeir skyldu kringja allt um lið Haralds konungs.


Svo segir Halldór skvaldri:Magnús fékk þar miklu,
margs gengis naut hann, lengri,
valr nam völl að hylja
varmr, fylkingararma.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.